Aukningin hjá Cantat-3 ekki FARICE 6. júlí 2005 00:01 Gagnaflutningur um nýja FARICE sæstrenginn er svo miklu dýrari en um gamla Cantat-3 sæstrenginn að RHnet, Rannsókna- og háskólanet Íslands, er með allan sinn gagnaflutning um gamla strenginn. Vegna þessa raskaðist ekki gagnaflutningur rannsóknar- og háskólaneta ekki þegar bilun kom upp í FARICE sæstrengnum við Skotland um síðustu helgi. Að FARICE standa stærri símafyrirtæki á Íslandi og í Færeyjum, auk íslenska ríkisins. Jón Ingi Einarsson, framkvæmdastjóri RHnet, segist vita til þess að síðasta árið hafi aukning í gagnaflutning til og frá landinu nær öll verið um Cantat-3 sæstrenginn. Hann segir Nordunet, samtök norrænna háskóla- og rannsóknarneta semja um tengingar fyrir RHnet og þau taki einfaldlega lægsta boði. "Til þessa hefur Teleglobe sem rekur Cantat-3 boðið mun betur." Jón Ingi telur einkennilega staðið að gjaldtöku gagnaflutninga um FARICE sæstrenginn. "Þetta er svona svipað og að stofnað yrði flugfélag og fyrsta sætið kostaði jafn mikið og að kaupa alla vélina," segir hann. Forsvarsmenn FARICE segja verð fyrir gagnaflutning koma til með að lækka með auknum viðskiptum, en þau fást tæpast nema að verðið lækki. "Við skiljum þetta ekki alveg, en svona hefur stjórn FARICE ákveðið að gera þetta." Jón Ingi segir þó viðræður standa yfir við stjórnvöld um að þau komi að málum til að RHnet geti flutt sig yfir á FARICE strenginn, sem býður upp á meiri möguleika en Cantat-3, en ekki sér fyrir endann á þeim viðræðum. Cantat-3 sæstrengurinn er kominn til ára sinna og segir Jón Ingi menn nokkuð uggandi um að Teleglobe leggi strenginn niður. Við það yrðu allir nauðbeygðir til að kaupa gagnaflutninga af FARICE. Hann segir þó alveg ljóst að til þurfi að koma varaleið í formi nýs sæstrengs, enda geti einn strengur ekki tryggt öryggi gagnaflutninga til og frá landinu. "Við voru ekki jafnflottir á því og Norðmenn þegar þeir lögðu til Svalbarða, en þeir létu leggja tvo strengi í einu og fengu báða nánast á verði eins." Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjá meira
Gagnaflutningur um nýja FARICE sæstrenginn er svo miklu dýrari en um gamla Cantat-3 sæstrenginn að RHnet, Rannsókna- og háskólanet Íslands, er með allan sinn gagnaflutning um gamla strenginn. Vegna þessa raskaðist ekki gagnaflutningur rannsóknar- og háskólaneta ekki þegar bilun kom upp í FARICE sæstrengnum við Skotland um síðustu helgi. Að FARICE standa stærri símafyrirtæki á Íslandi og í Færeyjum, auk íslenska ríkisins. Jón Ingi Einarsson, framkvæmdastjóri RHnet, segist vita til þess að síðasta árið hafi aukning í gagnaflutning til og frá landinu nær öll verið um Cantat-3 sæstrenginn. Hann segir Nordunet, samtök norrænna háskóla- og rannsóknarneta semja um tengingar fyrir RHnet og þau taki einfaldlega lægsta boði. "Til þessa hefur Teleglobe sem rekur Cantat-3 boðið mun betur." Jón Ingi telur einkennilega staðið að gjaldtöku gagnaflutninga um FARICE sæstrenginn. "Þetta er svona svipað og að stofnað yrði flugfélag og fyrsta sætið kostaði jafn mikið og að kaupa alla vélina," segir hann. Forsvarsmenn FARICE segja verð fyrir gagnaflutning koma til með að lækka með auknum viðskiptum, en þau fást tæpast nema að verðið lækki. "Við skiljum þetta ekki alveg, en svona hefur stjórn FARICE ákveðið að gera þetta." Jón Ingi segir þó viðræður standa yfir við stjórnvöld um að þau komi að málum til að RHnet geti flutt sig yfir á FARICE strenginn, sem býður upp á meiri möguleika en Cantat-3, en ekki sér fyrir endann á þeim viðræðum. Cantat-3 sæstrengurinn er kominn til ára sinna og segir Jón Ingi menn nokkuð uggandi um að Teleglobe leggi strenginn niður. Við það yrðu allir nauðbeygðir til að kaupa gagnaflutninga af FARICE. Hann segir þó alveg ljóst að til þurfi að koma varaleið í formi nýs sæstrengs, enda geti einn strengur ekki tryggt öryggi gagnaflutninga til og frá landinu. "Við voru ekki jafnflottir á því og Norðmenn þegar þeir lögðu til Svalbarða, en þeir létu leggja tvo strengi í einu og fengu báða nánast á verði eins."
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjá meira