Nýjung fyrir jeppaeigendur 15. apríl 2005 00:01 "Það er alltaf að aukast að jeppamenn setji bílana sína á loftpúðafjöðrun og getur þurft nokkuð flókinn útbúnað til að stýra þessu öllu saman," segir Halldór G. Hauksson hjá KT verslun á Akureyri sem býður upp á skemmtilega lausn fyrir jeppana; LCD snertiskjá með stýringum og aflestri. "Þetta er skjár sem er sérstaklega uppsettur fyrir bíla sem eru með loftpúðum. Á skjánum er bæði hægt að stjórna og sjá loftþrýsting í öllum púðunum samtímis og einnig loftkerfinu í bílnum," segir Halldór en skjárinn kemur með öllum skynjurum og lokum sem þarf til að stýra kerfinu. "Upplýsingar er hægt að vista í minni, eins og loftþrýsting í púðunum, og þá er hægt að hafa mismunandi uppsetningar eftir aðstæðum eða hvort mikil hleðsla er á bílnum," segir Halldór og bætir við að að auki sé möguleiki að tengja vídeó eða DVD, leikjatölvu og bakkmyndavél samsíða öllum þessum kerfum. "Hægt er að framkvæma 24 mismunandi aðgerðir þegar loftþrýstingi er breytt í púðunum eins og til dæmis einn púða í einu, bara að framan eða aftan, bara í aðra hliðina, horn í horn og svo framvegis," segir Halldór. Aim-loftstjórnkerfið kemur með LCD-skjá, stjórnboxi, rafmagnssetti, tveimur vídeóinngöngum, þriggja aðgerða fjarstýringu, segulrofum, skynjurum, festingu og fleiru. "Þetta er alveg nýtt fyrir okkur jeppamenn, sem höfum þurft að raða mælum og rofum í mælaborðið til að stýra fjöðruninni, en þetta tekur minna pláss og hefur fleiri möguleika," segir Halldór. Frekari upplýsingar er hægt að fá á vefsíðunni kliptrom.is Bílar Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Það er alltaf að aukast að jeppamenn setji bílana sína á loftpúðafjöðrun og getur þurft nokkuð flókinn útbúnað til að stýra þessu öllu saman," segir Halldór G. Hauksson hjá KT verslun á Akureyri sem býður upp á skemmtilega lausn fyrir jeppana; LCD snertiskjá með stýringum og aflestri. "Þetta er skjár sem er sérstaklega uppsettur fyrir bíla sem eru með loftpúðum. Á skjánum er bæði hægt að stjórna og sjá loftþrýsting í öllum púðunum samtímis og einnig loftkerfinu í bílnum," segir Halldór en skjárinn kemur með öllum skynjurum og lokum sem þarf til að stýra kerfinu. "Upplýsingar er hægt að vista í minni, eins og loftþrýsting í púðunum, og þá er hægt að hafa mismunandi uppsetningar eftir aðstæðum eða hvort mikil hleðsla er á bílnum," segir Halldór og bætir við að að auki sé möguleiki að tengja vídeó eða DVD, leikjatölvu og bakkmyndavél samsíða öllum þessum kerfum. "Hægt er að framkvæma 24 mismunandi aðgerðir þegar loftþrýstingi er breytt í púðunum eins og til dæmis einn púða í einu, bara að framan eða aftan, bara í aðra hliðina, horn í horn og svo framvegis," segir Halldór. Aim-loftstjórnkerfið kemur með LCD-skjá, stjórnboxi, rafmagnssetti, tveimur vídeóinngöngum, þriggja aðgerða fjarstýringu, segulrofum, skynjurum, festingu og fleiru. "Þetta er alveg nýtt fyrir okkur jeppamenn, sem höfum þurft að raða mælum og rofum í mælaborðið til að stýra fjöðruninni, en þetta tekur minna pláss og hefur fleiri möguleika," segir Halldór. Frekari upplýsingar er hægt að fá á vefsíðunni kliptrom.is
Bílar Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira