Ítalska leiðin kvödd? 7. apríl 2005 00:01 Þessa dagana er eitt ár liðið síðan fyrsta fjölmiðlanefnd menntamálaráðherra skilaði af sér skýrslu sem hún kallaði "Greinargerð nefndar um eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi". Þessi skýrsla varð hins vegar ekki almenningi heyrinkunn fyrr en nokkru síðar, eða eftir að Davíð Oddsson forsætisráðherra lagði hana fram í ríkisstjórn ásamt drögum að frumvarpi um fjölmiðla þann 20. apríl 2004. Óþarft er að rekja það mikla fjaðrafok sem á eftir fylgdi, en óhætt er að segja að fá ef nokkur mál hafi valdið jafn miklum pólitískum og stjórnkerfislegum titringi í sögu lýðveldisins. Frumvarpið var á endanum samþykkt, en aðeins til þess að verða synjað staðfestingar hjá forseta lýðveldisins. Þar með hafði deilan um fjölmiðlamálið tryggt sér verðugt sæti í Íslandssögunni, það var tilefni þess að málskotsrétti forseta var beitt í fyrsta sinn. Það hljóta því að teljast talsverð tíðindi að aðeins nokkrum mánuðum eftir þessi djúpstæðu átök skuli það tilkynnt að þverpólitísk samstaða hafi myndast um þann laga- og regluramma sem búa á íslenskum fjölmiðlum! Hvernig getur slíkt gerst? Var fyrri ágreiningur þá ekki jafn djúpstæður og menn töldu? Var allur sá titringur og allur sá kraftur og orka sem fór í fjölmiðlamálið í fyrra e.t.v. bara einhver misskilningur? Svörin við þessum spurningum tengjast með einhverjum hætti afstöðunni til lýðræðislegra vinnubragða og pólitískum kúltúr. Þau tengjast hinni gömlu klípuspurningu lýðræðislegs stjórnarfyrirkomulags - hvort á að ráða meiru, skilvirkni í stjórnsýslu eða tímafrek lýðræðisleg málsmeðferð? Í að minnsta kosti tveimur Evrópulöndum hafa menn verið að setja reglur um eignarhald og starfsumhverfi fjölmiðla á umliðnum misserum, samhliða því sem Íslendingar hafa verið að velta þessu fyrir sér. Í Noregi og á Ítalíu. Í Noregi er farin leið víðtæks samráðs og sátta. Tími var gefinn í allt fyrrasumar til almennrar þjóðfélagsumræðu og ítarleg grein hefur verið gerð fyrir þróun málsins á hverju stigi og það formlega rökstutt hvers vegna tillit er tekið til athugasemda eða ekki tekið tillit til þeirra. Norðmenn hafa fórnað nokkru af skilvirkninni fyrir lýðræðið. Ítalir hins vegar, sem eftir ákveðnar kosningakerfisbreytingar á tíunda áratugnum eru nú loksins komnir með möguleika á afgerandi meirihlutaræði í þinginu, hafa sveiflast á sveif með skilvirkninni og keyra mál gjarnan í gegn á forsendum einfalds meirihlutaræðis.Fyrir vikið verður til vönduð löggjöf í Noregi á þessu sviði á meðan Ítalir þurfa að búa við stöðugan óróa heimafyrir og gagnrýni og beinskeyttar athugasemdir frá Evrópuráðinu og öðrum ábyrgum fjölþjóðlegum aðilum. Endurskoða hefur þurft ítölsku lögin og spurning hvort skilvirknin er - þegar allt kemur til alls - eins mikil og menn héldu. Íslenska fjölmiðlanefndin hin síðari, sem skipuð var sl. haust, var nokkuð annars eðlis en sú sem áður starfaði. Núverandi nefnd hefur umtalsvert pólitískt umboð til að komast að niðurstöðu, enda sitja menn þar sem fulltrúar flokkanna. Það er því full ástæða til að ætla að niðurstöður þessarar nefndar verði raunverulega lagðar til grundvallar í framhaldinu og tillit tekið til þeirra málamiðlana sem þar koma fram. Enda vekur það athygli að nefndin telur nauðsynlegt að málið verði látið liggja í umræðunni í vor og fram á haust áður en farið sé út í að semja eða kynna lagafrumvarp. Slíkt væri í samræmi við allan málatilbúnaðinn og vinnubrögðin í tengslum við þessa nefnd - sem steig jú fram og áskildi sér þann tíma sem hún taldi þurfa til að ræða sig að niðurstöðu. Sú umræða hefur líklega orðið enn erfiðari fyrir þær sakir að allir aðilar þurftu að kyngja ýmsum stóryfirlýsingum, sem féllu í fyrri umferð málsins. En sveiflan í vinnubrögðum er augljós - frá ítölsku leiðinni yfir til þeirrar norsku. Skilvirkni er mikilvæg en oftast er lýðræðið enn mikilvægara. Íslendingar hafa svo sannarlega komist að því að kapp er best með forsjá, skilvirknin reyndist ekki mikil í lagsetningunni í fyrra. Nú standa menn frammi fyrir spennandi umræðu um niðurstöður og tillögur nýju fjölmiðlanefndarinnar. Það að þverpólitískt samkomulag hafi náðst í nefndinni er vissulega gleðiefni. Hins vegar má ekki líta á slíkt samkomulag sem svo endanlegt að það frysti umræðuna og komi í veg fyrir breytingar og endurbætur. Þarna virðist margt sem þarf að skoða betur, s.s. eins og skilgreiningar á fjölmiðlamarkaði og mörkum milli einstakra fjölmiðla, sem og það að hve miklu leyti þessar tillögur ganga lengra en nýlegur úrskurður Samkeppnisstofnunar varðandi fjölmiðla og fjarskiptafyrirtæki. Þá virðist lítið fjallað um þann mikilvæga hluta fjölmiðlaumhverfisins sem staðbundnir fjölmiðlar eru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Fastir pennar Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun
Þessa dagana er eitt ár liðið síðan fyrsta fjölmiðlanefnd menntamálaráðherra skilaði af sér skýrslu sem hún kallaði "Greinargerð nefndar um eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi". Þessi skýrsla varð hins vegar ekki almenningi heyrinkunn fyrr en nokkru síðar, eða eftir að Davíð Oddsson forsætisráðherra lagði hana fram í ríkisstjórn ásamt drögum að frumvarpi um fjölmiðla þann 20. apríl 2004. Óþarft er að rekja það mikla fjaðrafok sem á eftir fylgdi, en óhætt er að segja að fá ef nokkur mál hafi valdið jafn miklum pólitískum og stjórnkerfislegum titringi í sögu lýðveldisins. Frumvarpið var á endanum samþykkt, en aðeins til þess að verða synjað staðfestingar hjá forseta lýðveldisins. Þar með hafði deilan um fjölmiðlamálið tryggt sér verðugt sæti í Íslandssögunni, það var tilefni þess að málskotsrétti forseta var beitt í fyrsta sinn. Það hljóta því að teljast talsverð tíðindi að aðeins nokkrum mánuðum eftir þessi djúpstæðu átök skuli það tilkynnt að þverpólitísk samstaða hafi myndast um þann laga- og regluramma sem búa á íslenskum fjölmiðlum! Hvernig getur slíkt gerst? Var fyrri ágreiningur þá ekki jafn djúpstæður og menn töldu? Var allur sá titringur og allur sá kraftur og orka sem fór í fjölmiðlamálið í fyrra e.t.v. bara einhver misskilningur? Svörin við þessum spurningum tengjast með einhverjum hætti afstöðunni til lýðræðislegra vinnubragða og pólitískum kúltúr. Þau tengjast hinni gömlu klípuspurningu lýðræðislegs stjórnarfyrirkomulags - hvort á að ráða meiru, skilvirkni í stjórnsýslu eða tímafrek lýðræðisleg málsmeðferð? Í að minnsta kosti tveimur Evrópulöndum hafa menn verið að setja reglur um eignarhald og starfsumhverfi fjölmiðla á umliðnum misserum, samhliða því sem Íslendingar hafa verið að velta þessu fyrir sér. Í Noregi og á Ítalíu. Í Noregi er farin leið víðtæks samráðs og sátta. Tími var gefinn í allt fyrrasumar til almennrar þjóðfélagsumræðu og ítarleg grein hefur verið gerð fyrir þróun málsins á hverju stigi og það formlega rökstutt hvers vegna tillit er tekið til athugasemda eða ekki tekið tillit til þeirra. Norðmenn hafa fórnað nokkru af skilvirkninni fyrir lýðræðið. Ítalir hins vegar, sem eftir ákveðnar kosningakerfisbreytingar á tíunda áratugnum eru nú loksins komnir með möguleika á afgerandi meirihlutaræði í þinginu, hafa sveiflast á sveif með skilvirkninni og keyra mál gjarnan í gegn á forsendum einfalds meirihlutaræðis.Fyrir vikið verður til vönduð löggjöf í Noregi á þessu sviði á meðan Ítalir þurfa að búa við stöðugan óróa heimafyrir og gagnrýni og beinskeyttar athugasemdir frá Evrópuráðinu og öðrum ábyrgum fjölþjóðlegum aðilum. Endurskoða hefur þurft ítölsku lögin og spurning hvort skilvirknin er - þegar allt kemur til alls - eins mikil og menn héldu. Íslenska fjölmiðlanefndin hin síðari, sem skipuð var sl. haust, var nokkuð annars eðlis en sú sem áður starfaði. Núverandi nefnd hefur umtalsvert pólitískt umboð til að komast að niðurstöðu, enda sitja menn þar sem fulltrúar flokkanna. Það er því full ástæða til að ætla að niðurstöður þessarar nefndar verði raunverulega lagðar til grundvallar í framhaldinu og tillit tekið til þeirra málamiðlana sem þar koma fram. Enda vekur það athygli að nefndin telur nauðsynlegt að málið verði látið liggja í umræðunni í vor og fram á haust áður en farið sé út í að semja eða kynna lagafrumvarp. Slíkt væri í samræmi við allan málatilbúnaðinn og vinnubrögðin í tengslum við þessa nefnd - sem steig jú fram og áskildi sér þann tíma sem hún taldi þurfa til að ræða sig að niðurstöðu. Sú umræða hefur líklega orðið enn erfiðari fyrir þær sakir að allir aðilar þurftu að kyngja ýmsum stóryfirlýsingum, sem féllu í fyrri umferð málsins. En sveiflan í vinnubrögðum er augljós - frá ítölsku leiðinni yfir til þeirrar norsku. Skilvirkni er mikilvæg en oftast er lýðræðið enn mikilvægara. Íslendingar hafa svo sannarlega komist að því að kapp er best með forsjá, skilvirknin reyndist ekki mikil í lagsetningunni í fyrra. Nú standa menn frammi fyrir spennandi umræðu um niðurstöður og tillögur nýju fjölmiðlanefndarinnar. Það að þverpólitískt samkomulag hafi náðst í nefndinni er vissulega gleðiefni. Hins vegar má ekki líta á slíkt samkomulag sem svo endanlegt að það frysti umræðuna og komi í veg fyrir breytingar og endurbætur. Þarna virðist margt sem þarf að skoða betur, s.s. eins og skilgreiningar á fjölmiðlamarkaði og mörkum milli einstakra fjölmiðla, sem og það að hve miklu leyti þessar tillögur ganga lengra en nýlegur úrskurður Samkeppnisstofnunar varðandi fjölmiðla og fjarskiptafyrirtæki. Þá virðist lítið fjallað um þann mikilvæga hluta fjölmiðlaumhverfisins sem staðbundnir fjölmiðlar eru.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun