Bobby Fischer sleppt í kvöld 23. mars 2005 00:01 Bobby Fischer verður sleppt úr haldi klukkan níu að japönskum tíma í fyrramálið, eða á miðnætti að íslenskum tíma í kvöld, og fær þá ferðafrelsi til þess að fara til Íslands. Fulltrúar japanska útlendingaeftirlitsins og dómsmálaráðuneytisins staðfestu þetta við lögmenn Fischers í morgun. Þórður Ægir Óskarsson, sendiherra Íslands í Japan, tilkynnti japönskum yfirvöldum með formlegum hætti í morgun að Bobby Fischer væri orðinn íslenskur ríkisborgari. Gefið var út neyðarvegabréf fyrir Fischer sem gerir honum þar með kleift að ferðast sem Íslendingur. Yfirvöld í Japan eru þeirrar skoðunar að ríkisborgarrétturinn dugi til þess að leysa Fischer úr haldi því skömmu eftir að íslenski sendiherrann hafði gengið frá málinu var ákvörðun tekin um að veita Fischer ferðafrelsi, en hann hefur verið í haldi í níu mánuði í innlytjendabúðum skammt frá Tókýó. John Bosnich, talsmaður Bobbys Fischers í Japan, sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að fulltrúar japanskra stjórnvalda og Útlendingastofnunar Japans hefðu hringt í sig í morgun og tjáð sér að Fischer yrði látinn laus klukkan níu að japönskum tíma í fyrramálið eða klukkan tólf á miðnætti að íslenskum tíma í kvöld. Fischer verður þó ekki frjáls ferða sinna strax við innflytjendabúðirnar því öryggisverðir munu fylgja honum til Narita-flugvallar í Tókýó og færa hann um borð í flugvél líklega áleiðis með vél SAS til Kaupmannahafnar, en ekki liggur enn fyrir með hvaða vél Fischer fer frá Japan. Bosnitch, Suzuki lögmaður Fischers í Japan, og Myoko Watai, unnusta hans, fagna ákvörðun japanskra yfirvalda sem þau segja að reki endahnútinn á margra mánaða baráttu fyrir frelsi skáksnillingsins. Viðbrögð bandarískra stjórnvalda við nýjustu tíðindum af málefnum Fischers eru ekki ljós á þessari stundu en þau höfðu ítrekað við yfirvöld í Japan þá kröfu að Fischer yrði sendur til Bandaríkjanna. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, var mjög ánægður með tíðindin, en hann stefnir að því að taka á móti vini sínum annaðhvort í Japan eða í Kaupmannahöfn. Sæmundur segist ekki hafa verið bjartsýnn í upphafi þegar hann hafi hringt í ráðamenn hér á landi en það hafi sýnt sig að Íslendingar eigi góða og kjarkmikla stjórnmálamenn og foringja. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagðist ánægður með þessa þróun mála. Hann segir að íslenskir sendifulltrúar muni aðstoða Fischer á leiðinni til Íslands en eftir það muni Fischer sjá um sig sjálfur. Davíð segist ánægður með að vist Fischers í innflytjendabúðunum í Japan sé að ljúka því hún hafi bersýnilega ekki verið góð. Það hafi verið dapurlegt að sjá þennan heimsmeistara í þeirri íþróttagrein sem sagt sé að krefjist mestra gáfna og þekkingar lokaðan inni án þess að lausn hafi sést í hans málum. Hann sé feginn fyrir Fischers hönd að það sé að rætast úr málum hjá honum. Aðspurður hvort íslensk stjórnvöld muni greiða götu hans með einhverjum hætti segir Davíð að hann sé ríkisborgari sem hafi átt í vandræðum í öðru landi þannig að fulltrúar Íslands í sendiráðinu í Japan muni fylgjast með því að hann komist klakklaust upp í flugvél þar. Eftir það verði þjónustan minni háttar, en sendiráðið í Kaupmannahöfn muni fylgjast með því að Fischer komist áfram upp í íslenska flugvél. Að öðru leyti sé hann orðinn Íslendingur á leiðinni heim og bjargi sér með íslenskt vegabréf upp frá því. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira
Bobby Fischer verður sleppt úr haldi klukkan níu að japönskum tíma í fyrramálið, eða á miðnætti að íslenskum tíma í kvöld, og fær þá ferðafrelsi til þess að fara til Íslands. Fulltrúar japanska útlendingaeftirlitsins og dómsmálaráðuneytisins staðfestu þetta við lögmenn Fischers í morgun. Þórður Ægir Óskarsson, sendiherra Íslands í Japan, tilkynnti japönskum yfirvöldum með formlegum hætti í morgun að Bobby Fischer væri orðinn íslenskur ríkisborgari. Gefið var út neyðarvegabréf fyrir Fischer sem gerir honum þar með kleift að ferðast sem Íslendingur. Yfirvöld í Japan eru þeirrar skoðunar að ríkisborgarrétturinn dugi til þess að leysa Fischer úr haldi því skömmu eftir að íslenski sendiherrann hafði gengið frá málinu var ákvörðun tekin um að veita Fischer ferðafrelsi, en hann hefur verið í haldi í níu mánuði í innlytjendabúðum skammt frá Tókýó. John Bosnich, talsmaður Bobbys Fischers í Japan, sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að fulltrúar japanskra stjórnvalda og Útlendingastofnunar Japans hefðu hringt í sig í morgun og tjáð sér að Fischer yrði látinn laus klukkan níu að japönskum tíma í fyrramálið eða klukkan tólf á miðnætti að íslenskum tíma í kvöld. Fischer verður þó ekki frjáls ferða sinna strax við innflytjendabúðirnar því öryggisverðir munu fylgja honum til Narita-flugvallar í Tókýó og færa hann um borð í flugvél líklega áleiðis með vél SAS til Kaupmannahafnar, en ekki liggur enn fyrir með hvaða vél Fischer fer frá Japan. Bosnitch, Suzuki lögmaður Fischers í Japan, og Myoko Watai, unnusta hans, fagna ákvörðun japanskra yfirvalda sem þau segja að reki endahnútinn á margra mánaða baráttu fyrir frelsi skáksnillingsins. Viðbrögð bandarískra stjórnvalda við nýjustu tíðindum af málefnum Fischers eru ekki ljós á þessari stundu en þau höfðu ítrekað við yfirvöld í Japan þá kröfu að Fischer yrði sendur til Bandaríkjanna. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, var mjög ánægður með tíðindin, en hann stefnir að því að taka á móti vini sínum annaðhvort í Japan eða í Kaupmannahöfn. Sæmundur segist ekki hafa verið bjartsýnn í upphafi þegar hann hafi hringt í ráðamenn hér á landi en það hafi sýnt sig að Íslendingar eigi góða og kjarkmikla stjórnmálamenn og foringja. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagðist ánægður með þessa þróun mála. Hann segir að íslenskir sendifulltrúar muni aðstoða Fischer á leiðinni til Íslands en eftir það muni Fischer sjá um sig sjálfur. Davíð segist ánægður með að vist Fischers í innflytjendabúðunum í Japan sé að ljúka því hún hafi bersýnilega ekki verið góð. Það hafi verið dapurlegt að sjá þennan heimsmeistara í þeirri íþróttagrein sem sagt sé að krefjist mestra gáfna og þekkingar lokaðan inni án þess að lausn hafi sést í hans málum. Hann sé feginn fyrir Fischers hönd að það sé að rætast úr málum hjá honum. Aðspurður hvort íslensk stjórnvöld muni greiða götu hans með einhverjum hætti segir Davíð að hann sé ríkisborgari sem hafi átt í vandræðum í öðru landi þannig að fulltrúar Íslands í sendiráðinu í Japan muni fylgjast með því að hann komist klakklaust upp í flugvél þar. Eftir það verði þjónustan minni háttar, en sendiráðið í Kaupmannahöfn muni fylgjast með því að Fischer komist áfram upp í íslenska flugvél. Að öðru leyti sé hann orðinn Íslendingur á leiðinni heim og bjargi sér með íslenskt vegabréf upp frá því.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira