Varkárni og taugaveiklun í London 2. ágúst 2005 00:01 Taugaveiklun greip um sig í London í dag, þegar fréttir bárust af eldi um borð í strætisvagni. Við nánari athugun reyndist ekkert alvarlegt á seyði. Í gærkvöldi voru tveir menn til viðbótar handteknir í tengslum við árásirnar sem misheppnuðust fyrir viku. standið í London þessa dagana einkennist af óróa og varkárni. Fyrst voru það fjórar sprengjuárásir þar sem fleiri en fimmtíu létust. Svo tilraun til samskonar árása sem misheppnaðist og morð lögreglunnar á blásaklausum Brasilíumanni sem talinn var hryðjuverkamaður. Síðan handtökur og umsátursástand um alla borg dag eftir dag. Það þarf því engan að undra þó að ótti hafi gripið um sig þegar lögreglan í London lokaði stóru svæði við Kings Kross lestarstöðina um tíma í dag og fréttir bárust af eldi um borð í strætisvagni. Vitni á svæðinu segja að um tuttugu manns hafi hoppað skelfingu lostnir niður af þaki vagnsins. Þegar betur var að gáð var aðeins um minniháttar óhapp að ræða og ekkert alvarlegt á seyði. Þrátt fyrir það verður atvikið ekki til að minnka áhyggjur vegfarenda í London, enda nánast búið að slá því föstu að þriðju árásarhrinunnar á London sé að vænta á næstu dögum. Ungir múslimar í London eiga sérlega erfitt þessa dagana, enda ríkir gríðarleg tortryggni í þeirra garð. Þeim finnst erftitt að þurfa að sætta sig við að vera stöðvaðir en á hinn bóginn hugsa þeir með sér að það sé í sjálfu sér eðlilegt í ljósi undandgenginn atburða þar sem þeir líkjast árásarmönnunum í útliti og háttum. En þeir benda einnig á að þeim þætti betra ef þeir og bakpokar þeirra fengju skoðun afsíðis þar sem þeir eru litnir hornauga á lestarstöðvunum af öðrum vegfarendum. Í gær handtók lögreglan tvo menn í viðbót vegna árásanna sem misheppnuðust fyrir tólf dögum. Mennirnir voru handteknir í áhlaupi lögreglunnar á þrjár íbúðir í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi. Yfirheyrslur yfir þeim og fimmtán öðrum sem hafa verið handteknir vegna árásanna hafa staðið yfir í allan dag. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Sjá meira
Taugaveiklun greip um sig í London í dag, þegar fréttir bárust af eldi um borð í strætisvagni. Við nánari athugun reyndist ekkert alvarlegt á seyði. Í gærkvöldi voru tveir menn til viðbótar handteknir í tengslum við árásirnar sem misheppnuðust fyrir viku. standið í London þessa dagana einkennist af óróa og varkárni. Fyrst voru það fjórar sprengjuárásir þar sem fleiri en fimmtíu létust. Svo tilraun til samskonar árása sem misheppnaðist og morð lögreglunnar á blásaklausum Brasilíumanni sem talinn var hryðjuverkamaður. Síðan handtökur og umsátursástand um alla borg dag eftir dag. Það þarf því engan að undra þó að ótti hafi gripið um sig þegar lögreglan í London lokaði stóru svæði við Kings Kross lestarstöðina um tíma í dag og fréttir bárust af eldi um borð í strætisvagni. Vitni á svæðinu segja að um tuttugu manns hafi hoppað skelfingu lostnir niður af þaki vagnsins. Þegar betur var að gáð var aðeins um minniháttar óhapp að ræða og ekkert alvarlegt á seyði. Þrátt fyrir það verður atvikið ekki til að minnka áhyggjur vegfarenda í London, enda nánast búið að slá því föstu að þriðju árásarhrinunnar á London sé að vænta á næstu dögum. Ungir múslimar í London eiga sérlega erfitt þessa dagana, enda ríkir gríðarleg tortryggni í þeirra garð. Þeim finnst erftitt að þurfa að sætta sig við að vera stöðvaðir en á hinn bóginn hugsa þeir með sér að það sé í sjálfu sér eðlilegt í ljósi undandgenginn atburða þar sem þeir líkjast árásarmönnunum í útliti og háttum. En þeir benda einnig á að þeim þætti betra ef þeir og bakpokar þeirra fengju skoðun afsíðis þar sem þeir eru litnir hornauga á lestarstöðvunum af öðrum vegfarendum. Í gær handtók lögreglan tvo menn í viðbót vegna árásanna sem misheppnuðust fyrir tólf dögum. Mennirnir voru handteknir í áhlaupi lögreglunnar á þrjár íbúðir í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi. Yfirheyrslur yfir þeim og fimmtán öðrum sem hafa verið handteknir vegna árásanna hafa staðið yfir í allan dag.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Sjá meira