Eurovision

Eurovision

Fréttir af framlagi Íslendinga og annarra þjóða í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Fréttamynd

RÚV hættir við Söngvakeppnina

RÚV hefur ákveðið að hætta við að halda Söngvakeppnina 2026 í ljósi þess að forsendurnar sem lagt var upp með, að sigurlagið yrði framlag Íslands í Eurovision, séu brostnar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun hvort og þá hvenær einhverskonar önnur söngvakeppni verður haldin í staðinn.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Enn ó­víst hvað verður um Söngvakeppnina

Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort Söngvakeppnin verður haldin eftir að framkvæmdastjórn Ríkisútvarpsins tók ákvörðun um að Ísland verði ekki með í Eurovision í vor. Dagskrárstjóri Rúv segir málið í vinnslu og að það muni skýrast á næstunni hvort og þá á hvaða forsendum Söngvakeppni sjónvarpsins verði haldin.

Lífið
Fréttamynd

Sigur­vegari Euro­vision skilar bikarnum

Sigurvegari Eurovision 2024, söngvarinn Nemo frá Sviss, hefur ákveðið að skila bikarnum. Þetta tilkynnir hán í færslu á Instagram og segir ástæðuna vera áframhaldandi þátttöku Ísrael í keppninni.

Lífið
Fréttamynd

Fram­kvæmda­stjóri Euro­vision bregst við á­kvörðun Ís­lands

Framkvæmdastjóri Eurovision segist virða ákvörðun Íslands og hinna ríkjanna fjögurra sem hafa ákveðið að taka ekki þátt í keppninni á næsta ári. Í bréfi til aðdáenda beinir hann orðum sínum meðal annars sérstaklega til íslenskra aðdáenda. Þá heitir hann því persónulega að tryggt verði að allar þátttökuþjóðir fylgi reglum keppninnar.

Lífið
Fréttamynd

Ljóst að ein­hverjir dragi lög sín til baka

Útvarpsstjóri segir ljóst að einhverjir lagahöfundar muni draga framlög sín til baka úr Söngvakeppni sjónvarpsins í ljósi þess að Ísland verður ekki með Eurovision. Ákvörðun Íslands setji þrýsting á önnur Norðurlönd sem hann telur þó ólíklegt að hætti við þátttöku. 

Innlent
Fréttamynd

Lands­menn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“

Ísland verður ekki með í Eurovision í Austurríki á næsta ári. Framkvæmdastjórn Ríkissjónvarpsins tók ákvörðun um það í gær og tilkynnti stjórn félagsins í dag. Það var ekki einhugur um ákvörðunina í stjórninni en landsmenn eru sáttir ef marka má slembiúrtak fréttastofunnar.

Innlent
Fréttamynd

Ís­land verður ekki með í Euro­vision

Ísland verður ekki með í Eurovision á næsta ári. Þetta tilkynntu stjórnarformaður Rúv og útvarpsstjóri að loknum fundi stjórnar Ríkisútvarpsins. Útvarpsstjóri sagðist hafa tekið ákvörðun um þetta og tilkynnt stjórninni í dag sem ætlaði sér að leggja fram tillögu sama efnis.

Innlent
Fréttamynd

„Ég nenni ekki að hlusta á 7. októ­ber rökstuðninginn enn og aftur“

Stjórn Ríkisútvarpsins tekur ákvörðun á stjórnarfundi á fundi sínum sem hefst klukkan 15 hvort Ísland muni draga sig úr keppni í ár. Boðað hefur verið til samstöðufundar við RÚV klukkan hálf þrjú þar sem stjórn stofnunarinnar er hvött til að sniðganga Eurovision. Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður, hvetur stjórnina til að taka ekki þátt. 

Lífið
Fréttamynd

Telur rétt að snið­ganga Euro­vision

Menningarmálaráðherra telur rétt að sniðganga Euróvisjón í ljósi þess að ákveðið hafi verið að leyfa Ísraelum að taka þátt. Það sé hins vegar ekki ráðherra að ákveða hvaða leið verði farin heldur stjórnar Ríkisútvarpsins.

Innlent
Fréttamynd

Ís­land úr Euro­vision 2026

Mögnuð frammistaða Silvíu Nætur í Aþenu er fyrsta minningin mín af Eurovision. Tónlistarkeppnin var heilög hefð á mínu heimili og með hverju árinu þráði ég íslenskan sigur heitar. Í þriðja bekk tókum ég og bekkjarsystur mínar nokkrum sinnum sigurlagið Fairytale á grasbletti í frímínútum, þar sem ég steig inn í hlutverk Alexanders Rybak. Í fyrsta sinn sem ég fylgdist ekki með keppninni, sniðgekk hana réttara sagt, var þegar Hatari fór til Ísraels.

Skoðun
Fréttamynd

Gleði­bankinn er tómur

Við sem hér pikkum grein á lyklaborðið erum af þeirri kynslóð sem þrýsti tveimur ungum fingrum í einu á Play og Rec til þess að ná Júróvisjónlögunum á kasettu.

Skoðun
Fréttamynd

Björk beinir skila­boðum til stjórnar RÚV

Tvísýnt er hvaða ákvörðun stjórn RÚV mun taka um þátttöku Íslands í Eurovision á fundi sínum næsta miðvikudag. Björk Guðmundsdóttir tekur undir með Páli Óskari Hjálmtýssyni og skorar á stjórn RÚV að draga sig úr keppninni á næsta ári.

Lífið
Fréttamynd

„RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“

Stjórn Ríkisútvarpsins liggur nú undir feldi vegna þátttöku Íslands í Eurovision eftir að ákveðið var í gær að leyfa Ísraelum að taka þátt. Fjögur lönd hafa þegar tilkynnt að þau muni draga sig úr keppni. Páll Óskar Hjálmtýsson skorar á stjórnina að segja Ísland úr keppni.

Lífið
Fréttamynd

Ísraelar fá að vera með í Euro­vision

Fulltrúar evrópska sjónvarpsstöðva samþykktu í dag að leyfa Ísraelum að taka þátt í Eurovision í Vínarborg í Austurríki. Mikill meirihluti samþykkti nýjar reglur um söngvakeppnina en þær breytingar fólu í sér þátttöku Ísraela.

Tónlist
Fréttamynd

Ör­lög Ísrael í Euro­vision ráðast á aðal­fundi sem hefst í dag

Við Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, blasir barátta fyrir framtíð keppninnar á fundi sem markar „vatnaskil“ sem hefst í Genf í Sviss í dag. Svo er því lýst í umfjöllun BBC í dag en viðbúið er að örlög Ísrael í keppninni verði ráðin á fundinum. Ísland er meðal þeirra ríkja sem hefur sett fyrirvara um þátttöku í keppninni þar til fyrir liggur niðurstaða um hvað skal gera vegna Ísrael.

Lífið
Fréttamynd

„Skref í rétta átt“ en ekki út­séð um þátt­töku Ís­lands

Breytingar á reglum um atkvæðagreiðslu í Eurovision og kynningu laga eru skref í rétta átt en enn hefur engin ákvörðun verið tekin um það hvort Ísland muni taka þátt eða ekki í keppninni á næsta ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum útvarpsstjóra til fréttastofu en Ísland hefur til 10. desember til að tilkynna af eða á um þátttöku.

Lífið
Fréttamynd

Breyta reglum um at­kvæða­greiðslu og kynningu laga í Euro­vision

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur kynnt ýmsar nýjar reglur um atkvæðagreiðslu og kynningu laga sem taka þátt í Eurovision sem eiga að tryggja hlutleysi. Reglurnar verða ræddar á fundi þátttökuþjóða í desember og eru viðbragð við áhyggjum margra þjóða af afskiptum Ísraela af atkvæðagreiðslu í fyrra. 

Lífið