Verður elst Íslendinga á sunnudag 18. mars 2005 00:01 Elsti núlifandi Íslendingurinn, Guðfinna Einarsdóttir, jafnar á morgun aldursmet Halldóru Bjarnadóttur. Ef Guð lofar nær Guðfinna þeim áfanga á sunnudag að vera sá Íslendingur sem lengst hefur lifað fyrr og síðar. Guðfinna er vel ern og vonar að hún þurfi ekki að fara á elliheimili en segist hætt að nenna að prjóna. Elsti Íslendingurinn býr í heimahúsi hjá dóttur sinni í Fossvogshverfi í Reykjavík. Því fer þó fjarri að Guðfinna sé lögst í kör. Hún hefur fótavist og gengur um heimili sitt með því að styðjast við göngugrind. Hún segir að göngugrindin sé nauðsynleg, annars ylti hún um koll því hún hafi misst svo mikið þrek. Spurð um sjónina segir Guðfinna að hún sé blind á vinstra auga og sjónin á því hægra sé farin að daprast. Guðfinna fæddist þann 2. febrúar árið 1897 í Ásgarði í Dalasýslu en ólst upp og bjó á Leysingsstöðum í Hvammssveit. Árið 1970 flutti hún til Reykjavíkur til að eyða ævikvöldinu á heimili dóttur sinnar og tengdasonar. Aðspurð hvort ekki hafi komið til tals að hún færi á elliheimili neitar Guðfinna því. Hún hafi lítinn áhuga á því og voni að hún þurfi þess ekki. Annars hafi hún heyrt að þar fari vel um fólk. Halldóra Bjarnadóttir er sá Íslendingur sem hæstum aldri hefur náð en Halldóra varð 108 ára og 45 daga gömul. Sérstök Halldórustofa er helguð henni á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Halldóra lifði 39.491 dag samkvæmt útreikningi Þorsteins Sæmundssonar hjá Almanaki Háskólans, en þeim dagafjölda nær Guðfinna Einarsdóttir á morgun. Og hún er ótrúlega ern. Hún segist enn getað prjónað en hún nenni því ekki. Hún hlusti hins vegar mikið á útvarp. Minni hennar er gott eins og heyrist þegar hún rifjar upp kynni sín af þjóðþekktum skáldum af æskuslóðum í Dölunum. Hún segist muna vel eftir Stefáni frá Hvítadal og þá hafi hún kynnst Jóhannesi úr Kötlum. Hún muni hins vegar minna eftir Steini Steinarr. Þegar hún er spurð hver sé lykillinn að langlífi segist hún ætíð hafa verið heilsuhraust en nefnir einnig skapferli. Hún hafi alltaf verið róleg og ekki verið með frekju eða argaskap. Alla sína ævi hafi hún verið rólynd. Þess má geta að að Guðfinna fékk fyrir þremur árum, þegar hún varð 105 ára, boð um að koma með foreldrum sínum í umferðarskólann Ungir vegfarendur til að læra fyrstu skrefin í umferðinni. Tilveran Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Elsti núlifandi Íslendingurinn, Guðfinna Einarsdóttir, jafnar á morgun aldursmet Halldóru Bjarnadóttur. Ef Guð lofar nær Guðfinna þeim áfanga á sunnudag að vera sá Íslendingur sem lengst hefur lifað fyrr og síðar. Guðfinna er vel ern og vonar að hún þurfi ekki að fara á elliheimili en segist hætt að nenna að prjóna. Elsti Íslendingurinn býr í heimahúsi hjá dóttur sinni í Fossvogshverfi í Reykjavík. Því fer þó fjarri að Guðfinna sé lögst í kör. Hún hefur fótavist og gengur um heimili sitt með því að styðjast við göngugrind. Hún segir að göngugrindin sé nauðsynleg, annars ylti hún um koll því hún hafi misst svo mikið þrek. Spurð um sjónina segir Guðfinna að hún sé blind á vinstra auga og sjónin á því hægra sé farin að daprast. Guðfinna fæddist þann 2. febrúar árið 1897 í Ásgarði í Dalasýslu en ólst upp og bjó á Leysingsstöðum í Hvammssveit. Árið 1970 flutti hún til Reykjavíkur til að eyða ævikvöldinu á heimili dóttur sinnar og tengdasonar. Aðspurð hvort ekki hafi komið til tals að hún færi á elliheimili neitar Guðfinna því. Hún hafi lítinn áhuga á því og voni að hún þurfi þess ekki. Annars hafi hún heyrt að þar fari vel um fólk. Halldóra Bjarnadóttir er sá Íslendingur sem hæstum aldri hefur náð en Halldóra varð 108 ára og 45 daga gömul. Sérstök Halldórustofa er helguð henni á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Halldóra lifði 39.491 dag samkvæmt útreikningi Þorsteins Sæmundssonar hjá Almanaki Háskólans, en þeim dagafjölda nær Guðfinna Einarsdóttir á morgun. Og hún er ótrúlega ern. Hún segist enn getað prjónað en hún nenni því ekki. Hún hlusti hins vegar mikið á útvarp. Minni hennar er gott eins og heyrist þegar hún rifjar upp kynni sín af þjóðþekktum skáldum af æskuslóðum í Dölunum. Hún segist muna vel eftir Stefáni frá Hvítadal og þá hafi hún kynnst Jóhannesi úr Kötlum. Hún muni hins vegar minna eftir Steini Steinarr. Þegar hún er spurð hver sé lykillinn að langlífi segist hún ætíð hafa verið heilsuhraust en nefnir einnig skapferli. Hún hafi alltaf verið róleg og ekki verið með frekju eða argaskap. Alla sína ævi hafi hún verið rólynd. Þess má geta að að Guðfinna fékk fyrir þremur árum, þegar hún varð 105 ára, boð um að koma með foreldrum sínum í umferðarskólann Ungir vegfarendur til að læra fyrstu skrefin í umferðinni.
Tilveran Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira