Gúrkur á marga vegu: Gúrkusalat með fetaosti og rúsínum 22. apríl 2005 00:01 Gúrkur hafa verið ræktaðar til matar um þúsundir ára og hér á Íslandi hófst ræktun þeirra snemma á síðustu öld. Þrátt fyrir það hefur ekki ríkt mikil fjölbreytni í matreiðslu á gúrkum. Þær hafa aðallega verið notaðar á brauð eða með mat, í hefðbundin salöt og svo súrsaðar. En það er hægt að gera margt fleira við gúrkur. Í heitari löndum eru þær oft maukaðar eða rifnar og blandað saman við jógúrt ásamt kryddjurtum og gerðar úr þeim kaldar súpur, sósur og ídýfur. Einnig má nota þær í svaladrykki. Gúrkur eru líka víða notaðar í heita rétti sem eru þá gjarna snöggsteiktir. Gúrkusalöt geta verið margvísleg. Í Norður-Evrópu eru þau með ediki og dilli, Miðjarðarhafssalöt eru með ólífuolíu og mintu eða óreganó, líbönsk með sítrónusafa, ólífum og timjani, írönsk með jógúrt og spínati, norður-afrísk með hvítlauk og chili, indversk með karríkryddum, mexíkósk með lárperu, chili og kóríanderlaufi, karabísk með ananas og chili, og áfram mætti telja. Skera má gúrku í bita, sneiðar (beint eða á ská), gorma, stauta, teninga, rífa þær gróft eða fínt, pressa úr þeim safa eða láta þær halda öllum safanum. Þær geta verið aðalhráefnið í salatinu eða með öðru og salatið getur verið léttur aðalréttur eða meðlæti. Gúrkusalöt eru oft bæði holl og hitaeiningasnauð.Gúrkusalat með fetaosti og rúsínum Létt og einfalt salat sem flestir ættu að kunna að meta. Það má sleppa rúsínunum og nota í staðinn smátt saxað epli eða rifnar gulrætur.1 íslensk gúrka, lítil1/2 rauðlaukur125 g fetaostur í kryddlegi3 msk. rúsínur, gjarna ljósar1 msk. vínedik2 msk. ólífuolía1/2 tsk. hunang eða sykurnýmalaður piparsalt Salat Uppskriftir Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið
Gúrkur hafa verið ræktaðar til matar um þúsundir ára og hér á Íslandi hófst ræktun þeirra snemma á síðustu öld. Þrátt fyrir það hefur ekki ríkt mikil fjölbreytni í matreiðslu á gúrkum. Þær hafa aðallega verið notaðar á brauð eða með mat, í hefðbundin salöt og svo súrsaðar. En það er hægt að gera margt fleira við gúrkur. Í heitari löndum eru þær oft maukaðar eða rifnar og blandað saman við jógúrt ásamt kryddjurtum og gerðar úr þeim kaldar súpur, sósur og ídýfur. Einnig má nota þær í svaladrykki. Gúrkur eru líka víða notaðar í heita rétti sem eru þá gjarna snöggsteiktir. Gúrkusalöt geta verið margvísleg. Í Norður-Evrópu eru þau með ediki og dilli, Miðjarðarhafssalöt eru með ólífuolíu og mintu eða óreganó, líbönsk með sítrónusafa, ólífum og timjani, írönsk með jógúrt og spínati, norður-afrísk með hvítlauk og chili, indversk með karríkryddum, mexíkósk með lárperu, chili og kóríanderlaufi, karabísk með ananas og chili, og áfram mætti telja. Skera má gúrku í bita, sneiðar (beint eða á ská), gorma, stauta, teninga, rífa þær gróft eða fínt, pressa úr þeim safa eða láta þær halda öllum safanum. Þær geta verið aðalhráefnið í salatinu eða með öðru og salatið getur verið léttur aðalréttur eða meðlæti. Gúrkusalöt eru oft bæði holl og hitaeiningasnauð.Gúrkusalat með fetaosti og rúsínum Létt og einfalt salat sem flestir ættu að kunna að meta. Það má sleppa rúsínunum og nota í staðinn smátt saxað epli eða rifnar gulrætur.1 íslensk gúrka, lítil1/2 rauðlaukur125 g fetaostur í kryddlegi3 msk. rúsínur, gjarna ljósar1 msk. vínedik2 msk. ólífuolía1/2 tsk. hunang eða sykurnýmalaður piparsalt
Salat Uppskriftir Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið