Bráðum verður lýðveldið viturt 17. júní 2005 00:01 Lýðveldið okkar varð 61 árs í gær. Það er enginn aldur -- 61 árs. Og það er engin afmælisdagakurteisi að halda slíku fram. Jung, sá frjói en mollukenndi hugsuður, hefði flokkað þennan aldur innan manndómsára. Sá sem er 61 er enn ekki gamall þulur -- grand old man -- heldur er fullur þátttakandi í erli dagsins, of flækur í vildar-, vensla- og vinatengsl til að geta búið yfir visku hins gamla. En er samt að vitkast. Hann á aðeins eftir tvö ár að næstu hlutverkaskiptum sínum. Fram undan er viska frelsuð frá hagsmundatengslum -- viska þeirra sem geta metið framtíðina út frá almannahag og hinum eilífa einstaklingi; laus undan taumlausri frekjunni sem við berum í brjósti okkar og sífellt sífrar: Hvað með mig? Hvað fæ ég? Auðvitað þroskast samfélög ekki eins og einstaklingar og framsetning Jung á þroskaferli mannsins á ekkert skylt við þróun íslenskrar samfélagsgerðar undanfarna sex áratugi. Akkúrat ekki neitt. Og við ættum alls ekki að láta það eftir okkur að hugsa þannig. Nóg höfum við skaðað samfélagið okkar með persónugerð persónulausra þátta. Fjallkonan hefur hvorki gert íslenskum konum greiða né auðgað þjóðernishugmyndir okkur. Persónugerð landsins, tungunnar og sögunnar hefur gert okkur að gæslumönnum fortíðar fremur en þeim sköpurum framtíðar sem við ættum að vera. Hin óblíðu náttúruöfl sem hafa mótað harðgert fólk öldum saman eru bara grín úr einhverjum pistlahöfundum frá miðbiki nítjándu aldar. Við höfum fyrir löngu snúið á harðgerða náttúruna; komið okkur upp hitaveitu og þreföldu hljóðeinangruðu gleri. Ef vindurinn gnæðir, ýlfrar og gnaustar er hann aðeins að humma með sjálfum sér á leið sinni gegnum daginn. Það er enginn að hlusta lengur. Hin óblíða náttúra er persóna úr leikriti sem er fyrir löngu fallið og verður ekki aftur sett upp hérna megin kjarnorkuveturs. En samt. Það er alltaf gaman að reyna að blása persónu í jafn leiðinleg fyrirbrigði í fjöll, goshveri, samfélagsgerð og pólitík. Og samkvæmt Jung er íslenska lýðveldið á síðasta spretti manndómsáranna. Að baki er bernskan og ungmanndómsárin og fram undan viska efri áranna. Og það er aldeilis eitthvað til að hlakka til. Er ellin ekki einmitt rétti aldurinn fyrir lýðveldi? Er lýðveldi ekki líkara Guði að þessu leyti en til dæmis fótboltaliði? Þegar Guð var ungur átti hann í eilífu basli; setti svo ströng lög og illa útskýrðar reglur að hann varð að vísa þegnum sínum úr landi. Og voru þeir þó aðeins tveir. Seinna lét hann skapið hlaupa með sig í gönur og drekkti öllum nema allra dyggustu flokksmönnum sínum. Stjórnartíð hins unga Guðs einkenndist af sífellum inngripum í líf einstaklinganna og endalausum lagasetningum. Það var ekki fyrr en á æskudögum Evrópusambandsins að mönnum tókst að semja lengri, óskiljanlegri og leiðinlegri lög en Guð las fyrir Móse á sínum tíma. Upp úr því missti Guð trúna á handstýrð samfélög, gaf eftir öll samskipti við mennina til sonar síns og hefur að mestu haldið sig til hlés upp frá því -- lærði að sleppa og leyfa lífinu að hafa sinn gang. Jung segir að æskunni ljúki þegar við verðum 21. Lýðveldið náði þessum áfanga á viðreisnarárunum. Að baki var hlaup okkar með stríðsgróðann í næstu gotterísbúð, strákaslagur á skólalóð íslenskra stjórnmála og ákvörðun um að öruggast væri að hafa barnapíu á Miðnesheiði ef eitthvað kæmi upp á. Ungmanndómsárin einkennast af ofmati á eigin getu, óbilandi trú á eigin delluhugmyndir og fyrirlitningu á reynslu aldanna. Fullyrðing Steingríms Hermannssonar um að lögmál hagfræðinnar þyrftu ekki að gilda hér þótt þau ættu við annars staðar voru einkunnarorð þessa skeiðs. Samkvæmt Jung lauk því 1987 þegar hafinn var undirbúningur að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið; viðurkenning þess að okkur farnist best að laga okkur að heiminum í stað þess að bíða þess að hann lagi sig að okkur -- sem er lærdómur og grundvöllur manndómsáranna. Og fram undan er viska efri áranna; þegar lýðveldið okkar verður loks grand old man og losnar við afganginn af sjálfshyggjunni, hagsmunagæslunni og öðlast virðingu fyrir fólki -- ekki aðeins því fólki sem nýtist okkur. Þá hefur okkur tekist að bera þetta lýðveldi okkar þangað sem það á heima; sem staðgengill öldungaráðsins. Við skulum vona að svo sé - í það minnsta halda því fram daginn eftir afmælið - að lýðveldið okkar sé hægt og bítandi að þroskast, eldast og vitkast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Lýðveldið okkar varð 61 árs í gær. Það er enginn aldur -- 61 árs. Og það er engin afmælisdagakurteisi að halda slíku fram. Jung, sá frjói en mollukenndi hugsuður, hefði flokkað þennan aldur innan manndómsára. Sá sem er 61 er enn ekki gamall þulur -- grand old man -- heldur er fullur þátttakandi í erli dagsins, of flækur í vildar-, vensla- og vinatengsl til að geta búið yfir visku hins gamla. En er samt að vitkast. Hann á aðeins eftir tvö ár að næstu hlutverkaskiptum sínum. Fram undan er viska frelsuð frá hagsmundatengslum -- viska þeirra sem geta metið framtíðina út frá almannahag og hinum eilífa einstaklingi; laus undan taumlausri frekjunni sem við berum í brjósti okkar og sífellt sífrar: Hvað með mig? Hvað fæ ég? Auðvitað þroskast samfélög ekki eins og einstaklingar og framsetning Jung á þroskaferli mannsins á ekkert skylt við þróun íslenskrar samfélagsgerðar undanfarna sex áratugi. Akkúrat ekki neitt. Og við ættum alls ekki að láta það eftir okkur að hugsa þannig. Nóg höfum við skaðað samfélagið okkar með persónugerð persónulausra þátta. Fjallkonan hefur hvorki gert íslenskum konum greiða né auðgað þjóðernishugmyndir okkur. Persónugerð landsins, tungunnar og sögunnar hefur gert okkur að gæslumönnum fortíðar fremur en þeim sköpurum framtíðar sem við ættum að vera. Hin óblíðu náttúruöfl sem hafa mótað harðgert fólk öldum saman eru bara grín úr einhverjum pistlahöfundum frá miðbiki nítjándu aldar. Við höfum fyrir löngu snúið á harðgerða náttúruna; komið okkur upp hitaveitu og þreföldu hljóðeinangruðu gleri. Ef vindurinn gnæðir, ýlfrar og gnaustar er hann aðeins að humma með sjálfum sér á leið sinni gegnum daginn. Það er enginn að hlusta lengur. Hin óblíða náttúra er persóna úr leikriti sem er fyrir löngu fallið og verður ekki aftur sett upp hérna megin kjarnorkuveturs. En samt. Það er alltaf gaman að reyna að blása persónu í jafn leiðinleg fyrirbrigði í fjöll, goshveri, samfélagsgerð og pólitík. Og samkvæmt Jung er íslenska lýðveldið á síðasta spretti manndómsáranna. Að baki er bernskan og ungmanndómsárin og fram undan viska efri áranna. Og það er aldeilis eitthvað til að hlakka til. Er ellin ekki einmitt rétti aldurinn fyrir lýðveldi? Er lýðveldi ekki líkara Guði að þessu leyti en til dæmis fótboltaliði? Þegar Guð var ungur átti hann í eilífu basli; setti svo ströng lög og illa útskýrðar reglur að hann varð að vísa þegnum sínum úr landi. Og voru þeir þó aðeins tveir. Seinna lét hann skapið hlaupa með sig í gönur og drekkti öllum nema allra dyggustu flokksmönnum sínum. Stjórnartíð hins unga Guðs einkenndist af sífellum inngripum í líf einstaklinganna og endalausum lagasetningum. Það var ekki fyrr en á æskudögum Evrópusambandsins að mönnum tókst að semja lengri, óskiljanlegri og leiðinlegri lög en Guð las fyrir Móse á sínum tíma. Upp úr því missti Guð trúna á handstýrð samfélög, gaf eftir öll samskipti við mennina til sonar síns og hefur að mestu haldið sig til hlés upp frá því -- lærði að sleppa og leyfa lífinu að hafa sinn gang. Jung segir að æskunni ljúki þegar við verðum 21. Lýðveldið náði þessum áfanga á viðreisnarárunum. Að baki var hlaup okkar með stríðsgróðann í næstu gotterísbúð, strákaslagur á skólalóð íslenskra stjórnmála og ákvörðun um að öruggast væri að hafa barnapíu á Miðnesheiði ef eitthvað kæmi upp á. Ungmanndómsárin einkennast af ofmati á eigin getu, óbilandi trú á eigin delluhugmyndir og fyrirlitningu á reynslu aldanna. Fullyrðing Steingríms Hermannssonar um að lögmál hagfræðinnar þyrftu ekki að gilda hér þótt þau ættu við annars staðar voru einkunnarorð þessa skeiðs. Samkvæmt Jung lauk því 1987 þegar hafinn var undirbúningur að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið; viðurkenning þess að okkur farnist best að laga okkur að heiminum í stað þess að bíða þess að hann lagi sig að okkur -- sem er lærdómur og grundvöllur manndómsáranna. Og fram undan er viska efri áranna; þegar lýðveldið okkar verður loks grand old man og losnar við afganginn af sjálfshyggjunni, hagsmunagæslunni og öðlast virðingu fyrir fólki -- ekki aðeins því fólki sem nýtist okkur. Þá hefur okkur tekist að bera þetta lýðveldi okkar þangað sem það á heima; sem staðgengill öldungaráðsins. Við skulum vona að svo sé - í það minnsta halda því fram daginn eftir afmælið - að lýðveldið okkar sé hægt og bítandi að þroskast, eldast og vitkast.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun