Fáðu hjálp í sjónvarpinu 28. mars 2005 00:01 Queer Eye For The Straight Guy er þáttur á SKJÁEINUM um fimm samkynhneigðar tískulöggur sem taka að sér meðaljóna og breyta þeim og húsakynnum þeirra í glæsivillur. Tískulöggurnar gefa góð ráð um innanhúshönnun og hvernig er hægt að breyta hlutum á ódýran og góðan hátt. Þeir búa yfir rosalega góðum og fjölbreyttum hugmyndum og ættu margir að finna eitthvað við sitt hæfi. The Block á Stöð 2 er raunveruleikaþáttur þar sem fjögur pör bretta upp ermarnar og taka að sér að innrétta jafn margar íbúðir. Pörin fá vissa upphæð af peningum til að innrétta og oft finna þau upp á snilldarlegum og ódýrum lausnum fyrir íbúðirnar. Þau þurfa líka að hanna útlit á garðinn og sameignina þannig að þessi þáttur getur svo sannarlega nýst þeim sem eru að flytja í nýtt húsnæði eða vilja taka það gamla algjörlega í gegn. Á SKJÁEINUM er einnig þáttur Völu Matt, Innlit/útlit, en flestir ættu að vera farnir að kannast við þá þætti enda búnir að ganga í sex ár. Vala fær til liðs við sig smiði og hönnuði, sýnir áhorfendum fallegar og skemmtilegar íbúðir og kynnir sniðugar lausnir fyrir heimilið. Mjög gagnlegt fyrir þá sem eru í breytingahugleiðingum og vilja gleðja augað. Þriðji þátturinn á SKJÁEINUM er Allt í drasli þar sem Heiðar "snyrtir" Jónsson og Margrét Sigfúsdóttir ryðjast inn á heimili fólks og þrífa hjá þeim. Þetta skrýtna par gefur áhorfendum leiðbeiningar um hvernig á að þrífa ýmsa viðkvæma muni og hvaða hreingerningarlög á að nota á erfiða bletti. Svo ekki sé minnst á fasteignasjónvarpið Þak yfir höfuðið á SKJÁEINUM sem útskýrir fasteignamarkaðinn, Eldsnöggt með Jóa Fel á Stöð 2 sem útbýr matinn og Regnhlífarnar í New York í Sjónvarpinu sem kynna skemmtilegar bækur sem hægt er að lesa eftir allt stússið.The Block á Stöð 2. Hús og heimili Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Fleiri fréttir Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Sjá meira
Queer Eye For The Straight Guy er þáttur á SKJÁEINUM um fimm samkynhneigðar tískulöggur sem taka að sér meðaljóna og breyta þeim og húsakynnum þeirra í glæsivillur. Tískulöggurnar gefa góð ráð um innanhúshönnun og hvernig er hægt að breyta hlutum á ódýran og góðan hátt. Þeir búa yfir rosalega góðum og fjölbreyttum hugmyndum og ættu margir að finna eitthvað við sitt hæfi. The Block á Stöð 2 er raunveruleikaþáttur þar sem fjögur pör bretta upp ermarnar og taka að sér að innrétta jafn margar íbúðir. Pörin fá vissa upphæð af peningum til að innrétta og oft finna þau upp á snilldarlegum og ódýrum lausnum fyrir íbúðirnar. Þau þurfa líka að hanna útlit á garðinn og sameignina þannig að þessi þáttur getur svo sannarlega nýst þeim sem eru að flytja í nýtt húsnæði eða vilja taka það gamla algjörlega í gegn. Á SKJÁEINUM er einnig þáttur Völu Matt, Innlit/útlit, en flestir ættu að vera farnir að kannast við þá þætti enda búnir að ganga í sex ár. Vala fær til liðs við sig smiði og hönnuði, sýnir áhorfendum fallegar og skemmtilegar íbúðir og kynnir sniðugar lausnir fyrir heimilið. Mjög gagnlegt fyrir þá sem eru í breytingahugleiðingum og vilja gleðja augað. Þriðji þátturinn á SKJÁEINUM er Allt í drasli þar sem Heiðar "snyrtir" Jónsson og Margrét Sigfúsdóttir ryðjast inn á heimili fólks og þrífa hjá þeim. Þetta skrýtna par gefur áhorfendum leiðbeiningar um hvernig á að þrífa ýmsa viðkvæma muni og hvaða hreingerningarlög á að nota á erfiða bletti. Svo ekki sé minnst á fasteignasjónvarpið Þak yfir höfuðið á SKJÁEINUM sem útskýrir fasteignamarkaðinn, Eldsnöggt með Jóa Fel á Stöð 2 sem útbýr matinn og Regnhlífarnar í New York í Sjónvarpinu sem kynna skemmtilegar bækur sem hægt er að lesa eftir allt stússið.The Block á Stöð 2.
Hús og heimili Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Fleiri fréttir Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Sjá meira