Eurovision 2005 - Dagur 3 - Rólegur dagur Pjetur Sigurðsson skrifar 13. október 2005 19:12 Nú er sólin farin að skína í Kænugarði. Það var ekki stór dagskráin hjá íslensku keppendunum í dag, en í gærkvöldi kíkti hópurinn í opinberan Euroklúbb og skemmti sér konunglega. Það var engin dagskrá í dag, en ég veit þó til þess að Selma vann hörðum höndum við að lagfæra ákveðna hluti sem ekki þóttu nógu vel fara í gær. Eitthvað var hljóðið að stríða henni, en hún var með hljóðnema sem var hengdur á höfuð henni þannig að hendur voru frjálsar, en hljóðið í honum var ekki nægilega gott. Það stendur því til að reyna að breyta því á þann hátt að hún haldi á hefðbundnum hljóðnema sem setur talsvert strik í reikninginn, enda dansatriðið tápmikið þar sem hendur eru mikið notaðar. Gaman að sjá á æfingu á morgun hvernig þetta tekst. Ég eyddi mestum hluta dagsins í að skoða mig um í miðbænum, sem er afar skemmtilegur og fallegur. Það var ýmislegt í borgarlífinu sem vakti athygli mina. Í fyrsta lagi voru það menn með hin ýmsu lifandi dýr föst við sig og buðu fólki að láta taka myndir af sér með þeim. Í annan stað rakst ég á þó nokkra lifandi símaklefa. Það eru menn með farsíma fasta við sig með bandi og bjóða vegfarendum að hringja gegn vægu gjaldi og voru allmargir sem nýttu sér þessa þjónustu. Vegna tungumálaörðugleika komst ég ekki að því hvað herlegheitin kostuðu. Í þriðja lagi eru það neðanjarðarverslunarkjarnar, sem tengjast neðanjarðarlestarkerfinu og eru nokkurra kílómetra langir og nokkuð mjóir og minna helst á katakombur eða eitthvað slíkt. Þarna er að finna allt milli himsins og jarðar, allt frá bílum, niður í snyrtivörur. Ekki veit ég af hverju þetta er neðanjarðar, en það gæti verið vegna plássleysis í miðborginni, eða hreinlega vegna þess að á veturna eru hér miklir kuldar. Hvað um það en þarna fékk orðið neðanjarðarhagkerfi, sem stundum er nefnt við austantjaldslöndin gömlu, glænýja merkingu í mínum huga. Það fjórða þori ég vart að nefna, en það eru drykkjuvenjur hér í borg. Þegar ég kem út úr íbúðinni minni á milli 8-9 á morgnana (5-6 að íslenskum tíma), er mjög algengt að mæta fólki með bjórflöskur í hendi, á virkum dögum og það snemma á morgnana. Svona gengur þetta allan daginn, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Mér þykir bjór góður og er ekki tepra í þessum málum, en þetta er í harðari kantinum. Dagur þrjú að kveldi kominn og rétt að fara að finna sér einhvern stað að borða á. Það getur þó stundum verið svolítið erfitt því það er enga ensku að sjá á skiltum eða matseðlum og þá meina ég hvergi. Svo ekki sé talað um enska tungu, hún er ekki hér. En hvað um þetta er gott í dag frá Kiev Kveð með virktum Pjetur Sigurðsson Eurovision Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Nú er sólin farin að skína í Kænugarði. Það var ekki stór dagskráin hjá íslensku keppendunum í dag, en í gærkvöldi kíkti hópurinn í opinberan Euroklúbb og skemmti sér konunglega. Það var engin dagskrá í dag, en ég veit þó til þess að Selma vann hörðum höndum við að lagfæra ákveðna hluti sem ekki þóttu nógu vel fara í gær. Eitthvað var hljóðið að stríða henni, en hún var með hljóðnema sem var hengdur á höfuð henni þannig að hendur voru frjálsar, en hljóðið í honum var ekki nægilega gott. Það stendur því til að reyna að breyta því á þann hátt að hún haldi á hefðbundnum hljóðnema sem setur talsvert strik í reikninginn, enda dansatriðið tápmikið þar sem hendur eru mikið notaðar. Gaman að sjá á æfingu á morgun hvernig þetta tekst. Ég eyddi mestum hluta dagsins í að skoða mig um í miðbænum, sem er afar skemmtilegur og fallegur. Það var ýmislegt í borgarlífinu sem vakti athygli mina. Í fyrsta lagi voru það menn með hin ýmsu lifandi dýr föst við sig og buðu fólki að láta taka myndir af sér með þeim. Í annan stað rakst ég á þó nokkra lifandi símaklefa. Það eru menn með farsíma fasta við sig með bandi og bjóða vegfarendum að hringja gegn vægu gjaldi og voru allmargir sem nýttu sér þessa þjónustu. Vegna tungumálaörðugleika komst ég ekki að því hvað herlegheitin kostuðu. Í þriðja lagi eru það neðanjarðarverslunarkjarnar, sem tengjast neðanjarðarlestarkerfinu og eru nokkurra kílómetra langir og nokkuð mjóir og minna helst á katakombur eða eitthvað slíkt. Þarna er að finna allt milli himsins og jarðar, allt frá bílum, niður í snyrtivörur. Ekki veit ég af hverju þetta er neðanjarðar, en það gæti verið vegna plássleysis í miðborginni, eða hreinlega vegna þess að á veturna eru hér miklir kuldar. Hvað um það en þarna fékk orðið neðanjarðarhagkerfi, sem stundum er nefnt við austantjaldslöndin gömlu, glænýja merkingu í mínum huga. Það fjórða þori ég vart að nefna, en það eru drykkjuvenjur hér í borg. Þegar ég kem út úr íbúðinni minni á milli 8-9 á morgnana (5-6 að íslenskum tíma), er mjög algengt að mæta fólki með bjórflöskur í hendi, á virkum dögum og það snemma á morgnana. Svona gengur þetta allan daginn, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Mér þykir bjór góður og er ekki tepra í þessum málum, en þetta er í harðari kantinum. Dagur þrjú að kveldi kominn og rétt að fara að finna sér einhvern stað að borða á. Það getur þó stundum verið svolítið erfitt því það er enga ensku að sjá á skiltum eða matseðlum og þá meina ég hvergi. Svo ekki sé talað um enska tungu, hún er ekki hér. En hvað um þetta er gott í dag frá Kiev Kveð með virktum Pjetur Sigurðsson
Eurovision Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira