Múslimar harma árásirnar 7. júlí 2005 00:01 Ahmed Sheikh, forseti félags múslima í London fordæmir árásirnar í London og segist óttast að múslimar þurfi að gjalda fyrir hryðjuverkin. Hann segist hafa mestar áhyggjur af konum sem bera höfuðslæður og mæltist til þess við alla múslima að þeir færu varlega næstu daga og létu lítið fyrir sér fara. Hann segir að lögregluyfirvöld þurfi nú að íhuga herta öryggisgæslu við moskur og aðra samkomustaði múslima. Hann sendi einnig fjölskyldum þeirra sem féllu í árásunum samúðarkveðjur og segir samfélag múslima standa með öðrum Lundúnarbúum gegn hryðjuverkum. Sheikh segir samskipti múslimasamfélagsins við aðra íbúa borgarinnar og stjórnvöld hafa verið með miklum ágætum en segir þau samskipti nú í ákveðinni hættu. Hann vill því árétta að ein sprengingin varð í einu fjölmennasta múslimahverfi borgarinnar, nærri Aldgate og hafi því beinst jafnt að múslimum sem öðrum. Sir Iqbal Sacranie aðalritari múslimaráðs Bretlands segist einnig fordæma árásirnar harðlega og að tilgangur hryðjuverkamannanna hafi greinilega verið að draga úr samstöðu meðal borgarbúa. Hann segist vonast til þess að allir borgarbúar taki höndum saman um að upplýsa lögregluna til að hægt verði að hafa hendur í hári þeirra sem bera ábyrgð á hryðjuverkunum. Sacranie viðurkennir þó að ákveðin öfl innan múslimasamfélagsins reyni líklega að misnota atburðina til þess að ýta undir misrétti og hatur. Salmann Tamini formaður félags múslima á Íslandi segir aðspurður um viðbrögð félagsins við hryðjuverkunum: "Við fordæmum auðvitað þessi hryðjuverk. Þau eru mjög óhugnaleg, sama hvort múslimar, kristnir eða aðrir sem að þeim standa." "Allt skynsamt fólk veit að ekki hægt að fordæma alla múslima fyrir slíkar árásir," segir Salmann og hefur ekki áhyggjur af því að múslimar á Íslandi verði fyrir aðkasti í kjölfar hryðjuverkanna. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Ahmed Sheikh, forseti félags múslima í London fordæmir árásirnar í London og segist óttast að múslimar þurfi að gjalda fyrir hryðjuverkin. Hann segist hafa mestar áhyggjur af konum sem bera höfuðslæður og mæltist til þess við alla múslima að þeir færu varlega næstu daga og létu lítið fyrir sér fara. Hann segir að lögregluyfirvöld þurfi nú að íhuga herta öryggisgæslu við moskur og aðra samkomustaði múslima. Hann sendi einnig fjölskyldum þeirra sem féllu í árásunum samúðarkveðjur og segir samfélag múslima standa með öðrum Lundúnarbúum gegn hryðjuverkum. Sheikh segir samskipti múslimasamfélagsins við aðra íbúa borgarinnar og stjórnvöld hafa verið með miklum ágætum en segir þau samskipti nú í ákveðinni hættu. Hann vill því árétta að ein sprengingin varð í einu fjölmennasta múslimahverfi borgarinnar, nærri Aldgate og hafi því beinst jafnt að múslimum sem öðrum. Sir Iqbal Sacranie aðalritari múslimaráðs Bretlands segist einnig fordæma árásirnar harðlega og að tilgangur hryðjuverkamannanna hafi greinilega verið að draga úr samstöðu meðal borgarbúa. Hann segist vonast til þess að allir borgarbúar taki höndum saman um að upplýsa lögregluna til að hægt verði að hafa hendur í hári þeirra sem bera ábyrgð á hryðjuverkunum. Sacranie viðurkennir þó að ákveðin öfl innan múslimasamfélagsins reyni líklega að misnota atburðina til þess að ýta undir misrétti og hatur. Salmann Tamini formaður félags múslima á Íslandi segir aðspurður um viðbrögð félagsins við hryðjuverkunum: "Við fordæmum auðvitað þessi hryðjuverk. Þau eru mjög óhugnaleg, sama hvort múslimar, kristnir eða aðrir sem að þeim standa." "Allt skynsamt fólk veit að ekki hægt að fordæma alla múslima fyrir slíkar árásir," segir Salmann og hefur ekki áhyggjur af því að múslimar á Íslandi verði fyrir aðkasti í kjölfar hryðjuverkanna.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira