Eurovision 2005 - Dagur 2 - Ensk íslenskir blaðamenn í Kiev Pjetur Sigurðsson skrifar 12. maí 2005 00:01 Vakna og framúr og demba sér í Eurovision höllina. Það er ekki laust við að maður hafi orðið fyrir dálitlum vonbrigðum, því mér fannst ekki sérlega mikið til hennar koma. Ósköp venjulegt körfuboltahús, svona kannski í stærri kantinum, en engu stærra en Laugardalshöllin. Jú viti menn við getum alveg haldið keppni sem þessa. Að vísu sögðu mér enskir söngvakeppna aðdáendur, sem reyndar kalla sig blaðamenn og það fyrir Íslands hönd og eru merktir sem slíkir, að höll þessi væri sú minnsta hingað til. Þessir ágætu herramenn er einlægir aðdáendur Selmu og bera út drottins orð í þeim málum. Ég hlustaði á tvö lög á æfingu, það austuríska og lagið frá Litháen og fór síðan strax á blaðamannafund með austurísku keppendunum. Smám saman er ég komast að því, sem eflaust allir aðrir blaðamenn sem hafa farið á keppni þessa, að það eru kannski ekki margir raunverulegir blaðamenn, þó að þeir séu með blaðamannaskírteini. Blaðamennirnir sem voru á austuríska fundinum voru í raun ekkert annað en aðdáendur flytjandans, eða keppninnar sem slíkrar. Austurríkismennirnir tóku lagið á fundinum og ætlaði lýðurinn í salnum að tryllast af fögnuðu þó lagið væri ekki merkilegt. Þetta voru blaðamennirnir. Ég ætla ekki að tryllast á blaðamannafundinum með Selmu sem verður síðar í dag, þó maður haldi að sjálfsögðu með henni. Íslenski keppendahópurinn hefur notað daginn til að hvílast, en fyrsta æfingin fer fram kl. 13.50 að íslenskum tíma Þar til næst Kveðja frá Kiev, eða Kænugarði©Pjetur Eurovision Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Vakna og framúr og demba sér í Eurovision höllina. Það er ekki laust við að maður hafi orðið fyrir dálitlum vonbrigðum, því mér fannst ekki sérlega mikið til hennar koma. Ósköp venjulegt körfuboltahús, svona kannski í stærri kantinum, en engu stærra en Laugardalshöllin. Jú viti menn við getum alveg haldið keppni sem þessa. Að vísu sögðu mér enskir söngvakeppna aðdáendur, sem reyndar kalla sig blaðamenn og það fyrir Íslands hönd og eru merktir sem slíkir, að höll þessi væri sú minnsta hingað til. Þessir ágætu herramenn er einlægir aðdáendur Selmu og bera út drottins orð í þeim málum. Ég hlustaði á tvö lög á æfingu, það austuríska og lagið frá Litháen og fór síðan strax á blaðamannafund með austurísku keppendunum. Smám saman er ég komast að því, sem eflaust allir aðrir blaðamenn sem hafa farið á keppni þessa, að það eru kannski ekki margir raunverulegir blaðamenn, þó að þeir séu með blaðamannaskírteini. Blaðamennirnir sem voru á austuríska fundinum voru í raun ekkert annað en aðdáendur flytjandans, eða keppninnar sem slíkrar. Austurríkismennirnir tóku lagið á fundinum og ætlaði lýðurinn í salnum að tryllast af fögnuðu þó lagið væri ekki merkilegt. Þetta voru blaðamennirnir. Ég ætla ekki að tryllast á blaðamannafundinum með Selmu sem verður síðar í dag, þó maður haldi að sjálfsögðu með henni. Íslenski keppendahópurinn hefur notað daginn til að hvílast, en fyrsta æfingin fer fram kl. 13.50 að íslenskum tíma Þar til næst Kveðja frá Kiev, eða Kænugarði©Pjetur
Eurovision Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira