Hótar frekari hryðjuverkum 5. ágúst 2005 00:01 Síðdegis var birt myndbandsupptaka frá næstráðanda al-Qaida, Ayman al-Zawahri, þar sem hann hótar frekari hryðjuverkum í Lundúnum. Hann sagði líka Bandaríkjamenn verða að búa sig undir tugþúsunda mannfall í Írak kalli þeir ekki sveitir sínar þaðan þegar í stað. Al-Zawahri er hvítklæddur með svartan höfuðklút og Kalashnikov-riffil við hlið sér á myndbandsupptökunni. Hann er næstur Osama bin Laden í valdaröðinni hjá al-Qaida og margir telja hann í raun og veru þann sem ræður. Hann hótaði í dag öllu illu, sagði m.a. að Tony Blair hefði fært eyðileggingu yfir miðborg Lundúna og hann muni valda meiru af slíku, með guðs hjálp. Þjóðum „krossfarabandalagsins“ hafi verið boðið vopnahlé ef þær yfirgefi land íslams og að bin Laden hafi sagt að þær muni ekki búa við öryggi fyrr en Palestínumenn búi við öryggi. „En þið hafið látið blóðið streyma eins og fljót í löndum okkar og við höfum sprengt eldfjöll reiðinnar í löndum ykkar. Skilaboð okkar eru skýr: Þið njótið ekki öryggis fyrr en þið farið úr landi okkar, hættið að stela olíu okkar og auði og hættið að styðja spillta stjórnendur,“ sagði al-Zawahri. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, vildi ekki einu sinni ræða þennan boðskap á blaðamannafundi í dag þegar blaðamaður óskaði eftir því. Al-Zawahri virtist lítinn greinarmun gera á Bandaríkjamönnum og Bretum því hinir fyrrnefndu fengu líka sinn skerf af hótunum. Hann sagði að ef þeir héldu áfram sömu árásarstefnu gegn múslimum myndu þeir sjá nokkuð sem fái þá „til að gleyma hinum hræðilegu atburðum í Víetnam og Afganistan“ og sem árásirnar á New York og Washington hafi aðeins verið smjörþefurinn af. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira
Síðdegis var birt myndbandsupptaka frá næstráðanda al-Qaida, Ayman al-Zawahri, þar sem hann hótar frekari hryðjuverkum í Lundúnum. Hann sagði líka Bandaríkjamenn verða að búa sig undir tugþúsunda mannfall í Írak kalli þeir ekki sveitir sínar þaðan þegar í stað. Al-Zawahri er hvítklæddur með svartan höfuðklút og Kalashnikov-riffil við hlið sér á myndbandsupptökunni. Hann er næstur Osama bin Laden í valdaröðinni hjá al-Qaida og margir telja hann í raun og veru þann sem ræður. Hann hótaði í dag öllu illu, sagði m.a. að Tony Blair hefði fært eyðileggingu yfir miðborg Lundúna og hann muni valda meiru af slíku, með guðs hjálp. Þjóðum „krossfarabandalagsins“ hafi verið boðið vopnahlé ef þær yfirgefi land íslams og að bin Laden hafi sagt að þær muni ekki búa við öryggi fyrr en Palestínumenn búi við öryggi. „En þið hafið látið blóðið streyma eins og fljót í löndum okkar og við höfum sprengt eldfjöll reiðinnar í löndum ykkar. Skilaboð okkar eru skýr: Þið njótið ekki öryggis fyrr en þið farið úr landi okkar, hættið að stela olíu okkar og auði og hættið að styðja spillta stjórnendur,“ sagði al-Zawahri. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, vildi ekki einu sinni ræða þennan boðskap á blaðamannafundi í dag þegar blaðamaður óskaði eftir því. Al-Zawahri virtist lítinn greinarmun gera á Bandaríkjamönnum og Bretum því hinir fyrrnefndu fengu líka sinn skerf af hótunum. Hann sagði að ef þeir héldu áfram sömu árásarstefnu gegn múslimum myndu þeir sjá nokkuð sem fái þá „til að gleyma hinum hræðilegu atburðum í Víetnam og Afganistan“ og sem árásirnar á New York og Washington hafi aðeins verið smjörþefurinn af.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira