Nostrar við matargerðina 15. apríl 2005 00:01 „Já, hún dró þá ályktun eftir þessa máltíð að hún væri betur til þess fallin að elda. Ég skil reyndar ekki alveg af hverju, ég man ekki betur en þetta væri prýðismatur hjá mér,“ segir Guðlaugur og hlær. „Þetta hefur hins vegar þróast þannig að ég tek virkari þátt nú og hef mjög gaman af.“ Guðlaugur segir sinn helsta galla í eldhúsinu hvað hann sé lengi að nostra við matinn. „Ef ég væri með veitingastað tækist mér ekki að þjónusta marga viðskiptavini í einu.“ Eiginkona Guðlaugs er Ágústa Johnson íþróttakennari, sem er mjög meðvituð um mataræði og hreyfingu. Guðlaugur viðurkennir að það hafi haft áhrif á sig. „Hún segist muna þegar ég pantaði mér hamborgara að ég bað alltaf um að græna draslið væri tekið af. Ég geri það ekki lengur.“ Guðlaugur segist finna mikinn mun á sér eftir að mataræðið batnaði, hann sé miklu frískari og þurfi minni svefn. „Ég finn til dæmis alltaf hvað ég verð þungur ef ég borða mikinn sykur og ef ég slæ slöku við í líkamsræktinni hneigist ég til að borða óhollari mat. Það er eins og líkaminn kalli á hollan mat þegar maður hreyfir sig reglulega.“ Uppáhaldsmatur Guðlaugs er annars vegar sushi og hins vegar hreindýrakjöt. „Við erum orðin hálfgerð sushi-„frík“. Þegar við förum til útlanda borðum við helst ekki nema á sushi-stöðum,“ segir hann og verður hálfskömmustulegur. „Ef einhver hefði sagt mér fyrir nokkrum árum að ég yrði húkkaður á hráum fiski hefði ég sagt viðkomandi að leita sér hjálpar. Hinn uppáhaldsmaturinn minn í augnablikinu er hreindýr. Ég fer á hverju ári með pabba á hreindýraveiðar og það er stórkostlegt að eyða nokkrum dögum í félagsskap Hákons Aðalsteinssonar og Stefán Geirs leiðsögumanns, og eltast við hreindýrstarfa um fjöll og firnindi. Það er toppurinn,“ segir Guðlaugur og gefur lesendum uppskrift að dýrindis hreindýrasteik. „Galdurinn við hreindýrið er að elda það með einföldum hætti. Þetta er slíkt gæðakjöt að það þarf enga tilgerð við eldamennskuna.“ Matur Tengdar fréttir Einföld hreindýrasteik Guðlaugur Þór Þórðarson gefur uppskrift að veislumat. 15. apríl 2005 00:01 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
„Já, hún dró þá ályktun eftir þessa máltíð að hún væri betur til þess fallin að elda. Ég skil reyndar ekki alveg af hverju, ég man ekki betur en þetta væri prýðismatur hjá mér,“ segir Guðlaugur og hlær. „Þetta hefur hins vegar þróast þannig að ég tek virkari þátt nú og hef mjög gaman af.“ Guðlaugur segir sinn helsta galla í eldhúsinu hvað hann sé lengi að nostra við matinn. „Ef ég væri með veitingastað tækist mér ekki að þjónusta marga viðskiptavini í einu.“ Eiginkona Guðlaugs er Ágústa Johnson íþróttakennari, sem er mjög meðvituð um mataræði og hreyfingu. Guðlaugur viðurkennir að það hafi haft áhrif á sig. „Hún segist muna þegar ég pantaði mér hamborgara að ég bað alltaf um að græna draslið væri tekið af. Ég geri það ekki lengur.“ Guðlaugur segist finna mikinn mun á sér eftir að mataræðið batnaði, hann sé miklu frískari og þurfi minni svefn. „Ég finn til dæmis alltaf hvað ég verð þungur ef ég borða mikinn sykur og ef ég slæ slöku við í líkamsræktinni hneigist ég til að borða óhollari mat. Það er eins og líkaminn kalli á hollan mat þegar maður hreyfir sig reglulega.“ Uppáhaldsmatur Guðlaugs er annars vegar sushi og hins vegar hreindýrakjöt. „Við erum orðin hálfgerð sushi-„frík“. Þegar við förum til útlanda borðum við helst ekki nema á sushi-stöðum,“ segir hann og verður hálfskömmustulegur. „Ef einhver hefði sagt mér fyrir nokkrum árum að ég yrði húkkaður á hráum fiski hefði ég sagt viðkomandi að leita sér hjálpar. Hinn uppáhaldsmaturinn minn í augnablikinu er hreindýr. Ég fer á hverju ári með pabba á hreindýraveiðar og það er stórkostlegt að eyða nokkrum dögum í félagsskap Hákons Aðalsteinssonar og Stefán Geirs leiðsögumanns, og eltast við hreindýrstarfa um fjöll og firnindi. Það er toppurinn,“ segir Guðlaugur og gefur lesendum uppskrift að dýrindis hreindýrasteik. „Galdurinn við hreindýrið er að elda það með einföldum hætti. Þetta er slíkt gæðakjöt að það þarf enga tilgerð við eldamennskuna.“
Matur Tengdar fréttir Einföld hreindýrasteik Guðlaugur Þór Þórðarson gefur uppskrift að veislumat. 15. apríl 2005 00:01 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira