Hangikjöt besti matur á fjöllum 7. júní 2005 00:01 "Ég er að fara í Bása um næstu helgi með pabba. Þá hitti ég líka Hilmar vin minn. Ég er búin að þekkja hann alveg frá því ég fæddist." segir Þórhildur brosandi. Hún á heima í Reykjavík og er að ljúka 1. bekk í Vogaskóla en fer að jafnaði tvær helgar í mánuði útúr bænum, ýmist með mömmu eða pabba sem bæði eru útivistarfólk. Pabbinn er í jeppadeild Útivistar en mamman er meira í gönguferðum. Oft liggur leiðin í Bása en Þórhildur nefnir líka Landmannalaugar, Álftavatn, Langadal, Hrauneyjar, Hveravelli og fleiri staði sem hún segist fara á jafnt að sumri sem vetri. Hún hefur átt gönguskíði frá því hún var tveggja ára og notar þau þegar hún fer uppá hálendið á veturna og hefur líka með sér þotu og skóflu. Teikniblokk og litir eru yfirleitt með í för enda ætlar hún að verða listamaður þegar hún verður stór. Oft er sungið í ferðunum og Þórhildur segist kunna mörg lög. "Ég fékk alvöru gítar í jólagjöf frá mömmu og frændi minn er að kenna mér á hann," upplýsir hún. Svo sýnir hún nýja gönguskó sem hún fékk í afmælisgjöf. Hún tók þá upp inni í Básum þar sem hún hélt upp á sjö ára afmælið þann 14. maí. Hangikjöt er besti maturinn á ferðalögum að hennar áliti en hvar skyldi henni finnast fallegast á landinu? "Í Strúti, mér finnst fjöllin þar svo falleg," segir hún og kveðst nýlega hafa verið þar með mömmu sinni að hjálpa til að gera við skálann og haft með sér hamarinn sinn. "Í sumar fer ég svo með ömmu í Þórsmörk í sumarbúðir fjölskyldunnar. Þá verð ég í eina viku," segir hún og hlakkar greinilega til. Ferðalög Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Ég er að fara í Bása um næstu helgi með pabba. Þá hitti ég líka Hilmar vin minn. Ég er búin að þekkja hann alveg frá því ég fæddist." segir Þórhildur brosandi. Hún á heima í Reykjavík og er að ljúka 1. bekk í Vogaskóla en fer að jafnaði tvær helgar í mánuði útúr bænum, ýmist með mömmu eða pabba sem bæði eru útivistarfólk. Pabbinn er í jeppadeild Útivistar en mamman er meira í gönguferðum. Oft liggur leiðin í Bása en Þórhildur nefnir líka Landmannalaugar, Álftavatn, Langadal, Hrauneyjar, Hveravelli og fleiri staði sem hún segist fara á jafnt að sumri sem vetri. Hún hefur átt gönguskíði frá því hún var tveggja ára og notar þau þegar hún fer uppá hálendið á veturna og hefur líka með sér þotu og skóflu. Teikniblokk og litir eru yfirleitt með í för enda ætlar hún að verða listamaður þegar hún verður stór. Oft er sungið í ferðunum og Þórhildur segist kunna mörg lög. "Ég fékk alvöru gítar í jólagjöf frá mömmu og frændi minn er að kenna mér á hann," upplýsir hún. Svo sýnir hún nýja gönguskó sem hún fékk í afmælisgjöf. Hún tók þá upp inni í Básum þar sem hún hélt upp á sjö ára afmælið þann 14. maí. Hangikjöt er besti maturinn á ferðalögum að hennar áliti en hvar skyldi henni finnast fallegast á landinu? "Í Strúti, mér finnst fjöllin þar svo falleg," segir hún og kveðst nýlega hafa verið þar með mömmu sinni að hjálpa til að gera við skálann og haft með sér hamarinn sinn. "Í sumar fer ég svo með ömmu í Þórsmörk í sumarbúðir fjölskyldunnar. Þá verð ég í eina viku," segir hún og hlakkar greinilega til.
Ferðalög Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira