Tvær kenningar um árásina 10. júlí 2005 00:01 Margar kenningar eru á lofti varðandi árásirnar á Lundúni og ein er sú að hvítir málaliðar kunni að hafa framið hryðjuverkin fyrir al-Qaeda og að sami hópur sé að verki og í Madríd. Í gær bárust fregnir af því að Bretar hefðu beðið um að leitað yrði eftir Mohamed Guerbouzi, íslömskum fræðimanni með breskan og marokkóskan ríkisborgararétt, um alla Evrópu. Nú virðist sem hann hafi verið útilokaður sem leiðtogi hryðjuverkahópsins. Samkvæmt fregnum breskra fjölmiðla í dag eru í það minnsta tvær kenningar sem verið er að skoða. Önnur er á þá leið að sami hryðjuverkahópur hafi verið að verki í Lundúnum og í Madríd í mars 2004. Spænsk yfirvöld eru sögð hafa varað Breta ítrekað við um nokkurra mánaða skeið, og greint þeim frá því að Mustafa Setmariam Nasar, Sýrlendingur undir fimmtugt, legði á ráðin um árásir á Bretlandi. Hann er sagður hafa komið upp nokkrum hópum hryðjuverkamanna í Bretlandi. Nasar er sagður hafa ræktað tengsl við Lundúnaborg undanfarinn áratug og mun hafa verið handtekinn í Bretlandi vegna aðildar að árásum á neðanjarðarlestir í París. Nasar er talinn samstarfsmaður Abu Musabs al-Zarqawis, leiðtoga al-Qaeda í Írak og leikur grunur á að hann haldi sig annað hvort í Írak eða á landamærum Pakistans og Afganistans, þar sem Ósama bin Laden er einnig talinn vera. Tengslin við árásirnar í Madríd eru ekki síst þau að hryðjuverkamennirnir þar hringdu í óþekktan múslímaklerk í Lundúnum þegar lögreglan hafði umkringt þá. Í kjölfar þess símtals sprengdu hryðjuverkamennirnir sig í loft upp. Hin kenningin er á þá leið að hvítir málaliðar hafi framkvæmt árásirnar fyrir hönd al-Qaeda. Talið er að hvítir múslímar frá Balkanskaga hafi verið ráðnir til starfans - þannig að í raun hafi það frekar verið glæpamenn en hefðbundnir hryðjuverkamenn. Þessir menn hafa ekki fyrri tengsl við hryðjuverkastarfsemi og kann það að skýra hvernig þeir gátu athafnað sig án þess að nokkur yrði þess var. Yfirvöld telja að alls hafi fjórir hópar verið búnir til árásar og að enn sé nokkuð magn sprengiefnið í fórum þeirra og því sé hættan hvergi nærri yfirstaðin. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Margar kenningar eru á lofti varðandi árásirnar á Lundúni og ein er sú að hvítir málaliðar kunni að hafa framið hryðjuverkin fyrir al-Qaeda og að sami hópur sé að verki og í Madríd. Í gær bárust fregnir af því að Bretar hefðu beðið um að leitað yrði eftir Mohamed Guerbouzi, íslömskum fræðimanni með breskan og marokkóskan ríkisborgararétt, um alla Evrópu. Nú virðist sem hann hafi verið útilokaður sem leiðtogi hryðjuverkahópsins. Samkvæmt fregnum breskra fjölmiðla í dag eru í það minnsta tvær kenningar sem verið er að skoða. Önnur er á þá leið að sami hryðjuverkahópur hafi verið að verki í Lundúnum og í Madríd í mars 2004. Spænsk yfirvöld eru sögð hafa varað Breta ítrekað við um nokkurra mánaða skeið, og greint þeim frá því að Mustafa Setmariam Nasar, Sýrlendingur undir fimmtugt, legði á ráðin um árásir á Bretlandi. Hann er sagður hafa komið upp nokkrum hópum hryðjuverkamanna í Bretlandi. Nasar er sagður hafa ræktað tengsl við Lundúnaborg undanfarinn áratug og mun hafa verið handtekinn í Bretlandi vegna aðildar að árásum á neðanjarðarlestir í París. Nasar er talinn samstarfsmaður Abu Musabs al-Zarqawis, leiðtoga al-Qaeda í Írak og leikur grunur á að hann haldi sig annað hvort í Írak eða á landamærum Pakistans og Afganistans, þar sem Ósama bin Laden er einnig talinn vera. Tengslin við árásirnar í Madríd eru ekki síst þau að hryðjuverkamennirnir þar hringdu í óþekktan múslímaklerk í Lundúnum þegar lögreglan hafði umkringt þá. Í kjölfar þess símtals sprengdu hryðjuverkamennirnir sig í loft upp. Hin kenningin er á þá leið að hvítir málaliðar hafi framkvæmt árásirnar fyrir hönd al-Qaeda. Talið er að hvítir múslímar frá Balkanskaga hafi verið ráðnir til starfans - þannig að í raun hafi það frekar verið glæpamenn en hefðbundnir hryðjuverkamenn. Þessir menn hafa ekki fyrri tengsl við hryðjuverkastarfsemi og kann það að skýra hvernig þeir gátu athafnað sig án þess að nokkur yrði þess var. Yfirvöld telja að alls hafi fjórir hópar verið búnir til árásar og að enn sé nokkuð magn sprengiefnið í fórum þeirra og því sé hættan hvergi nærri yfirstaðin.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira