Eurovision 2005 - Dagur 7 - Víkingapartý Pjetur Sigurðsson skrifar 18. maí 2005 00:01 Norðurlandaþjóðirnar og sú írska héldu svokallað víkingapartý fyrir valda blaðamenn og verð ég að segja að það tókst nokkuð vel. Þar var boðið uppá hefðbundnar veitingar auk þess sem flytjendur allra þessara landa tóku lagið í það minnsta tvívegis. Selma og Regína, auk bakkradda, tóku að sjálfsögðu "All out of luck" við dynjandi lófaklapp og að því loknu sungu þær íslenska Eurovisionlagið "If I had your love" með spænsku ívafi. Þær gerðu þetta einstaklega vel eins og reyndar það sem þær hafa komið nálægt hér. Það var gaman að heyra að norski forsöngvarinn er afskaplega ánægður með hana Selmu okkar og lagið hennar og hann sagði mér að hann óskaði þess svo sannarlega að hún fylgdi honum í úrslitakeppnina, en það væri þó erfitt að segja. Í lokin tóku allir flytjendur norðurlandanna La det swinge sem norska sveitin Bobbysocks gerðu frægt hér um árið, en þetta var gert í tilefni af þjóðhátíðardegi Norðmanna sem ku vera þann 17. maí. Spennan er að magnast hér í borg og maður finnur aðeins fyrir því hjá íslenska hópnum. Mannskapurinn er eðli samkvæmt að velta fyrir sér möguleikunum á að komast áfram og ég held að menn undirbúi sig vel og geri ávalt ráð fyrir þeim möguleika á að við komumst ekki áfram. Hópurinn er þó fullur sjálfstraust. En við sjáum til, það getur allt gerst. Ég ætla ekki að tala mikið um Angelicu, en minna á að folk má alls ekki kjósa hana. Munið það, en þó ætla ég að minnast á eitt. Ég hafði reyndar tekið eftir því að í innlendum sjónvarpstöðvum hef ég aðeins rekist á eitt Eurovisionlag spilað og hvaða lag skyldi það vera. Jú, lagið hennar Angelicu. Ætli að það geti verið að einhverjir peningar hafi skipt um eigendur og að starfsmenn einhverra sjónvarpsstöðva hér í borg brosi hringinn um þessar mundir. Þetta er óþolandi. Af lífinu í bænum er það að frétta að ég verð varkárari með hverjum deginum og maður er alltaf að heyra um atvik af þjófnuðum, jafnvel í dagsbirtu. Farsímar eru vinsælir auk annarra hluta. Ég verð að játa að það er gaman að taka þátt í þessu, þegar maður hefur sett á sig Eurovisiongrímuna og einsett sér að taka þessu eins og þetta er, en ég held að það verði rosalega gaman að komast héðan. Ég var að rölta í bænum í morgun. Ég hef sagt ykkur frá því að það eru mörg störfin unninn hér í borg, svo sem lifandi símaklefar og ýmislegt fleira, en í morgun rakst ég á nýja atvinnugrein, sem er yfirleitt stunduð af eldri konum. Þær standa á gangstéttum, sem reyndar eru oftast notaðar sem bílastæði og eru með svona týpískar baðvigtar. Þarna bjóða þær gangandi vegfarendum að vigta sig, gegn gjaldi að sjálfsögðu. Þetta er afskaplega hentugt ef maður er á gangi og vill fá að vita hvað maður er þungur. Já best að láta vigta sig. Með kveðju Eurovision Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Sjá meira
Norðurlandaþjóðirnar og sú írska héldu svokallað víkingapartý fyrir valda blaðamenn og verð ég að segja að það tókst nokkuð vel. Þar var boðið uppá hefðbundnar veitingar auk þess sem flytjendur allra þessara landa tóku lagið í það minnsta tvívegis. Selma og Regína, auk bakkradda, tóku að sjálfsögðu "All out of luck" við dynjandi lófaklapp og að því loknu sungu þær íslenska Eurovisionlagið "If I had your love" með spænsku ívafi. Þær gerðu þetta einstaklega vel eins og reyndar það sem þær hafa komið nálægt hér. Það var gaman að heyra að norski forsöngvarinn er afskaplega ánægður með hana Selmu okkar og lagið hennar og hann sagði mér að hann óskaði þess svo sannarlega að hún fylgdi honum í úrslitakeppnina, en það væri þó erfitt að segja. Í lokin tóku allir flytjendur norðurlandanna La det swinge sem norska sveitin Bobbysocks gerðu frægt hér um árið, en þetta var gert í tilefni af þjóðhátíðardegi Norðmanna sem ku vera þann 17. maí. Spennan er að magnast hér í borg og maður finnur aðeins fyrir því hjá íslenska hópnum. Mannskapurinn er eðli samkvæmt að velta fyrir sér möguleikunum á að komast áfram og ég held að menn undirbúi sig vel og geri ávalt ráð fyrir þeim möguleika á að við komumst ekki áfram. Hópurinn er þó fullur sjálfstraust. En við sjáum til, það getur allt gerst. Ég ætla ekki að tala mikið um Angelicu, en minna á að folk má alls ekki kjósa hana. Munið það, en þó ætla ég að minnast á eitt. Ég hafði reyndar tekið eftir því að í innlendum sjónvarpstöðvum hef ég aðeins rekist á eitt Eurovisionlag spilað og hvaða lag skyldi það vera. Jú, lagið hennar Angelicu. Ætli að það geti verið að einhverjir peningar hafi skipt um eigendur og að starfsmenn einhverra sjónvarpsstöðva hér í borg brosi hringinn um þessar mundir. Þetta er óþolandi. Af lífinu í bænum er það að frétta að ég verð varkárari með hverjum deginum og maður er alltaf að heyra um atvik af þjófnuðum, jafnvel í dagsbirtu. Farsímar eru vinsælir auk annarra hluta. Ég verð að játa að það er gaman að taka þátt í þessu, þegar maður hefur sett á sig Eurovisiongrímuna og einsett sér að taka þessu eins og þetta er, en ég held að það verði rosalega gaman að komast héðan. Ég var að rölta í bænum í morgun. Ég hef sagt ykkur frá því að það eru mörg störfin unninn hér í borg, svo sem lifandi símaklefar og ýmislegt fleira, en í morgun rakst ég á nýja atvinnugrein, sem er yfirleitt stunduð af eldri konum. Þær standa á gangstéttum, sem reyndar eru oftast notaðar sem bílastæði og eru með svona týpískar baðvigtar. Þarna bjóða þær gangandi vegfarendum að vigta sig, gegn gjaldi að sjálfsögðu. Þetta er afskaplega hentugt ef maður er á gangi og vill fá að vita hvað maður er þungur. Já best að láta vigta sig. Með kveðju
Eurovision Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Sjá meira