Luxemburgo fær nóg 9. júlí 2005 00:01 Miklar vangaveltur hafa verið uppi um framtíð nokkurra leikmanna Real Madrid á síðustu vikum og mánuðum og svo virðist sem knattspyrnustjóranum brasilíska þyki nóg komið af svo góðu. Fjölmiðlar hafa velt fyrir sér framtíð þeirra Luis Figo, Guti og Michael Owen, því þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa á einhverjum tímapunkti gagnrýnt þá ákvörðun stjórans að láta þá verma varamannabekk liðsins.Michael Owen var kannski skiljanlega hissa á að fá ekki fleiri tækifæri í byrjunarliðinu í fyrra, því að markaskorun hans miðað við leiknar mínútur var með afbrigðum góð. Talið var líklegt að Owen myndi því íhuga að koma aftur til Englands í ár, því ekki hefur staðið á áhuga félaga í heimalandi hans, auk þess sem leikmaðurinn vill að sjálfsögðu fá næg tækifæri til að tryggja sig í enska landsliðið sem tekur þátt á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi næsta sumar. Wanderlei Luxemburgo hefur nú tekið af allan vafa með framtíð leikmannanna. "Ef menn ætla að vera í hópnum með það fyrir augum að vera alltaf í byrjunarliðinu, verða þeir einfaldlega að leita eitthvert annað. Við kaupum leikmenn til Real Madrid til að vera partur af leikmannahópi liðsins, ekki til að byrja alltaf inn á. Það eru endalausar vangaveltur í gangi með Michael Owen og menn tala sífellt um að hann sé á leið frá félaginu. Málið er einfalt, hann er samningsbundinn Real, alveg eins og Luis Figo og hvort þeir byrja inn á eða ekki hefur ekkert með málið að gera," sagði Luxemburgo, sem undirstrikaði jafnframt hver það væri sem réði hlutunum. "Það er ég sem ræð því hverjir eru í liðinu hverju sinni og ef ég tel að menn eigi ekki að vera í liðinu, eru þeir ekki í liðinu. Guti talaði um að hann væri ósáttur við að fá ekki að spila meira og talaði um að fara frá liðinu. Hann hefði átt að hætta að tala um það og gera eitthvað í því í staðinn, en staðreyndin er bara sú að hann fann ekkert lið sem vildi hann, þannig að honum væri hollast að hafa sig hægan," sagði Luxemburgo ákveðinn og greinilegt er að hann ætlar ekki að láta leikmenn sína spila með sig. Miðað við þessar yfirlýsingar knattspyrnustjórans gæti framtíð Michaels Owen hjá Real verið nokkuð óljós, því með tilkomu enn eins framherjans, ungstirnisins Robinho, er ljóst að samkeppnin um framherjastöðurnar í liðinu verður enn harðari en hún var á síðustu leiktíð. Þetta hefur einnig orðið til þess að kveikja aftur í orðrómi þess efnis að Owen snúi aftur til Englands og hafa Arsenal, Chelsea og gamla félagið hans Liverpool, öll verið nefnd til sögunnar í þeim efnum. Íslenski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Barcelona - Olympiacos | Upphitun fyrir El Clásico NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Sjá meira
Miklar vangaveltur hafa verið uppi um framtíð nokkurra leikmanna Real Madrid á síðustu vikum og mánuðum og svo virðist sem knattspyrnustjóranum brasilíska þyki nóg komið af svo góðu. Fjölmiðlar hafa velt fyrir sér framtíð þeirra Luis Figo, Guti og Michael Owen, því þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa á einhverjum tímapunkti gagnrýnt þá ákvörðun stjórans að láta þá verma varamannabekk liðsins.Michael Owen var kannski skiljanlega hissa á að fá ekki fleiri tækifæri í byrjunarliðinu í fyrra, því að markaskorun hans miðað við leiknar mínútur var með afbrigðum góð. Talið var líklegt að Owen myndi því íhuga að koma aftur til Englands í ár, því ekki hefur staðið á áhuga félaga í heimalandi hans, auk þess sem leikmaðurinn vill að sjálfsögðu fá næg tækifæri til að tryggja sig í enska landsliðið sem tekur þátt á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi næsta sumar. Wanderlei Luxemburgo hefur nú tekið af allan vafa með framtíð leikmannanna. "Ef menn ætla að vera í hópnum með það fyrir augum að vera alltaf í byrjunarliðinu, verða þeir einfaldlega að leita eitthvert annað. Við kaupum leikmenn til Real Madrid til að vera partur af leikmannahópi liðsins, ekki til að byrja alltaf inn á. Það eru endalausar vangaveltur í gangi með Michael Owen og menn tala sífellt um að hann sé á leið frá félaginu. Málið er einfalt, hann er samningsbundinn Real, alveg eins og Luis Figo og hvort þeir byrja inn á eða ekki hefur ekkert með málið að gera," sagði Luxemburgo, sem undirstrikaði jafnframt hver það væri sem réði hlutunum. "Það er ég sem ræð því hverjir eru í liðinu hverju sinni og ef ég tel að menn eigi ekki að vera í liðinu, eru þeir ekki í liðinu. Guti talaði um að hann væri ósáttur við að fá ekki að spila meira og talaði um að fara frá liðinu. Hann hefði átt að hætta að tala um það og gera eitthvað í því í staðinn, en staðreyndin er bara sú að hann fann ekkert lið sem vildi hann, þannig að honum væri hollast að hafa sig hægan," sagði Luxemburgo ákveðinn og greinilegt er að hann ætlar ekki að láta leikmenn sína spila með sig. Miðað við þessar yfirlýsingar knattspyrnustjórans gæti framtíð Michaels Owen hjá Real verið nokkuð óljós, því með tilkomu enn eins framherjans, ungstirnisins Robinho, er ljóst að samkeppnin um framherjastöðurnar í liðinu verður enn harðari en hún var á síðustu leiktíð. Þetta hefur einnig orðið til þess að kveikja aftur í orðrómi þess efnis að Owen snúi aftur til Englands og hafa Arsenal, Chelsea og gamla félagið hans Liverpool, öll verið nefnd til sögunnar í þeim efnum.
Íslenski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Barcelona - Olympiacos | Upphitun fyrir El Clásico NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Sjá meira