Nýtt Íslandshefti Merian 8. júní 2005 00:01 Þýska ferðatímaritið Merian helgar nýjasta hefti sitt, sem kom út nú um mánaðamótin, umfjöllun um Ísland. Þetta er þriðja heftið um Ísland sem Merian gerir á þeirri rúmu hálfu öld sem þetta vandaða mánaðarrit hefur komið út; fyrsta Íslandsheftið kom út árið 1972 og annað árið 1989. Höfundar efnis í þessu nýjasta Íslandshefti Merian eru bæði þýskir og íslenskir, þar á meðal þýski blaðamaðurinn og Íslandsvinurinn Henryk M. Broder, ljósmyndarinn Sigurgeir Sigurjónsson og rithöfundurinn Hallgrímur Helgason. Í ritinu er einnig grein um íslenskt efnahagslíf eftir Auðun Arnórsson, blaðamann á Fréttablaðinu. "Hið stórfenglega landslag, síðasta ósnortna víðerni Evrópu, er og verður aðall Íslands - bæði fyrir flesta ferðamenn og fyrir þetta Merian-hefti," skrifar aðalritstjórinn Andreas Hallaschka í inngangsorðum. "Þar við bætist hin lifandi höfuðborg eyríkisins, sem var sofandalegur bær þegar síðasta Íslandshefti kom út árið 1989. Núna virkar Reykjavík sem segull fyrst og fremst á unga borgarferðamenn frá Norður-Ameríku og Evrópu, sem finna hér líflegt tónlistar- og tískulíf. Andstæður, sem gera Ísland enn áhugaverðara, einnig fyrir lesendur [þessa heftis]," skrifar ritstjórinn. Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Þýska ferðatímaritið Merian helgar nýjasta hefti sitt, sem kom út nú um mánaðamótin, umfjöllun um Ísland. Þetta er þriðja heftið um Ísland sem Merian gerir á þeirri rúmu hálfu öld sem þetta vandaða mánaðarrit hefur komið út; fyrsta Íslandsheftið kom út árið 1972 og annað árið 1989. Höfundar efnis í þessu nýjasta Íslandshefti Merian eru bæði þýskir og íslenskir, þar á meðal þýski blaðamaðurinn og Íslandsvinurinn Henryk M. Broder, ljósmyndarinn Sigurgeir Sigurjónsson og rithöfundurinn Hallgrímur Helgason. Í ritinu er einnig grein um íslenskt efnahagslíf eftir Auðun Arnórsson, blaðamann á Fréttablaðinu. "Hið stórfenglega landslag, síðasta ósnortna víðerni Evrópu, er og verður aðall Íslands - bæði fyrir flesta ferðamenn og fyrir þetta Merian-hefti," skrifar aðalritstjórinn Andreas Hallaschka í inngangsorðum. "Þar við bætist hin lifandi höfuðborg eyríkisins, sem var sofandalegur bær þegar síðasta Íslandshefti kom út árið 1989. Núna virkar Reykjavík sem segull fyrst og fremst á unga borgarferðamenn frá Norður-Ameríku og Evrópu, sem finna hér líflegt tónlistar- og tískulíf. Andstæður, sem gera Ísland enn áhugaverðara, einnig fyrir lesendur [þessa heftis]," skrifar ritstjórinn.
Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira