Íslenskt landslag heillar forvörð 13. október 2005 19:34 Þeir sem leggja leið sína á Skriðuklaustur á næstunni gætu komið við í Gallerí Klaustri, þar sem einn virtasti forvörður Evrópu heldur myndlistarsýningu. Öll verkin á sýningunni eru blýantsteikningar, sem sýna vel landslagið í Norðurdal Fljótsdals þar sem Venturini býr í gömlum vinnubúðum Landsvirkjunar ásamt öðrum sem vinna að fornleifarannsókninni á Skriðuklaustri. Á teikningunum, sem eru flestar frá því í fyrra, gefur meðal annars að líta klettasyllur, steina, læki, tré og svo sjálfa Jökulsána. Stíll Venturinis er nokkuð sérstakur, þar sem hann stækkar upp smáa hluti, svo að örlitlar sprænur verða að stórfljótum og smávægilegar klappir að stórgrýti. Listamaðurinn er vanur að vinna með smáar einingar og það má glöggt sjá á myndunum, sem eru mjög fínlegar. Venturini hefur komið hingað til lands undanfarin þrjú sumur, til að forverja þá hluti sem fundist hafa í rannsóknum við Skriðuklaustur. Þeir sem standa að uppgreftrinum þar segja það ómetanlegan feng að fá Venturini hingað til lands, enda sé hann af flestum talinn einn allra virtasti forvörður Evrópu. Þá sé það ekki síður skemmtilegt að hann skuli hafa ákveðið að halda myndlistarsýningu á Skriðuklaustri í Fljótsdal. Sýningin Venturinis stendur til fjórtánda ágúst. Myndlist Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Þeir sem leggja leið sína á Skriðuklaustur á næstunni gætu komið við í Gallerí Klaustri, þar sem einn virtasti forvörður Evrópu heldur myndlistarsýningu. Öll verkin á sýningunni eru blýantsteikningar, sem sýna vel landslagið í Norðurdal Fljótsdals þar sem Venturini býr í gömlum vinnubúðum Landsvirkjunar ásamt öðrum sem vinna að fornleifarannsókninni á Skriðuklaustri. Á teikningunum, sem eru flestar frá því í fyrra, gefur meðal annars að líta klettasyllur, steina, læki, tré og svo sjálfa Jökulsána. Stíll Venturinis er nokkuð sérstakur, þar sem hann stækkar upp smáa hluti, svo að örlitlar sprænur verða að stórfljótum og smávægilegar klappir að stórgrýti. Listamaðurinn er vanur að vinna með smáar einingar og það má glöggt sjá á myndunum, sem eru mjög fínlegar. Venturini hefur komið hingað til lands undanfarin þrjú sumur, til að forverja þá hluti sem fundist hafa í rannsóknum við Skriðuklaustur. Þeir sem standa að uppgreftrinum þar segja það ómetanlegan feng að fá Venturini hingað til lands, enda sé hann af flestum talinn einn allra virtasti forvörður Evrópu. Þá sé það ekki síður skemmtilegt að hann skuli hafa ákveðið að halda myndlistarsýningu á Skriðuklaustri í Fljótsdal. Sýningin Venturinis stendur til fjórtánda ágúst.
Myndlist Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira