Miami 3 - Detroit 2 3. júní 2005 00:01 Það voru öðru fremur varamenn Miami Heat sem lögðu grunninn að góðum 88-76 sigri á Detroit Pistons í fimmta leik liðanna í gær og nú er Flórídaliðið komið í afar vænlega stöðu í einvíginu og nægir einn sigur í viðbót til að komast í úrslit NBA í fyrsta skipti í sögu félagsins. Dwayne Wade tognaði á vöðva við rifbein og þurfti að yfirgefa völlinn sárkvalinn í þriðja leikhluta, en það kom ekki að sök í gær því varamenn liðsins skiluðu sínu og rúmlega það. Óvíst er hvort Wade getur leikið með í næsta leik og það yrði svo sannarlega skarð fyrir skyldi. "Þessu fylgir mikill sársauki og honum líður eins og sé verið að stinga hann þegar hann dregur andann. Við verðum bara að bíða og sjá," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Miami. "Ég gat ekki hreyft mig til hliðanna, bara hlaupið beint áfram. Vonandi næ ég mér fljótt," sagði Dwayne Wade eftir leikinn. "Það var einfaldlega meiri orka í þeim í kvöld en í okkur. Stóru mennirnir okkar fengu engin hraðaupphlaup í kvöld eins og síðast og þeir voru bara betri en við," sagði Larry Brown, óvenju æðrulaus, því lið hans var á löngum köflum skelfilegt í sóknarleiknum. Þeir Udonis Haslem, Caron Butler og Damon Jones léku allir eins og englar fyrir Miami í gær og liðið getur þakkað þeim sigurinn. Shaquille O´Neal var þokkalegur í sóknarleiknum framan af og vildi tileinka frammistöðu sína George Mikan sem lést á miðvikudagskvöldið, en hann var fyrsta stórstjarnan í NBA deildinni. Ljóst er að meistarar Detroit verða að gyrða sig í brók ef þeir ætla ekki að falla úr keppni og fastlega má búast við að þeir mæti dýrvitlausir til leiks á heimavelli í næsta leik. Miami eru mjög háðir heilsu Dwayne Wade og það er alls óvíst að þeir geti unnið annan leik í röð ef bæði Shaquille O´Neal og Dwayne Wade eru að leika á hálfum styrk. Atkvæðamestir hjá Miami:Shaquille O´Neal 20 stig, Damon Jones 15 stig (6 stoðs), Dwayne Wade 15 stig, Udonis Haslem 14 stig (13 frák), Rasual Butler 12, Eddie Jones 7 stig, Alonzo Mourning 5 stig.Atkvæðamestir hjá Detroit:Rip Hamilton 21 stig, Chauncey Billups 19 stig, Tayshaun Prince 11 stig, Ben Wallace 8 stig (7 frák), Lindsay Hunter 5 stig. NBA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sjá meira
Það voru öðru fremur varamenn Miami Heat sem lögðu grunninn að góðum 88-76 sigri á Detroit Pistons í fimmta leik liðanna í gær og nú er Flórídaliðið komið í afar vænlega stöðu í einvíginu og nægir einn sigur í viðbót til að komast í úrslit NBA í fyrsta skipti í sögu félagsins. Dwayne Wade tognaði á vöðva við rifbein og þurfti að yfirgefa völlinn sárkvalinn í þriðja leikhluta, en það kom ekki að sök í gær því varamenn liðsins skiluðu sínu og rúmlega það. Óvíst er hvort Wade getur leikið með í næsta leik og það yrði svo sannarlega skarð fyrir skyldi. "Þessu fylgir mikill sársauki og honum líður eins og sé verið að stinga hann þegar hann dregur andann. Við verðum bara að bíða og sjá," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Miami. "Ég gat ekki hreyft mig til hliðanna, bara hlaupið beint áfram. Vonandi næ ég mér fljótt," sagði Dwayne Wade eftir leikinn. "Það var einfaldlega meiri orka í þeim í kvöld en í okkur. Stóru mennirnir okkar fengu engin hraðaupphlaup í kvöld eins og síðast og þeir voru bara betri en við," sagði Larry Brown, óvenju æðrulaus, því lið hans var á löngum köflum skelfilegt í sóknarleiknum. Þeir Udonis Haslem, Caron Butler og Damon Jones léku allir eins og englar fyrir Miami í gær og liðið getur þakkað þeim sigurinn. Shaquille O´Neal var þokkalegur í sóknarleiknum framan af og vildi tileinka frammistöðu sína George Mikan sem lést á miðvikudagskvöldið, en hann var fyrsta stórstjarnan í NBA deildinni. Ljóst er að meistarar Detroit verða að gyrða sig í brók ef þeir ætla ekki að falla úr keppni og fastlega má búast við að þeir mæti dýrvitlausir til leiks á heimavelli í næsta leik. Miami eru mjög háðir heilsu Dwayne Wade og það er alls óvíst að þeir geti unnið annan leik í röð ef bæði Shaquille O´Neal og Dwayne Wade eru að leika á hálfum styrk. Atkvæðamestir hjá Miami:Shaquille O´Neal 20 stig, Damon Jones 15 stig (6 stoðs), Dwayne Wade 15 stig, Udonis Haslem 14 stig (13 frák), Rasual Butler 12, Eddie Jones 7 stig, Alonzo Mourning 5 stig.Atkvæðamestir hjá Detroit:Rip Hamilton 21 stig, Chauncey Billups 19 stig, Tayshaun Prince 11 stig, Ben Wallace 8 stig (7 frák), Lindsay Hunter 5 stig.
NBA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sjá meira