Hringurinn þrengist óðum 15. júlí 2005 00:01 Hringurinn þrengist óðum um höfuðpaura árásanna í London en lögreglan handtók í dag efnafræðinginn svokallaða sem hefur verið eftirlýstur um allan heim. Þá voru fjórir menn handteknir í Pakistan í dag, grunaðir um aðild að hryðjuverkunum. Enn er þó að minnsta kosti einn höfuðpauranna ófundinn. Maður, sem talinn er hafa búið til sprengjurnar sem sprengdar voru í Lundúnum í síðustu viku, hefur verið handtekinn í Kaíró í Egyptalandi þaðan sem talið er að maðurinn sé frá. Hann hefur verið eftirlýstur um allan heim og er talinn tengjast Al-Qaida hryðjuverkasamtökunum. Um er að ræða 33 ára gamlan egypskan efnafræðinema sem bjó í Leeds. Lögreglan gerði nýlega húsleit í íbúð mannsins ásamt fleiri íbúðum í Leeds en sprengiefni fundust, ekki ósvipuð þeim sem Al-Qaida notar. Höfuðpaurinn hefur þó enn ekki fundist en hann er sagður löngu flúinn land. Þúsundir manna komu saman við Trafalgar-torg í London í gærkvöld til að minnast þeirra sem létu lífið í sprengingunum. Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúnaborgar, sagði í ræðu sem hann hélt að markmið hryðjuverkamannanna væri að fá fólk upp á móti hvert öðru, þeim skyldi þó mistakast ætlunarverk sitt og hamraði hann á umburðarlyndi og að allir, jafnt kristnir sem múslimar, stæðu saman gegn hryðjuverkaógninni. Fjörutíu og fjórir eru enn á sjúkrahúsum eftir hryðjuverkin og níu þeirra eru enn á gjörgæsludeildum en tala látinna í hryðjuverkaárásunum er nú komin í fimmtíu og fjóra. Samtök múslima í Bandaríkjunum hafa hafið eins konar markaðsherferð undir nafninu "Ekki í nafni íslam". Markmið herferðarinnar er að bæta ímynd múslima í landinu en þeir hafa þar í landi, líkt og í Bretlandi, verið áreittir eftir sprengjuárásirnar í London. Formaður samtakanna sagði í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér að það væri kristaltært að samtökin fordæmdu allar hryðjuverkaárásir sem gerðar væru. Hann sagði íslam ekki snúast um hatur eða ofbeldi heldur frið og réttlæti. Lögreglan, bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum, segir miklar líkur á að annað hryðjuverk verði framið á næstunni og hafa ríkisstjórnir Bretlands, Frakklands og Bandaríkjanna aukið viðbúnaðarstig. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Hringurinn þrengist óðum um höfuðpaura árásanna í London en lögreglan handtók í dag efnafræðinginn svokallaða sem hefur verið eftirlýstur um allan heim. Þá voru fjórir menn handteknir í Pakistan í dag, grunaðir um aðild að hryðjuverkunum. Enn er þó að minnsta kosti einn höfuðpauranna ófundinn. Maður, sem talinn er hafa búið til sprengjurnar sem sprengdar voru í Lundúnum í síðustu viku, hefur verið handtekinn í Kaíró í Egyptalandi þaðan sem talið er að maðurinn sé frá. Hann hefur verið eftirlýstur um allan heim og er talinn tengjast Al-Qaida hryðjuverkasamtökunum. Um er að ræða 33 ára gamlan egypskan efnafræðinema sem bjó í Leeds. Lögreglan gerði nýlega húsleit í íbúð mannsins ásamt fleiri íbúðum í Leeds en sprengiefni fundust, ekki ósvipuð þeim sem Al-Qaida notar. Höfuðpaurinn hefur þó enn ekki fundist en hann er sagður löngu flúinn land. Þúsundir manna komu saman við Trafalgar-torg í London í gærkvöld til að minnast þeirra sem létu lífið í sprengingunum. Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúnaborgar, sagði í ræðu sem hann hélt að markmið hryðjuverkamannanna væri að fá fólk upp á móti hvert öðru, þeim skyldi þó mistakast ætlunarverk sitt og hamraði hann á umburðarlyndi og að allir, jafnt kristnir sem múslimar, stæðu saman gegn hryðjuverkaógninni. Fjörutíu og fjórir eru enn á sjúkrahúsum eftir hryðjuverkin og níu þeirra eru enn á gjörgæsludeildum en tala látinna í hryðjuverkaárásunum er nú komin í fimmtíu og fjóra. Samtök múslima í Bandaríkjunum hafa hafið eins konar markaðsherferð undir nafninu "Ekki í nafni íslam". Markmið herferðarinnar er að bæta ímynd múslima í landinu en þeir hafa þar í landi, líkt og í Bretlandi, verið áreittir eftir sprengjuárásirnar í London. Formaður samtakanna sagði í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér að það væri kristaltært að samtökin fordæmdu allar hryðjuverkaárásir sem gerðar væru. Hann sagði íslam ekki snúast um hatur eða ofbeldi heldur frið og réttlæti. Lögreglan, bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum, segir miklar líkur á að annað hryðjuverk verði framið á næstunni og hafa ríkisstjórnir Bretlands, Frakklands og Bandaríkjanna aukið viðbúnaðarstig.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira