Snaggaralegur í borgarumferðinni 15. apríl 2005 00:01 Nýr Mercedes-Benz A-Class hefur stækkað talsvert frá fyrirrennaranum. Því er hér á ferðinni afar rúmgóður bíll að innan þótt hann sé nettur á velli. Pláss fyrir ökumann og framsætisfarþega er yfirdrifið og aftur í er líka nóg pláss fyrir fætur fullorðinna þótt framsætin séu í góðri stöðu fyrir þá sem þau verma. Reynsluekið var fimm dyra beinskiptum A150-bíl sem er með 95 hestafla 1.500 vél og reyndist hann einstaklega lipur og skemmtilegur. Hann liggur vel á vegi og í raun er alls engin smábílatilfinning yfir því að aka honum, fyrir utan auðvitað þægindin sem felast í að vera á nettum bíl í innanbæjarakstri. Aflið í bílnum var einnig ágætt. Einn kostur bílsins er hversu hátt er setið í honum. Útsýni verður því gott og stórir gluggar gera það að verkum að birtan er góð í bílnum, jafnvel þótt hann sé ekki með gler í toppnum. Ýmsir hlutir eru til þæginda í bílnum, svo sem stillingar fyrir útvarp í stýri og ágæt geymsluhólf. Eins og gefur að skilja er farangursrýmið ekki mjög stórt í bílnum. Ef aðeins tveir eru á ferð má hins vegar leggja niður aftursætin, sem jafnast þá við gólfhæð, og fá prýðilegt farangursrými. Bíllinn getur því verið ágætur ferðabíll fyrir tvo. Afturhlerinn opnast líka vel, þannig að gott er að ganga um farangursrýmið. Til að auka enn frekar flutningsgetuna má svo leggja fram farþegasætið við hlið bílstjórasætisins. Öryggisbúnaður bílsins er einnig góður. Hann er búinn ESP-stöðugleikastýringu, svo einhvers sé getið, og athygli vekur að við högg framan á bílinn dettur vélin niður í rými undir gólfi bílsins í stað þess að þrýstast inn í bílinn. Þegar nýja A-Class bílnum er ekið finnur maður fyrir því að vera að aka hágæðabíl. Og verðið er auðvitað í hærri kantinum miðað við stærð bílsins en þó alls ekki í skýjunum. Bílar Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Nýr Mercedes-Benz A-Class hefur stækkað talsvert frá fyrirrennaranum. Því er hér á ferðinni afar rúmgóður bíll að innan þótt hann sé nettur á velli. Pláss fyrir ökumann og framsætisfarþega er yfirdrifið og aftur í er líka nóg pláss fyrir fætur fullorðinna þótt framsætin séu í góðri stöðu fyrir þá sem þau verma. Reynsluekið var fimm dyra beinskiptum A150-bíl sem er með 95 hestafla 1.500 vél og reyndist hann einstaklega lipur og skemmtilegur. Hann liggur vel á vegi og í raun er alls engin smábílatilfinning yfir því að aka honum, fyrir utan auðvitað þægindin sem felast í að vera á nettum bíl í innanbæjarakstri. Aflið í bílnum var einnig ágætt. Einn kostur bílsins er hversu hátt er setið í honum. Útsýni verður því gott og stórir gluggar gera það að verkum að birtan er góð í bílnum, jafnvel þótt hann sé ekki með gler í toppnum. Ýmsir hlutir eru til þæginda í bílnum, svo sem stillingar fyrir útvarp í stýri og ágæt geymsluhólf. Eins og gefur að skilja er farangursrýmið ekki mjög stórt í bílnum. Ef aðeins tveir eru á ferð má hins vegar leggja niður aftursætin, sem jafnast þá við gólfhæð, og fá prýðilegt farangursrými. Bíllinn getur því verið ágætur ferðabíll fyrir tvo. Afturhlerinn opnast líka vel, þannig að gott er að ganga um farangursrýmið. Til að auka enn frekar flutningsgetuna má svo leggja fram farþegasætið við hlið bílstjórasætisins. Öryggisbúnaður bílsins er einnig góður. Hann er búinn ESP-stöðugleikastýringu, svo einhvers sé getið, og athygli vekur að við högg framan á bílinn dettur vélin niður í rými undir gólfi bílsins í stað þess að þrýstast inn í bílinn. Þegar nýja A-Class bílnum er ekið finnur maður fyrir því að vera að aka hágæðabíl. Og verðið er auðvitað í hærri kantinum miðað við stærð bílsins en þó alls ekki í skýjunum.
Bílar Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira