Sölumenn óttast um hag sinn 20. mars 2005 00:01 Sölumenn á fasteignasölum óttast að löggiltir fasteignasalar séu að reyna að bola þeim út úr starfsgreininni. Það er ekki rétt, að sögn fasteignasala, en báðir aðilar eru sammála um að breyta þurfi lögunum um fasteignaviðskipti. Í miðopnu Fréttablaðsins í dag má sjá heilsíðuauglýsingu þar sem skorað er á starfsmenn á fasteignasölum að bindast samtökum. Ástæðan er úrskurður sem Félag fasteignasala samþykkti á aðalfundi þess efnis að það væri góð fasteignasöluvenja að löggiltir fasteignasalar sæju um flest það er lýtur að sölu fasteignar. Guðmundur Andri Skúlason, sem starfar sem sölumaður á fasteignasölu, segir að sölumenn séu einungis að benda á málflutning löggiltra fasteignasala um að sölumönnum sé ekki treystandi á fasteignasölum. Ragnar Thorarensen, löggiltur fasteignasali, segir alls ekki ætlunina að bola ófaglærðum starfsmönnum út en það sé eðlilegt að hvetja til þess að löggildir fasteignasalar sjái um sem mest. Hann segir að undanfarin ár hafi mjög margir komið inn á markaðinn og það hafi verið mikið um svokallað leppun, það er að menn hafi fengið aðila til þess að bera ábyrgð á fasteignasölum, og ýmis leiðinleg mál hafi komið upp. Vilji sé fyrir því að auka menntun og fagmennsku í greininni og þess vegna sé stefnan að einhvern tíma vinni eingöngu löggiltir fasteignarsalar við sölu fasteigna. Það er þó ómögulegt samkvæmt lögum því þar segir að til þess að mega hefja nám til löggildingar verði viðkomandi að hafa starfað á fasteignasölu í tólf mánuði. Og ekki bara við að horfa á. Lögin um fasteignasölu eru dálítið misvísandi þar sem segir annars vegar að fasteignasalar megi ráða starfsfólk til að sinna störfum á ábyrgð fasteignasalans en hins vegar segir að fasteignasalinn eigi að sjá um nær allt saman sjálfur. Guðmundur og Ragnar eru sammála um að það þurfi að endurskoða löggjöfina. Hús og heimili Innlent Viðskipti Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Sölumenn á fasteignasölum óttast að löggiltir fasteignasalar séu að reyna að bola þeim út úr starfsgreininni. Það er ekki rétt, að sögn fasteignasala, en báðir aðilar eru sammála um að breyta þurfi lögunum um fasteignaviðskipti. Í miðopnu Fréttablaðsins í dag má sjá heilsíðuauglýsingu þar sem skorað er á starfsmenn á fasteignasölum að bindast samtökum. Ástæðan er úrskurður sem Félag fasteignasala samþykkti á aðalfundi þess efnis að það væri góð fasteignasöluvenja að löggiltir fasteignasalar sæju um flest það er lýtur að sölu fasteignar. Guðmundur Andri Skúlason, sem starfar sem sölumaður á fasteignasölu, segir að sölumenn séu einungis að benda á málflutning löggiltra fasteignasala um að sölumönnum sé ekki treystandi á fasteignasölum. Ragnar Thorarensen, löggiltur fasteignasali, segir alls ekki ætlunina að bola ófaglærðum starfsmönnum út en það sé eðlilegt að hvetja til þess að löggildir fasteignasalar sjái um sem mest. Hann segir að undanfarin ár hafi mjög margir komið inn á markaðinn og það hafi verið mikið um svokallað leppun, það er að menn hafi fengið aðila til þess að bera ábyrgð á fasteignasölum, og ýmis leiðinleg mál hafi komið upp. Vilji sé fyrir því að auka menntun og fagmennsku í greininni og þess vegna sé stefnan að einhvern tíma vinni eingöngu löggiltir fasteignarsalar við sölu fasteigna. Það er þó ómögulegt samkvæmt lögum því þar segir að til þess að mega hefja nám til löggildingar verði viðkomandi að hafa starfað á fasteignasölu í tólf mánuði. Og ekki bara við að horfa á. Lögin um fasteignasölu eru dálítið misvísandi þar sem segir annars vegar að fasteignasalar megi ráða starfsfólk til að sinna störfum á ábyrgð fasteignasalans en hins vegar segir að fasteignasalinn eigi að sjá um nær allt saman sjálfur. Guðmundur og Ragnar eru sammála um að það þurfi að endurskoða löggjöfina.
Hús og heimili Innlent Viðskipti Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira