Friður í Fram 22. apríl 2005 00:01 Stjórn handknattleiksdeildar Fram boðaði þá leikmenn og þjálfara Fram sem skrifuðu undir yfirlýsingu til stuðnings brottreknum þjálfara félagsins, Heimi Ríkarðssyni, á fund sinn í gær í þeirri von að lægja óánægjuöldurnar. Sættir virðast hafa náðst á milli leikmanna og stjórnar eftir fundinn sem var víst ekki án átaka.Eftir fundinn í gær gáfu stjórn handknattleiksdeildar og leikmenn frá sér sameiginlega yfirlýsingu á heimasíðu félagsins þar sem stríðsöxin er grafin."Stjórn handknattleiksdeildar FRAM og leikmenn liðsins hafa ákveðið að leggja til hliðar þann ágreining sem uppi hefur verið síðustu daga og ætla með sameiginlegu átaki að hefja liðið til vegs og virðingar á nýjan leik. Báðir aðilar þakka Heimi Ríkarðssyni fyrir frábært starf á undanförnum árum og óska honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni. Jafnframt er Guðmundur Guðmundsson boðinn velkominn til starfa hjá félaginu." Svo mörg voru þau orð.Yfirlýsing leikmanna og þjálfara, þar sem einnig kemur fram gagnrýni á stjórnina, sem birt var á heimasíðu Fram á fimmtudag var tekin út skömmu síðar að beiðni formanns félagsins, Guðmundar B. Ólafssonar. "Svona yfirlýsing á ekkert heima á okkar heimasíðu. Heimasíðan okkar er fréttasíða og þar kemur fram sé á döfinni og hvað Framarar séu að gera," sagði Guðmundur við Fréttablaðið í gær. Miðað við þessi orð Guðmundar er einkennilegt að nýjasta yfirlýsingin hafi verið birt á heimasíðu félagsins í gærkvöld. Fréttablaðið hafði samband við Kjartan Ragnarsson, formann handknattleiksdeildar Fram, sem staddur er í London, vegna málsins í gær en hann kaus að tjá sig ekki. Íslenski handboltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Sjá meira
Stjórn handknattleiksdeildar Fram boðaði þá leikmenn og þjálfara Fram sem skrifuðu undir yfirlýsingu til stuðnings brottreknum þjálfara félagsins, Heimi Ríkarðssyni, á fund sinn í gær í þeirri von að lægja óánægjuöldurnar. Sættir virðast hafa náðst á milli leikmanna og stjórnar eftir fundinn sem var víst ekki án átaka.Eftir fundinn í gær gáfu stjórn handknattleiksdeildar og leikmenn frá sér sameiginlega yfirlýsingu á heimasíðu félagsins þar sem stríðsöxin er grafin."Stjórn handknattleiksdeildar FRAM og leikmenn liðsins hafa ákveðið að leggja til hliðar þann ágreining sem uppi hefur verið síðustu daga og ætla með sameiginlegu átaki að hefja liðið til vegs og virðingar á nýjan leik. Báðir aðilar þakka Heimi Ríkarðssyni fyrir frábært starf á undanförnum árum og óska honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni. Jafnframt er Guðmundur Guðmundsson boðinn velkominn til starfa hjá félaginu." Svo mörg voru þau orð.Yfirlýsing leikmanna og þjálfara, þar sem einnig kemur fram gagnrýni á stjórnina, sem birt var á heimasíðu Fram á fimmtudag var tekin út skömmu síðar að beiðni formanns félagsins, Guðmundar B. Ólafssonar. "Svona yfirlýsing á ekkert heima á okkar heimasíðu. Heimasíðan okkar er fréttasíða og þar kemur fram sé á döfinni og hvað Framarar séu að gera," sagði Guðmundur við Fréttablaðið í gær. Miðað við þessi orð Guðmundar er einkennilegt að nýjasta yfirlýsingin hafi verið birt á heimasíðu félagsins í gærkvöld. Fréttablaðið hafði samband við Kjartan Ragnarsson, formann handknattleiksdeildar Fram, sem staddur er í London, vegna málsins í gær en hann kaus að tjá sig ekki.
Íslenski handboltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Sjá meira