Auglýsir eftir einkaþjálfara 22. mars 2005 00:01 "Ég er kannski ekki sú efnilegasta í þessum málum en ég er að byrja aftur í líkamsrækt núna. Ég held ég hafi ekki æft íþróttir í tíu ár. Ég reyni að vera dugleg og fer í Sporthúsið eða Baðhúsið þrisvar sinnum í viku en endist yfirleitt ekki nema tuttugu mínútur," segir Halldóra og skellihlær. "Ég fer mest á bretti og geri magaæfingar en ég kann bara ekkert á tækin eða æfingarnar. Því auglýsi ég hér með eftir einkaþjálfara. Ef einhver þarna úti er á ferli og vill taka að sér eina erfiða þá getur hann talað við mig. Annars hef ég aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af líkamsræktarstöðvum og fer stundum ein í göngutúr á kvöldin til að róa hugann og fá vítamín úr náttúrunni." "Ég fer alltaf í höfuðbeina- og spjaldhryggjameðferð einu sinni í viku. Svo fer ég líka í nudd einu sinni í viku og mín líkamlega og andlega heilsa er tekin rækilega í gegn þar," segir Halldóra sem er líka að stíga fyrstu skrefin í átt að betra mataræði. "Ég er þekkt fyrir það í mínum vinahópi að borða svakalega mikið nammi. Það er eiginlega til skammar. En fyrst að ég er byrjuð í líkamsrækt þá er ég að reyna að borða ekki nammi fyrir fimm hundruð krónur á dag eins og ég gerði hér áður fyrr. Það var hrikalegt og fólk horfði á mig með hryllingi. En ég held að þegar fólk sem byrjar í líkamsrækt og hættir að borða allt sem er óhollt falli það um sjálft sig. Ég ætla bara að taka því rólega og taka eitt skref í einu við að hætta að borða nammi." Heilsa Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Ég er kannski ekki sú efnilegasta í þessum málum en ég er að byrja aftur í líkamsrækt núna. Ég held ég hafi ekki æft íþróttir í tíu ár. Ég reyni að vera dugleg og fer í Sporthúsið eða Baðhúsið þrisvar sinnum í viku en endist yfirleitt ekki nema tuttugu mínútur," segir Halldóra og skellihlær. "Ég fer mest á bretti og geri magaæfingar en ég kann bara ekkert á tækin eða æfingarnar. Því auglýsi ég hér með eftir einkaþjálfara. Ef einhver þarna úti er á ferli og vill taka að sér eina erfiða þá getur hann talað við mig. Annars hef ég aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af líkamsræktarstöðvum og fer stundum ein í göngutúr á kvöldin til að róa hugann og fá vítamín úr náttúrunni." "Ég fer alltaf í höfuðbeina- og spjaldhryggjameðferð einu sinni í viku. Svo fer ég líka í nudd einu sinni í viku og mín líkamlega og andlega heilsa er tekin rækilega í gegn þar," segir Halldóra sem er líka að stíga fyrstu skrefin í átt að betra mataræði. "Ég er þekkt fyrir það í mínum vinahópi að borða svakalega mikið nammi. Það er eiginlega til skammar. En fyrst að ég er byrjuð í líkamsrækt þá er ég að reyna að borða ekki nammi fyrir fimm hundruð krónur á dag eins og ég gerði hér áður fyrr. Það var hrikalegt og fólk horfði á mig með hryllingi. En ég held að þegar fólk sem byrjar í líkamsrækt og hættir að borða allt sem er óhollt falli það um sjálft sig. Ég ætla bara að taka því rólega og taka eitt skref í einu við að hætta að borða nammi."
Heilsa Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira