Upplausn innan Evrópusambandsins 21. júní 2005 00:01 Leiðtogar Evrópusambandslandanna hafa ekki átt sjö dagana sæla frá því fundur þeirra í Brussel fyrir helgina fór út um þúfur. Þeir hafa þurft að verja það á heimavelli að ekki náðist samkomulag um næsta fjárlagatímabil sambandsins, en það var eitt meginmarkmið fundarins. Þegar hann var skipulagður var búist við því að þar gætu leiðtogarnir glaðst yfir því sem gerst hefði innan sambandsins á undanförnum mánuðum. Skoðanakannanir í Frakklandi frá áramótum bentu hins vegar til þess að þetta yrði enginn gleðifundur, og þegar úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar lágu fyrir og úrslitin í Hollandi komu svo eins og salt í sárið var ljóst að leiðtogafundurinn yrði ekki uppörvandi. Á honum var svo breytingin á stjórnarskrá sambandsins slegin út af borðinu, og á þessari stundu er erfitt að sjá hvert framhald verður á því máli. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa sagt að breytingin hafi átt að leiða til meira lýðræðis innan sambandsins, en það er eins og þau skilaboð hafi alls ekki komist til skila hjá þegnum sambandslandanna, eða þá að þeir hafi verið að mótmæla einhverju öðru í störfum Evrópusambandsins. Það er rík krafa um lýðræði í heiminum í dag, og kannski gætu leiðtogar Evrópusambandsins lært eitthvað af okkur Íslendingum varðandi endurskoðun stjórnarskrárinnar, en þar lofar byrjunin góðu hvað varðar þátttöku almennings. Vagga lýðræðisins er líka hér á landi, og hvers vegna ættu hin stóru og voldugu ríki innan Evrópusambandsins sem öllu vilja ráða, ekki að geta lært eitthvað af okkur? Annað aðalmálið á fundinum í Brussel voru fjárlögin fyrir tímabilið frá 2007 - 2013. Það mál lenti líka út af borðinu hjá leiðtogunum. Þar eigast þeir einkum við Tony Blair forsætisráðherra Breta og Chirac forseti Frakklands. Niðurgreiðslur í frönskum landbúnaði eru einkum eru þyrnir í augum Blairs, en Frakkar fá langsmest úr sameiginlegum sjóðum bandalagsins til landbúnaðar. Bretar vilja áfram fá ívilnun varðandi framlög sín til bandalagsins, en hún á sér sögulegar rætur, þegar efnahagskerfi Breta var mun veikara en annarra landa sambandsins. Nú hafa tíu fremur fátæk ríki bæst í bandalagið, og mörgum þykir sem Bretar eigi ekki lengur heima í hópi þeirra sem ívilnana njóta. Leiðtogar þessara tíu nýju ríkja komu meira að segja með miðlunartillögu á fundinum í Brussel sem gekk út á það að framlög til þeirra úr sameiginlegum sjóðum yrði minnkuð, en ekki var hlustað á það af stórþjóðunum. Nú um mánaðamótin taka Bretar við forystunni í Evrópusambandinu, og því ljóst að þeirra bíður mikið og vandasamt verkefni. Bretar verða að leysa krísuna innan bandalagsins á því sex mánaða tímabili sem þeir eru í forystu, enda hafa þeir hingað til verið taldir til forystuþjóða í hinum vestræna heimi og verða nú að sýna mátt sinn og megin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun
Leiðtogar Evrópusambandslandanna hafa ekki átt sjö dagana sæla frá því fundur þeirra í Brussel fyrir helgina fór út um þúfur. Þeir hafa þurft að verja það á heimavelli að ekki náðist samkomulag um næsta fjárlagatímabil sambandsins, en það var eitt meginmarkmið fundarins. Þegar hann var skipulagður var búist við því að þar gætu leiðtogarnir glaðst yfir því sem gerst hefði innan sambandsins á undanförnum mánuðum. Skoðanakannanir í Frakklandi frá áramótum bentu hins vegar til þess að þetta yrði enginn gleðifundur, og þegar úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar lágu fyrir og úrslitin í Hollandi komu svo eins og salt í sárið var ljóst að leiðtogafundurinn yrði ekki uppörvandi. Á honum var svo breytingin á stjórnarskrá sambandsins slegin út af borðinu, og á þessari stundu er erfitt að sjá hvert framhald verður á því máli. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa sagt að breytingin hafi átt að leiða til meira lýðræðis innan sambandsins, en það er eins og þau skilaboð hafi alls ekki komist til skila hjá þegnum sambandslandanna, eða þá að þeir hafi verið að mótmæla einhverju öðru í störfum Evrópusambandsins. Það er rík krafa um lýðræði í heiminum í dag, og kannski gætu leiðtogar Evrópusambandsins lært eitthvað af okkur Íslendingum varðandi endurskoðun stjórnarskrárinnar, en þar lofar byrjunin góðu hvað varðar þátttöku almennings. Vagga lýðræðisins er líka hér á landi, og hvers vegna ættu hin stóru og voldugu ríki innan Evrópusambandsins sem öllu vilja ráða, ekki að geta lært eitthvað af okkur? Annað aðalmálið á fundinum í Brussel voru fjárlögin fyrir tímabilið frá 2007 - 2013. Það mál lenti líka út af borðinu hjá leiðtogunum. Þar eigast þeir einkum við Tony Blair forsætisráðherra Breta og Chirac forseti Frakklands. Niðurgreiðslur í frönskum landbúnaði eru einkum eru þyrnir í augum Blairs, en Frakkar fá langsmest úr sameiginlegum sjóðum bandalagsins til landbúnaðar. Bretar vilja áfram fá ívilnun varðandi framlög sín til bandalagsins, en hún á sér sögulegar rætur, þegar efnahagskerfi Breta var mun veikara en annarra landa sambandsins. Nú hafa tíu fremur fátæk ríki bæst í bandalagið, og mörgum þykir sem Bretar eigi ekki lengur heima í hópi þeirra sem ívilnana njóta. Leiðtogar þessara tíu nýju ríkja komu meira að segja með miðlunartillögu á fundinum í Brussel sem gekk út á það að framlög til þeirra úr sameiginlegum sjóðum yrði minnkuð, en ekki var hlustað á það af stórþjóðunum. Nú um mánaðamótin taka Bretar við forystunni í Evrópusambandinu, og því ljóst að þeirra bíður mikið og vandasamt verkefni. Bretar verða að leysa krísuna innan bandalagsins á því sex mánaða tímabili sem þeir eru í forystu, enda hafa þeir hingað til verið taldir til forystuþjóða í hinum vestræna heimi og verða nú að sýna mátt sinn og megin.
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun