Ör--"þrifa"--ráð 23. mars 2005 00:01 Það er staðreynd að mörgum finnst leiðinlegt að þrífa. Það er samt eitthvað við hreingerningarlykt og nýskúruð gólf sem býður hátíðinni í bæinn, eins og páskunum. Það er alger óþarfi að nýta hálft fríið í það að þrífa fyrir hátíð sem varir ekki svo lengi -- þó það sé auðvitað voðalega gaman að hafa fínt inni hjá sér. Hér er rétt að minnast á nokkrar svindlaðferðir til að láta þig sjálfa/n og annað fólk halda að það sé voðalega hreint og fínt inni hjá þér. Það er líka svolítið gaman að svindla og plata endrum og eins. * Opnaðu svalahurðina og líka útidyrahurðina. Láttu blása vel í gegn svo allt rykið sogist í gegnumtrekkinn og fjúki út í eilífðina. Þá er það allavega ekki á þínum gólfum lengur. * Keyptu þér hreingerningarúðann með sterkustu lyktinni úti í búð. Hann þarf að vera í úðaformi. Taktu þig til og úðaðu hreingerningarúðanum út um hólf og gólf, inn í alla skápa og út um allt. Þá ilmar íbúðin af hreinlæti. Mmmmm...finnurðu það ekki? * Fylltu allar hillur af páskaskrauti og fínheitum -- þá sér ekki í rykið í hillunum. * Keyptu þér tilbúið deig. Það má vera hvað sem er -- piparköku eða pítsudeig -- bara svo lengi sem það komi bökunarlykt. Skelltu deiginu í ofninn og bakaðu það við lágan hita svo sem mest lykt komi jafnt og þétt. Vertu síðan búin/n að kaupa nokkrar kökur og góð brauð í búðinni svo allir haldi að þú hafi bakað þetta allt sjálf/ur. Voða sniðugt. * Hafðu alltaf rúmteppi ofan á sænginni! Þetta er mjög mikilvægt -- það er svo leiðinlegt að skipta á rúminu. * Blástu upp blöðrur og hengdu á öll rafmagnstæki í húsinu. Blöðrurnar eru rafmagnaðar og soga í sig rykið sem leynist í mjóum rifum og rákum. Svo eru þær líka flott skraut -- mundu bara að kaupa gular. * Svo er það klassíska -- hentu öllu tilfallandi undir rúm og inn í skáp. Skapaðu naumhyggjustemningu um páskana! Hús og heimili Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira
Það er staðreynd að mörgum finnst leiðinlegt að þrífa. Það er samt eitthvað við hreingerningarlykt og nýskúruð gólf sem býður hátíðinni í bæinn, eins og páskunum. Það er alger óþarfi að nýta hálft fríið í það að þrífa fyrir hátíð sem varir ekki svo lengi -- þó það sé auðvitað voðalega gaman að hafa fínt inni hjá sér. Hér er rétt að minnast á nokkrar svindlaðferðir til að láta þig sjálfa/n og annað fólk halda að það sé voðalega hreint og fínt inni hjá þér. Það er líka svolítið gaman að svindla og plata endrum og eins. * Opnaðu svalahurðina og líka útidyrahurðina. Láttu blása vel í gegn svo allt rykið sogist í gegnumtrekkinn og fjúki út í eilífðina. Þá er það allavega ekki á þínum gólfum lengur. * Keyptu þér hreingerningarúðann með sterkustu lyktinni úti í búð. Hann þarf að vera í úðaformi. Taktu þig til og úðaðu hreingerningarúðanum út um hólf og gólf, inn í alla skápa og út um allt. Þá ilmar íbúðin af hreinlæti. Mmmmm...finnurðu það ekki? * Fylltu allar hillur af páskaskrauti og fínheitum -- þá sér ekki í rykið í hillunum. * Keyptu þér tilbúið deig. Það má vera hvað sem er -- piparköku eða pítsudeig -- bara svo lengi sem það komi bökunarlykt. Skelltu deiginu í ofninn og bakaðu það við lágan hita svo sem mest lykt komi jafnt og þétt. Vertu síðan búin/n að kaupa nokkrar kökur og góð brauð í búðinni svo allir haldi að þú hafi bakað þetta allt sjálf/ur. Voða sniðugt. * Hafðu alltaf rúmteppi ofan á sænginni! Þetta er mjög mikilvægt -- það er svo leiðinlegt að skipta á rúminu. * Blástu upp blöðrur og hengdu á öll rafmagnstæki í húsinu. Blöðrurnar eru rafmagnaðar og soga í sig rykið sem leynist í mjóum rifum og rákum. Svo eru þær líka flott skraut -- mundu bara að kaupa gular. * Svo er það klassíska -- hentu öllu tilfallandi undir rúm og inn í skáp. Skapaðu naumhyggjustemningu um páskana!
Hús og heimili Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira