Menning

Aspirín hættulegt eldra fólki

MYND/Gunnar
Fólk yfir sjötugu ætti ekki að taka inn aspirín þar sem það getur valdið blæðingum í maga og heila. Læknar í Ástralíu hafa undanfarið rannsakað áhrif aspiríns á eldra fólk og komist að því að ekki sé ráðlegt fyrir það að taka inn lyfið, nema undirgangast ítarlega skoðun fyrst. Hingað til hefur þeim sem eiga á hættu að fá hjartaáfall verið ráðlagt að taka lyfið daglega í smáum skömmtum. Rannsóknin nú bendir hins vegar til þess að aukaverkanir af völdum aspiríns geri það að verkum að vart sé á það hættandi fyrir fólk yfir sjötugu að taka lyfið inn reglulega.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.