Lífið heldur áfram í London 8. júlí 2005 00:01 Það var sérkennileg tilfinning að koma til Lundúna í gær, borgarinnar sem alltaf er iðandi af lífi og fjöri, segir Sveinn Guðmarsson, blaðamaður Fréttablaðsins í London. Þrátt fyrir að allt hafi á yfirborðinu virst með sama hætti og venjulega var samt greinilegt að fólk hafði um annað að hugsa en amstur hversdagsins. Samgöngur voru komnar í sitt venjubundna form, allar neðanjarðarlestir voru í notkun nema auðvitað þær leiðir þar sem hryðjuverkamennirnir höfðu látið til skarar skríða. Skiljanlega kusu flestir sér þó annan fararmáta. Þeir sem á annað borð hættu sér upp í lestirnar sátu hljóðir, lásu fréttirnar af áfergju eða hvísluðust á í hálfum hljóðum. "Í fyrradag voru allir svo glaðir út af Ólympíuleikunum en í gær hvarf hamingjan eins og dögg fyrir sólu," sagði maður við mig af ítölskum ættum sem hafði búið í Lundúnum í 45 ár. "Írski lýðveldisherinn varaði að minnsta kosti alltaf við sprengingum sínum," bætti hann við með hvassri röddu. Á annarri brautarstöð beið táningspiltur eftir lest. Kvaðst hafa verið sofandi þegar sprengingarnar lustu borgina og sagðist kippa sér lítið upp við þær eins og unglinga er gjarnan háttur. Á bak við glettið augnaráðið mátti sjá eitthvað sem líktist ótta eða óöryggi. Sennilega hvort tveggja. Fyrsti dagur sumarleyfis Helga Hilmarssonar og Hrafnhildar Ragnarsdóttur og barna þeirra hófst með sprengingu fyrir utan hótelgluggann þeirra við Tavistock Square. "Við litum út og héldum fyrst að vinnupallar hefðu hrunið, strætisvagninn var svo illa leikinn að við áttuðum okkur ekki á hvað þetta eiginlega var," segir Stígur, sonur þeirra. Síðan þetta gerðist hefur fjölskyldan varla mátt koma aftur inn á hótelið því að svæðið er girt af. Helgi segir ekki víst hvort þau komist inn aftur fyrr en undir nóttina. Fjölskyldunni ber saman um að andrúmsloftið í borginni sé annað og betra nú en á fimmtudaginn. "Þá hvarflaði að okkur hreinlega að pakka saman og fara, sérstaklega þegar ég horfði á dætur mínar svona óttaslegnar," segir Hrafnhildur. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Það var sérkennileg tilfinning að koma til Lundúna í gær, borgarinnar sem alltaf er iðandi af lífi og fjöri, segir Sveinn Guðmarsson, blaðamaður Fréttablaðsins í London. Þrátt fyrir að allt hafi á yfirborðinu virst með sama hætti og venjulega var samt greinilegt að fólk hafði um annað að hugsa en amstur hversdagsins. Samgöngur voru komnar í sitt venjubundna form, allar neðanjarðarlestir voru í notkun nema auðvitað þær leiðir þar sem hryðjuverkamennirnir höfðu látið til skarar skríða. Skiljanlega kusu flestir sér þó annan fararmáta. Þeir sem á annað borð hættu sér upp í lestirnar sátu hljóðir, lásu fréttirnar af áfergju eða hvísluðust á í hálfum hljóðum. "Í fyrradag voru allir svo glaðir út af Ólympíuleikunum en í gær hvarf hamingjan eins og dögg fyrir sólu," sagði maður við mig af ítölskum ættum sem hafði búið í Lundúnum í 45 ár. "Írski lýðveldisherinn varaði að minnsta kosti alltaf við sprengingum sínum," bætti hann við með hvassri röddu. Á annarri brautarstöð beið táningspiltur eftir lest. Kvaðst hafa verið sofandi þegar sprengingarnar lustu borgina og sagðist kippa sér lítið upp við þær eins og unglinga er gjarnan háttur. Á bak við glettið augnaráðið mátti sjá eitthvað sem líktist ótta eða óöryggi. Sennilega hvort tveggja. Fyrsti dagur sumarleyfis Helga Hilmarssonar og Hrafnhildar Ragnarsdóttur og barna þeirra hófst með sprengingu fyrir utan hótelgluggann þeirra við Tavistock Square. "Við litum út og héldum fyrst að vinnupallar hefðu hrunið, strætisvagninn var svo illa leikinn að við áttuðum okkur ekki á hvað þetta eiginlega var," segir Stígur, sonur þeirra. Síðan þetta gerðist hefur fjölskyldan varla mátt koma aftur inn á hótelið því að svæðið er girt af. Helgi segir ekki víst hvort þau komist inn aftur fyrr en undir nóttina. Fjölskyldunni ber saman um að andrúmsloftið í borginni sé annað og betra nú en á fimmtudaginn. "Þá hvarflaði að okkur hreinlega að pakka saman og fara, sérstaklega þegar ég horfði á dætur mínar svona óttaslegnar," segir Hrafnhildur.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira