Lífið

Losnað við draslið

Á hverju heimili eru skápar og hillur fullar af dóti sem ágætt er að losa sig við. Hins vegar vill það oft vera svo að þegar að því kemur að losa sig við dótið gefast margir upp enda finnst þeim skyndilega að þeir hafi gríðarlega þörf fyrir allt þetta dót. Sannleikurinn er sá að við komumst af með ótrúlega lítið af hlutum og heimilið verður þægilegra og hreinna þegar fólk hefur losað sig við óþarfa dót. Aðferð til að losa sig við drasl Taktu fjóra kassa og merktu þá rusl, geyma, gefa, í geymslu. Farðu svo í hvert herbergi og flokkaðu hluti ofan í kassana. Farðu í gegnum skápa, hillur og kommóður og ekki gleyma neinu. Munurinn á kössunum "geyma" og "í geymslu" er sá að í annan þeirra seturðu dót sem þú notar sjaldan en þarft að geta nálgast auðveldlega, í hinn kassann seturðu hluti sem þú notar aldrei en vilt af einhverjum ástæðum geyma, en sá kassi getur farið upp á háaloft eða inn í geymslu. Hafðu eftirfarandi í huga Þú þarft virkilega að spyrja sjálfan þig hvort þú hafir not fyrir hlutina. Eins og til dæmis hvort þú munir einhvern tímann lesa gamlar kiljur aftur, eða hvort þú munir einhvern tímann laga bilaða hluti sem þú hefur hvort eð er komist af án í langan tíma. Og þótt hlutir séu heilir og vel nothæfir ertu kannski ekkert að nota þá og þeir sóma sér betur hjá Góða hirðinum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.