Menning

Sæði og egg njóta ekki nafnleyndar

Samkvæmt nýjum lögum á Bretlandi hafa sæðis- og eggjagjafar ekki lengur rétt til nafnleyndar, segir á vef BBC. Börn sem verða til með gjafasæði eða -eggjum geta því haft upp á blóðforeldrum sínum þegar þau ná átján ára aldri. Lögin eru ekki afturvirk þannig að þeir sem þegar hafa gefið kynfrumur sínar til að gera öðrum kleift að eignast börn munu ekki verða nafngreindir. Talið er að um eitt af hverjum sjö pörum í Bretlandi eigi við frjósemisvandamál að stríða og að sjö þúsund konur gangist undir gervifrjóvgun með þeim árangri að tvö þúsund börn fæðast ár hvert. Helstu breytingar vegna nýju laganna verða þau að þessi börn geta haft uppi á kynforeldrum sínum en geta samt engar kröfur gert til þeirra, hvorki fjárhagslegar né lagalegar. Kynfrumugjafarnir munu hins vegar ekki hafa möguleika á því að finna börnin sem getin eru með gjöfum þeirra.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.