Lögregla skýtur grunaðan mann 22. júlí 2005 00:01 Lögregla í Lundúnum handtók í gærkvöld mann í Stockwell í suðurhluta borgarinnar í tengslum við rannsóknina á hinum misheppnuðu sprengjutilræðum í jarðlestum og strætisvagni á fimmtudag. Óljóst var af fyrstu fréttum af handtökunni hvort hún tengdist atviki sem varð á Stockwell-jarðlestarstöðinni í gærmorgun, en þá eltu óeinkennisklæddir lögreglumenn mann í gegnum stöðina, sneru hann niður inni í lestarvagni og skutu til bana fyrir augunum á agndofa vegfarendum. Lögreglan staðfesti hins vegar að aðgerðirnar væru í beinum tengslum við rannsóknina á sprengjutilræðunum í almenningssamgöngukerfi borgarinnar. Vitni sögðu manninn, sem hljóp upp í lest á Stockwell-stöðinni í suðurhluta Lundúna rétt eftir klukkan níu í gærmorgun að staðartíma, hafa litið út fyrir að vera af suður-asískum uppruna. Eitt vitnið sagðist hafa séð víra standa út úr mittisbeltinu sem maðurinn bar. Lögreglumennirnir sem króuðu hann af skutu hann tvisvar í höfuðið og þrisvar í brjóstið, að sögn vitna. Sir Ian Blair, lögreglustjóri Lundúna, sagði aðgerðina "í beinum tengslum við hryðjuverkavarnaaðgerðina sem stendur yfir og fer vaxandi". Hann sagðist verða að taka skýrt fram að öll dauðsföll bæri að harma, en maðurinn hefði neitað að hlýða fyrirmælum lögreglu. Blair lét fjölmiðlum enn fremur í té myndir úr eftirlitsmyndavélum af fjórum mönnum sem taldir eru hafa staðið að hinum misheppnuðu sprengjutilræðum sem framin voru í þremur jarðlestum og einum strætisvagni í fyrradag. Talsmenn lögregluyfirvalda greindu annars frá því í gær að sprengjurnar sem notaðar voru í tilræðum fimmtudagsins hefðu verið gerðar úr heimatilbúnu sprengiefni, en þær hefðu aðeins sprungið að hluta. Blair lögreglustjóri sagði tilræðunum "svipa til" tilræðanna 7. júlí, sem kostuðu 52 menn lífið auk sjálfsmorðssprengjumannanna fjögurra. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Lögregla í Lundúnum handtók í gærkvöld mann í Stockwell í suðurhluta borgarinnar í tengslum við rannsóknina á hinum misheppnuðu sprengjutilræðum í jarðlestum og strætisvagni á fimmtudag. Óljóst var af fyrstu fréttum af handtökunni hvort hún tengdist atviki sem varð á Stockwell-jarðlestarstöðinni í gærmorgun, en þá eltu óeinkennisklæddir lögreglumenn mann í gegnum stöðina, sneru hann niður inni í lestarvagni og skutu til bana fyrir augunum á agndofa vegfarendum. Lögreglan staðfesti hins vegar að aðgerðirnar væru í beinum tengslum við rannsóknina á sprengjutilræðunum í almenningssamgöngukerfi borgarinnar. Vitni sögðu manninn, sem hljóp upp í lest á Stockwell-stöðinni í suðurhluta Lundúna rétt eftir klukkan níu í gærmorgun að staðartíma, hafa litið út fyrir að vera af suður-asískum uppruna. Eitt vitnið sagðist hafa séð víra standa út úr mittisbeltinu sem maðurinn bar. Lögreglumennirnir sem króuðu hann af skutu hann tvisvar í höfuðið og þrisvar í brjóstið, að sögn vitna. Sir Ian Blair, lögreglustjóri Lundúna, sagði aðgerðina "í beinum tengslum við hryðjuverkavarnaaðgerðina sem stendur yfir og fer vaxandi". Hann sagðist verða að taka skýrt fram að öll dauðsföll bæri að harma, en maðurinn hefði neitað að hlýða fyrirmælum lögreglu. Blair lét fjölmiðlum enn fremur í té myndir úr eftirlitsmyndavélum af fjórum mönnum sem taldir eru hafa staðið að hinum misheppnuðu sprengjutilræðum sem framin voru í þremur jarðlestum og einum strætisvagni í fyrradag. Talsmenn lögregluyfirvalda greindu annars frá því í gær að sprengjurnar sem notaðar voru í tilræðum fimmtudagsins hefðu verið gerðar úr heimatilbúnu sprengiefni, en þær hefðu aðeins sprungið að hluta. Blair lögreglustjóri sagði tilræðunum "svipa til" tilræðanna 7. júlí, sem kostuðu 52 menn lífið auk sjálfsmorðssprengjumannanna fjögurra.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira