Rúrí og Páll útnefnd í ár 17. júní 2005 00:01 Rúrí og Páll Steingrímsson voru útnefnd borgarlistamenn Reykjavíkur 2005 við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri veitti hvorum listamanni um sig ágrafinn stein, heiðursskjal og ávísun að upphæð 500 þúsund krónur. Útnefning borgarlistamanns er heiðursviðurkenning til handa reykvískum listamanni sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. Rúrí hefur á þrjátíu ára starfsferli jafnan notið mikillar athygli og viðurkenningar. Verk hennar eru í eigu opinberra safna á Íslandi, í Noregi, Finnlandi, Ítalíu og Museum of Modern Art í New York og í einkasöfnum fjórtán landa að auki. Hún hefur haldið á fimmta tug einkasýninga og tekið þátt í 140 samsýningum. Páll Steingrímsson er frumkvöðull í gerð náttúrulífskvikmynda þar sem hann fjallar um tengsl manns við náttúruna og við dýr í náttúrunni. Efnistök hans hans hafa orðið til þess að nýr flokkur, „Man and Nature“, hefur verið skilgreindur innan heimildarmyndasviðsins. Á árunum 1973 til 1993 var Páll framleiðandi, stjórnandi og tökumaður við fjölda kvikmynda, aðallega heimildarmynda, en einnig leikinnar myndar. Þess má geta að Páll var einnig sæmdur hinni íslensku fálkaorðu í dag. Þeir sem hlotið hafa viðurkenninguna borgarlistamaður eru eftirtaldir: 1995 - Guðmunda Andrésdóttir, 1996 - Jón Ásgeirsson, 1997 - Hörður Ágústsson, 1998 - Thor Vilhjálmsson, 1999 - Jórunn Viðar, 2000 - Björk, 2001 - Kristján Davíðsson, 2002 - Hörður Áskelsson, 2003 - Ingibjörg Haraldsdóttir, 2004 - Hallgrímur Helgason. Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Rúrí og Páll Steingrímsson voru útnefnd borgarlistamenn Reykjavíkur 2005 við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri veitti hvorum listamanni um sig ágrafinn stein, heiðursskjal og ávísun að upphæð 500 þúsund krónur. Útnefning borgarlistamanns er heiðursviðurkenning til handa reykvískum listamanni sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. Rúrí hefur á þrjátíu ára starfsferli jafnan notið mikillar athygli og viðurkenningar. Verk hennar eru í eigu opinberra safna á Íslandi, í Noregi, Finnlandi, Ítalíu og Museum of Modern Art í New York og í einkasöfnum fjórtán landa að auki. Hún hefur haldið á fimmta tug einkasýninga og tekið þátt í 140 samsýningum. Páll Steingrímsson er frumkvöðull í gerð náttúrulífskvikmynda þar sem hann fjallar um tengsl manns við náttúruna og við dýr í náttúrunni. Efnistök hans hans hafa orðið til þess að nýr flokkur, „Man and Nature“, hefur verið skilgreindur innan heimildarmyndasviðsins. Á árunum 1973 til 1993 var Páll framleiðandi, stjórnandi og tökumaður við fjölda kvikmynda, aðallega heimildarmynda, en einnig leikinnar myndar. Þess má geta að Páll var einnig sæmdur hinni íslensku fálkaorðu í dag. Þeir sem hlotið hafa viðurkenninguna borgarlistamaður eru eftirtaldir: 1995 - Guðmunda Andrésdóttir, 1996 - Jón Ásgeirsson, 1997 - Hörður Ágústsson, 1998 - Thor Vilhjálmsson, 1999 - Jórunn Viðar, 2000 - Björk, 2001 - Kristján Davíðsson, 2002 - Hörður Áskelsson, 2003 - Ingibjörg Haraldsdóttir, 2004 - Hallgrímur Helgason.
Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira