Systirin einskonar einkaþjálfari 12. apríl 2005 00:01 "Ég reyni að mæta í ræktina en ég æfi í Hreyfingu. Fyrir áramót var ég voðalega duglegur og mætti fjórum til fimm sinnum í viku. Núna eftir áramót hefur verið meira að gera í skólanum og ræðumennskan byrjaði aftur þannig að ég hef haft minni tíma. Því hefur ræktin fengið að sitja á hakanum, sem mér þykir miður því hreyfing er ekki bara mikilvæg fyrir líkamlega heilsu heldur líka andlega. Nú er mesta álagið liðið hjá þótt ég sé að fara í próf en það er voða gott að mæta í ræktina samfara þeim og hreinsa hugann," segir Björn Bragi. Björn Bragi fer í ræktina til að lyfta og brenna og er svo heppinn að geta átt skemmtilega fjölskyldustund í ræktinni. "Ég og systir mín förum alltaf saman og hún er eiginlega einkaþjálfarinn minn. Hún hefur verið lengi í líkamsrækt og veit sínu viti. Hún hefur kennt mér mjög mikið en ég var alltaf í fótbolta þegar ég var yngri og ekkert að spá í lyftingar eða neitt þannig. Systir mín er eins og ég, mikil félagsvera og hefur alltaf nóg að gera -- þannig að okkar tími er í ræktinni," segir Björn, sem reynir líka aðeins að hugsa um mataræðið. "Þegar ég sökkvi mér mest ofan í líkamsrækt kemur betra mataræði af sjálfu sér en ég er ekki í neinu svakalegu prógrammi. Ég reyni að fá mér skyr og ávexti og grænmeti. En eins og einhver benti mér á má líkamsrækt ekki vera of leiðinleg. Maður verður að leyfa sér eitthvað." Heilsa Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Ég reyni að mæta í ræktina en ég æfi í Hreyfingu. Fyrir áramót var ég voðalega duglegur og mætti fjórum til fimm sinnum í viku. Núna eftir áramót hefur verið meira að gera í skólanum og ræðumennskan byrjaði aftur þannig að ég hef haft minni tíma. Því hefur ræktin fengið að sitja á hakanum, sem mér þykir miður því hreyfing er ekki bara mikilvæg fyrir líkamlega heilsu heldur líka andlega. Nú er mesta álagið liðið hjá þótt ég sé að fara í próf en það er voða gott að mæta í ræktina samfara þeim og hreinsa hugann," segir Björn Bragi. Björn Bragi fer í ræktina til að lyfta og brenna og er svo heppinn að geta átt skemmtilega fjölskyldustund í ræktinni. "Ég og systir mín förum alltaf saman og hún er eiginlega einkaþjálfarinn minn. Hún hefur verið lengi í líkamsrækt og veit sínu viti. Hún hefur kennt mér mjög mikið en ég var alltaf í fótbolta þegar ég var yngri og ekkert að spá í lyftingar eða neitt þannig. Systir mín er eins og ég, mikil félagsvera og hefur alltaf nóg að gera -- þannig að okkar tími er í ræktinni," segir Björn, sem reynir líka aðeins að hugsa um mataræðið. "Þegar ég sökkvi mér mest ofan í líkamsrækt kemur betra mataræði af sjálfu sér en ég er ekki í neinu svakalegu prógrammi. Ég reyni að fá mér skyr og ávexti og grænmeti. En eins og einhver benti mér á má líkamsrækt ekki vera of leiðinleg. Maður verður að leyfa sér eitthvað."
Heilsa Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira