Sushi - því oftar því betra 6. maí 2005 00:01 "Ég er alin upp við venjulegan íslenskan heimilismat og borða yfirleitt frekar hollan mat. Bæði hef ég vanist því og svo finnst mér það betra," segir Gunnhildur . Það besta sem Gunnhildur fær er þó sushi, en hún er hvergi smeyk við að smakka nýjan og framandi mat. "Ég prófaði sushi fyrst fyrir fimm árum og fannst það strax ofboðslega gott. Og ekki nóg með það, sushi verður alltaf betra og betra eftir því sem maður borðar það oftar." Hún segist aðspurð oftast fara út að borða þegar hana langar í sushi. "Ég á samt allt í það og get auðveldlega útbúið það heima " Þrátt fyrir að ekki örli á matvendni í Gunnhildi er til sá matur sem hún borðar ekki. "Mér finnst súrmatur ógeðslegur og kem honum ekki inn fyrir mínar varir. Ég get hins vegar alveg tekið þátt í þorrablótum," segir hún hlæjandi. Þá fæ ég mér bara hangikjöt og flatkökur og svið finnst mér fín. Það er mikilvægt að viðo höldum í okkar séríslensku hefðir og sem betur fer er alltaf fólk sem finnst þetta gott." Gunnhildur er nýtekin við Djúpu lauginni á Skjá einum ásamt Helga Þór Arasyni, en nú þegar hafa verið sýndir þrír þættir. "Þetta er ofboðslega gaman og umsóknum rignir inn. Við erum nú þegar með á fimmta hundrað umsóknir. Það er auðvitað mest ungt fólk en alveg upp í fimmtugt og við stefnum að því að hafa fjölberytnina sem mesta í þáttunum." Hún segist vera orðin þokkalega róleg fyrir framan myndavélarnar, en auðvitað taki tíma að verða verulega góður. Matur Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
"Ég er alin upp við venjulegan íslenskan heimilismat og borða yfirleitt frekar hollan mat. Bæði hef ég vanist því og svo finnst mér það betra," segir Gunnhildur . Það besta sem Gunnhildur fær er þó sushi, en hún er hvergi smeyk við að smakka nýjan og framandi mat. "Ég prófaði sushi fyrst fyrir fimm árum og fannst það strax ofboðslega gott. Og ekki nóg með það, sushi verður alltaf betra og betra eftir því sem maður borðar það oftar." Hún segist aðspurð oftast fara út að borða þegar hana langar í sushi. "Ég á samt allt í það og get auðveldlega útbúið það heima " Þrátt fyrir að ekki örli á matvendni í Gunnhildi er til sá matur sem hún borðar ekki. "Mér finnst súrmatur ógeðslegur og kem honum ekki inn fyrir mínar varir. Ég get hins vegar alveg tekið þátt í þorrablótum," segir hún hlæjandi. Þá fæ ég mér bara hangikjöt og flatkökur og svið finnst mér fín. Það er mikilvægt að viðo höldum í okkar séríslensku hefðir og sem betur fer er alltaf fólk sem finnst þetta gott." Gunnhildur er nýtekin við Djúpu lauginni á Skjá einum ásamt Helga Þór Arasyni, en nú þegar hafa verið sýndir þrír þættir. "Þetta er ofboðslega gaman og umsóknum rignir inn. Við erum nú þegar með á fimmta hundrað umsóknir. Það er auðvitað mest ungt fólk en alveg upp í fimmtugt og við stefnum að því að hafa fjölberytnina sem mesta í þáttunum." Hún segist vera orðin þokkalega róleg fyrir framan myndavélarnar, en auðvitað taki tíma að verða verulega góður.
Matur Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira