Lífið

Eurovision 2005 - Dagur 9 - Draumurinn búinn

Pjetur Sigurðsson skrifar
Það fór þá svo að aðvörunarorð Selmu áttu fullkomlega rétt á sér og það er ekki laust við að ég finni til samúðar í hennar garð því hún gaf allt í þetta. Margra mánaða vinna að baki, lagið mun betra en einhver þeirra sem komust áfram og get ég meðal annars nefnt Makedóníu, en svona er þetta.

Austantjaldslöndin standa greinilega saman, kannski ekki skrítið einn menningarheimur og kannski skilja þeir ekkert í okkur vestur evrópumönnunum. Selma bar sig nokkuð vel, en þó mátti greina að hún var svekkt, sem er skiljanlegt miðað við alla vinnuna.

Svona til að hafa það alveg á hreinu þá tel ég ekki nokkrar líkur á því að einhverjir búningar hafi áhrif á það hvort við komust áfram eða ekki. Það er lagið og hvort fólk fílar það. Það var bara ekki svo.

Ég var þó ánægður með þrennt, að Danir kæmust áfram, að Norðmenn gerðu það slíkt hið sama og að Hvíta Rússland gerði það ekki og hafiði það. Peningar eru ekki allt í þessu.

Nú taka við tveir dagar í slökkun hjá íslenska hópnum sem hann notar til að ná áttum, því hópurinn heldur ekki heim fyrr en á sunnudag og horfir því ekki á keppnina í sjónvarpi allra landsmanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.