Eurovision 2005 - Dagur 2 framhald Pjetur Sigurðsson skrifar 13. október 2005 19:12 Fyrsta æfing Selmu var í dag og að sjálfsögðu var strunsað á hana. Á meðan ég beið hlýddi ég á tvö lög, lagið frá Hvíta Rússlandi, sem við þurfum væntanlega ekki að hafa miklar áhyggjur af og síðan hollenska lagið, þar sem kveður við annan tón. Þar er á ferðinni söngkona sem minnir dálítið á fyrrum tengdadóttur Íslands, Mel B og er mikill American Idol bragur á lagi og flutningi. Á örugglega eftir að ná langt. Síðan var komið að Selmu. Ljósin voru ekki klár og þá virtist Selma hikandi í fyrstu, en síðan rúlluði hún þessu upp ásamt glæsilegu dansliði sínu. Hún fór þrívegis í gegnum lagið. Síðan tók við einn sérkennilegasti blaðamannafundur sem ég hef orðið vitni af. Áður en fundur Selmu hófst dreifði einn starfsmaður bolum, sem ég kom nú aldrei auga á, en það var ekki að sökum að spyrja þegar bolirnir voru dregnir upp þá hentu á bilinu 50-60 blaðamenn sér á þá eins og þar væri á ferðinni síðasti matarbitinn. Það var þó ekki aðeins það sem var sérkennilegt, því eftir hvern blaðamannafund gefst þeim kostur á að stilla sér upp með hverjum keppanda fyrir sig og láta taka myndir af sér með þeim. Það vakti einnig athygli að bæði þeir blaðamenn sem spurðu og þeir sem gerðu það ekki, hvorki skrifuðu niður hjá sér né tóku upp. Ég sá aðeins tvo, mig sjálfan og Guðrúnu Gunnarsdóttur fréttamann Ríkisútvarpsins. Maður spyr sig; hvað eru þessir menn að gera þarna. Safna myndum, áritunum og að geta sagt að viðkomandi hafi farið á tíu Euróvision keppnir í röð? Ég bara spyr. Kannski er þetta allt í lagi og er það eflaust, en maður verður svolítið hissa.Eins og einn vinur minn segir. Hætta þessu væli og taka höggið.Nú tekur við eitthvað Euróvision party, enn eitt höggið. Niðurstaða dagsins; Selma stóð sig frábærlega á sviðinu á æfingunni, sem og á blaðamannafundinum. Góður dagur hjá Selmu. Á morgun dagur 3. Sæl að sinni Kveðja frá Kænugarði Pjetur Ps. Sit og hlusta á norska lagið og nú er ég alveg hættur að botna í þessu öllu saman©Pjetur Eurovision Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Fleiri fréttir „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Sjá meira
Fyrsta æfing Selmu var í dag og að sjálfsögðu var strunsað á hana. Á meðan ég beið hlýddi ég á tvö lög, lagið frá Hvíta Rússlandi, sem við þurfum væntanlega ekki að hafa miklar áhyggjur af og síðan hollenska lagið, þar sem kveður við annan tón. Þar er á ferðinni söngkona sem minnir dálítið á fyrrum tengdadóttur Íslands, Mel B og er mikill American Idol bragur á lagi og flutningi. Á örugglega eftir að ná langt. Síðan var komið að Selmu. Ljósin voru ekki klár og þá virtist Selma hikandi í fyrstu, en síðan rúlluði hún þessu upp ásamt glæsilegu dansliði sínu. Hún fór þrívegis í gegnum lagið. Síðan tók við einn sérkennilegasti blaðamannafundur sem ég hef orðið vitni af. Áður en fundur Selmu hófst dreifði einn starfsmaður bolum, sem ég kom nú aldrei auga á, en það var ekki að sökum að spyrja þegar bolirnir voru dregnir upp þá hentu á bilinu 50-60 blaðamenn sér á þá eins og þar væri á ferðinni síðasti matarbitinn. Það var þó ekki aðeins það sem var sérkennilegt, því eftir hvern blaðamannafund gefst þeim kostur á að stilla sér upp með hverjum keppanda fyrir sig og láta taka myndir af sér með þeim. Það vakti einnig athygli að bæði þeir blaðamenn sem spurðu og þeir sem gerðu það ekki, hvorki skrifuðu niður hjá sér né tóku upp. Ég sá aðeins tvo, mig sjálfan og Guðrúnu Gunnarsdóttur fréttamann Ríkisútvarpsins. Maður spyr sig; hvað eru þessir menn að gera þarna. Safna myndum, áritunum og að geta sagt að viðkomandi hafi farið á tíu Euróvision keppnir í röð? Ég bara spyr. Kannski er þetta allt í lagi og er það eflaust, en maður verður svolítið hissa.Eins og einn vinur minn segir. Hætta þessu væli og taka höggið.Nú tekur við eitthvað Euróvision party, enn eitt höggið. Niðurstaða dagsins; Selma stóð sig frábærlega á sviðinu á æfingunni, sem og á blaðamannafundinum. Góður dagur hjá Selmu. Á morgun dagur 3. Sæl að sinni Kveðja frá Kænugarði Pjetur Ps. Sit og hlusta á norska lagið og nú er ég alveg hættur að botna í þessu öllu saman©Pjetur
Eurovision Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Fleiri fréttir „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Sjá meira