Eiður, Grétar og Kári bestir 17. ágúst 2005 00:01 Þeir Eiður Smári Guðjohnsen, Grétar Rafn Steinsson og Kári Árnason stóðu sig best í leiknum gegn Suður-Afríku að mati Fréttablaðsins en hér má finna dóm um frammistöðu allra leikmanna liðsins í 4-1 sigrinum á Laugardalsvellinum í gær. Markið:Árni Gautur Arason 6 Gat ekkert gert í fyrsta markinu. Greip vel inn í þegar til þurfti og var öruggur. Vörnin:Kristján Örn Sigurðsson 6 Eins og venjulega er varnarleikur hans fyrsta flokks en sóknartilburðirnir eru varla til staðar. – Gylfi Einarsson (46., 5) Komst lítið inn í leikinn en barðist vel. Stefán Gíslason 7 Gríðarlega öflugur í loftinu og lenti aldrei í vandræðum með sóknarmenn S-Afríku. Auðun Helgason 7 Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum og tapaði varla návígi. Indriði Sigurðsson 7 Lagði fyrsta markið upp á mjög laglegan hátt og sinnti varnarskyldunni af festu og skynsemi. Yfir litlu að kvarta. – Haraldur Guðmundsson (80.) Gerði engin mistök. Miðjan:Grétar Rafn Steinsson 8 Mjög frískur á hægri kantinum í fyrri hálfleik og feikilega öruggur í bakverðinum þeim síðari. – Bjarni Ólafur Eiríksson (64., 6) Lék sinn fyrsta landsleik en það var ekki að sjá. Kári Árnason 8 Mjög duglegur á miðjunni og skilaði boltanum jafnan skynsamlega frá sér. Vann næstum öll návígi sín og hefði réttilega átt að fá víti í fyrri hálfleik. – Gunnar Heiðar Þorvaldsson (53., 5) Fann sig ekki á hægri kantinum. Arnar Þór Viðarsson 7 Naut sín vel í sinni kjörstöðu á miðri miðjunni og gerði hlutina einfalt. Skoraði auk þess gott mark – Jóhannes Harðarson (70., 5) Reyndi lítið á hann en hann dreifði boltanum ágætlega á miðjunni. Eiður Smári Guðjohnsen 8 Byrjaði og endaði heldur rólega en þess á milli naut hann sín virkilega. Í öðrum klassa en aðrir á vellinum þegar hann tók sig til, en það er svo sem það sem búast má við af honum. Tryggvi Guðmundsson 6 Var eilítið villtur og átti það til að vera kominn út úr sinni stöðu á vinstri vængnum. – Veigar Páll Gunnarsson (57., 7) Lagði upp eitt og skoraði annað eftir að hafa komið inn á. Varla hægt að biðja um mikið meira. Sóknin:Heiðar Helguson 5 Náði sér alls ekki á strik, var lítið í boltanum og skortir greinilega leikæfingu. Skoraði hins vegar gott mark með sínu hættulegasta vopni – höfðinu. Íslenski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Fleiri fréttir Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Dagskráin í dag: Blikar og Íslendingalið í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
Þeir Eiður Smári Guðjohnsen, Grétar Rafn Steinsson og Kári Árnason stóðu sig best í leiknum gegn Suður-Afríku að mati Fréttablaðsins en hér má finna dóm um frammistöðu allra leikmanna liðsins í 4-1 sigrinum á Laugardalsvellinum í gær. Markið:Árni Gautur Arason 6 Gat ekkert gert í fyrsta markinu. Greip vel inn í þegar til þurfti og var öruggur. Vörnin:Kristján Örn Sigurðsson 6 Eins og venjulega er varnarleikur hans fyrsta flokks en sóknartilburðirnir eru varla til staðar. – Gylfi Einarsson (46., 5) Komst lítið inn í leikinn en barðist vel. Stefán Gíslason 7 Gríðarlega öflugur í loftinu og lenti aldrei í vandræðum með sóknarmenn S-Afríku. Auðun Helgason 7 Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum og tapaði varla návígi. Indriði Sigurðsson 7 Lagði fyrsta markið upp á mjög laglegan hátt og sinnti varnarskyldunni af festu og skynsemi. Yfir litlu að kvarta. – Haraldur Guðmundsson (80.) Gerði engin mistök. Miðjan:Grétar Rafn Steinsson 8 Mjög frískur á hægri kantinum í fyrri hálfleik og feikilega öruggur í bakverðinum þeim síðari. – Bjarni Ólafur Eiríksson (64., 6) Lék sinn fyrsta landsleik en það var ekki að sjá. Kári Árnason 8 Mjög duglegur á miðjunni og skilaði boltanum jafnan skynsamlega frá sér. Vann næstum öll návígi sín og hefði réttilega átt að fá víti í fyrri hálfleik. – Gunnar Heiðar Þorvaldsson (53., 5) Fann sig ekki á hægri kantinum. Arnar Þór Viðarsson 7 Naut sín vel í sinni kjörstöðu á miðri miðjunni og gerði hlutina einfalt. Skoraði auk þess gott mark – Jóhannes Harðarson (70., 5) Reyndi lítið á hann en hann dreifði boltanum ágætlega á miðjunni. Eiður Smári Guðjohnsen 8 Byrjaði og endaði heldur rólega en þess á milli naut hann sín virkilega. Í öðrum klassa en aðrir á vellinum þegar hann tók sig til, en það er svo sem það sem búast má við af honum. Tryggvi Guðmundsson 6 Var eilítið villtur og átti það til að vera kominn út úr sinni stöðu á vinstri vængnum. – Veigar Páll Gunnarsson (57., 7) Lagði upp eitt og skoraði annað eftir að hafa komið inn á. Varla hægt að biðja um mikið meira. Sóknin:Heiðar Helguson 5 Náði sér alls ekki á strik, var lítið í boltanum og skortir greinilega leikæfingu. Skoraði hins vegar gott mark með sínu hættulegasta vopni – höfðinu.
Íslenski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Fleiri fréttir Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Dagskráin í dag: Blikar og Íslendingalið í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira