Nýtt og spennandi nám í Borgarholt 25. maí 2005 00:01 Borgarholtsskóli hefur frá upphafi lagt áherslu á upplýsingatækni og meðal þess sem hefur verið í boði um skeið er nám í margmiðlunarhönnun á listnámsbraut og fjölmiðlatækninám á upplýsinga- og fjölmiðlabraut á verknámssviði. Nú hefur verið unnið að breytingum á námskrá skólans og í haust verður í fyrsta skipti boðið upp á námsleiðir þar sem listnámið og fjölmiðlatækninámið tvinnast saman. Nemendur sem innrita sig í margmiðlunarhönnun á listnámsbraut taka sameiginlegan kjarna í list- og fjölmiðlatæknigreinum en geta svo valið hvort þeir taka margmiðlunarkjörsvið, þar sem lögð er áhersla á fagurfræði og hönnun, eða fjölmiðlatæknikjörsvið þar sem tæknilega hliðin fær meira vægi. Um þriggja ára nám er að ræða, sem veitir nemendum góðan grunn fyrir áframhaldandi listnám og býr þá jafnframt undir störf á fjölmiðlum. Kristján Ari Arason, fagstjóri í fjölmiðlagreinum við Borgarholtsskóla, segir að samtvinnun listnáms og iðnnáms með þessum hætti miði að því að tengja námsbrautir og brjóta niður afmörkun milli greina. "Um áratugaskeið hefur verið gríðarlegt gap á milli verknáms annars vegar og bóknáms hins vegar og listnámið hefur staðið þarna til hliðar. Nú erum við að reyna að brúa þetta bil og gerum það með því að tengja saman þessar námsleiðir sem hafa svo marga snertifleti," segir Kristján og fullyrðir að með samtvinnuninni fái nemendur meira út úr náminu. "Það er ekki nóg að kunna bara á tæknina, maður þarf að skilja hverju maður er að miðla og að sama skapi þarf sá sem vill miðla einhverju að þekkja tæknina og þá möguleika sem hún gefur." Borgarholtsskóli hefur undanfarin ár starfrækt svokallað dreifnám þar sem fagfólk í upplýsinga- og fjölmiðlageiranum hefur fengið tækifæri til að bæta við menntun sína. "Okkur fannst hefðbundin fjarkennsla ekki sinna nemandanum nógu vel og þróuðum þess vegna dreifnámið, sem hefur gefið gríðarlega góða raun," segir Kristján. Dreifnámið fer þannig fram að kennt er með virkri fjarkennslu á netinu en auk þess koma nemendur í skólann einu sinni í mánuði til að vinna að verkefnum. Vikulega hittist hópurinn svo á spjallrás á netinu þar sem rætt er um námsefnið og þannig myndast samstaða og stemning í hópnum. Nýja námið sem boðið verður upp á í haust stendur nemendum til boða hvort sem þeir kjósa að stunda hefðbundinn dagskóla eða dreifnám. Nám Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Borgarholtsskóli hefur frá upphafi lagt áherslu á upplýsingatækni og meðal þess sem hefur verið í boði um skeið er nám í margmiðlunarhönnun á listnámsbraut og fjölmiðlatækninám á upplýsinga- og fjölmiðlabraut á verknámssviði. Nú hefur verið unnið að breytingum á námskrá skólans og í haust verður í fyrsta skipti boðið upp á námsleiðir þar sem listnámið og fjölmiðlatækninámið tvinnast saman. Nemendur sem innrita sig í margmiðlunarhönnun á listnámsbraut taka sameiginlegan kjarna í list- og fjölmiðlatæknigreinum en geta svo valið hvort þeir taka margmiðlunarkjörsvið, þar sem lögð er áhersla á fagurfræði og hönnun, eða fjölmiðlatæknikjörsvið þar sem tæknilega hliðin fær meira vægi. Um þriggja ára nám er að ræða, sem veitir nemendum góðan grunn fyrir áframhaldandi listnám og býr þá jafnframt undir störf á fjölmiðlum. Kristján Ari Arason, fagstjóri í fjölmiðlagreinum við Borgarholtsskóla, segir að samtvinnun listnáms og iðnnáms með þessum hætti miði að því að tengja námsbrautir og brjóta niður afmörkun milli greina. "Um áratugaskeið hefur verið gríðarlegt gap á milli verknáms annars vegar og bóknáms hins vegar og listnámið hefur staðið þarna til hliðar. Nú erum við að reyna að brúa þetta bil og gerum það með því að tengja saman þessar námsleiðir sem hafa svo marga snertifleti," segir Kristján og fullyrðir að með samtvinnuninni fái nemendur meira út úr náminu. "Það er ekki nóg að kunna bara á tæknina, maður þarf að skilja hverju maður er að miðla og að sama skapi þarf sá sem vill miðla einhverju að þekkja tæknina og þá möguleika sem hún gefur." Borgarholtsskóli hefur undanfarin ár starfrækt svokallað dreifnám þar sem fagfólk í upplýsinga- og fjölmiðlageiranum hefur fengið tækifæri til að bæta við menntun sína. "Okkur fannst hefðbundin fjarkennsla ekki sinna nemandanum nógu vel og þróuðum þess vegna dreifnámið, sem hefur gefið gríðarlega góða raun," segir Kristján. Dreifnámið fer þannig fram að kennt er með virkri fjarkennslu á netinu en auk þess koma nemendur í skólann einu sinni í mánuði til að vinna að verkefnum. Vikulega hittist hópurinn svo á spjallrás á netinu þar sem rætt er um námsefnið og þannig myndast samstaða og stemning í hópnum. Nýja námið sem boðið verður upp á í haust stendur nemendum til boða hvort sem þeir kjósa að stunda hefðbundinn dagskóla eða dreifnám.
Nám Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira