Mikill hraði og spenna 14. mars 2005 00:01 "Starf mitt hjá Íslandsbanka snýr að verðbréfaþjónustu og eigin viðskiptum bankans með verðbréf, en þetta eru sviðin sem við köllum markaðsviðskipti, eignastýringu, fyrirtækjaráðgjöf og eigin viðskipti og þar á sér stað allt milli himins og jarðar," segir Helga Hlín og bætir við að heilmikið regluverk gildir um þessi viðskipti sem þarf að passa upp á að farið sé eftir. "Ég er líka regluvörður en hann hefur eftirlit með viðskiptum starfsmanna með verðbréf, eigin viðskiptum bankans með verðbréf og svokölluðum kínamúr innan bankans. En það gengur út að á gæta trúnaðar á milli einstaka sviða innan bankans og sjá til þess að trúnaðarupplýsingar fari ekki á milli deilda sem gætu valdið hagsmunaárekstrum," segir Helga Hlín. "Það er rosalega mikill hraði og spenna í þessu starfi og endalausar nýjungar sem eru mjög krefjandi. Ég á í miklum samskiptum við fólk, við viðskiptalífið og umhverfi þess í sinni víðustu mynd," segir Helga Hlín sem augljóslega hefur nóg á sinni könnu. Hún segist þó ekki vinna myrkrana á milli heldur skipuleggja sig vel og auk þess hafi hún góða samstarfsmenn. "Það koma auðvitað miklir álagspunktar,en þeir eru það hóflegir að maður sækir maður sér bara vítamínsprautu í rassinn til að fást við það. Það er líka nauðsynlegt að vera undir smá álagi stöku sinnum," segir Helga Hlín og brosir. Hún segir einnig að átak hafi verið í bankanum til þess að draga úr vinnuálagi og hafi það sannarlega skilað sér. "Grundvallarbreyting er á ásýnd vinnutíma hjá fólki sem skilar sér í ánægðari og skilvirkari starfsmönnum," segir Helga Hlín. Atvinna Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Starf mitt hjá Íslandsbanka snýr að verðbréfaþjónustu og eigin viðskiptum bankans með verðbréf, en þetta eru sviðin sem við köllum markaðsviðskipti, eignastýringu, fyrirtækjaráðgjöf og eigin viðskipti og þar á sér stað allt milli himins og jarðar," segir Helga Hlín og bætir við að heilmikið regluverk gildir um þessi viðskipti sem þarf að passa upp á að farið sé eftir. "Ég er líka regluvörður en hann hefur eftirlit með viðskiptum starfsmanna með verðbréf, eigin viðskiptum bankans með verðbréf og svokölluðum kínamúr innan bankans. En það gengur út að á gæta trúnaðar á milli einstaka sviða innan bankans og sjá til þess að trúnaðarupplýsingar fari ekki á milli deilda sem gætu valdið hagsmunaárekstrum," segir Helga Hlín. "Það er rosalega mikill hraði og spenna í þessu starfi og endalausar nýjungar sem eru mjög krefjandi. Ég á í miklum samskiptum við fólk, við viðskiptalífið og umhverfi þess í sinni víðustu mynd," segir Helga Hlín sem augljóslega hefur nóg á sinni könnu. Hún segist þó ekki vinna myrkrana á milli heldur skipuleggja sig vel og auk þess hafi hún góða samstarfsmenn. "Það koma auðvitað miklir álagspunktar,en þeir eru það hóflegir að maður sækir maður sér bara vítamínsprautu í rassinn til að fást við það. Það er líka nauðsynlegt að vera undir smá álagi stöku sinnum," segir Helga Hlín og brosir. Hún segir einnig að átak hafi verið í bankanum til þess að draga úr vinnuálagi og hafi það sannarlega skilað sér. "Grundvallarbreyting er á ásýnd vinnutíma hjá fólki sem skilar sér í ánægðari og skilvirkari starfsmönnum," segir Helga Hlín.
Atvinna Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira