Boris í góðum anda 27. ágúst 2005 00:01 Síðasta keppnin á mótaröðinni Sterkasti maður Íslands fór fram um helgina, en keppnin bar heitið Suðurnesjatröllið 2005. Keppnin hófst með látum í Hafnarfirði á föstudaginn, en þaðan lá leiðin í Garðinn og lokaátökin fóru fram í Grindavík. Það var handhafi titilsins Sterkasti maður Íslands, Kristinn "Boris" Haraldsson sem sigraði með nokkrum yfirburðum í keppninni, en hann sigraði í öllum greinunum nema einni. Guðjón Gíslason eða "Gaui Austfjarðatröll" eins og hann er jafnan kallaður, sigraði í lóðakasti yfir rá með kasti upp á 15,5 fet, sem er frábær árangur. Þó sigur Boris hafi verið nokkuð öruggur, var hann ekki á því að hann hafi verið auðveldur. "Það var langt frá því auðvelt að vinna þessa keppni, en mér gekk jú mjög vel," sagði Boris sem var nýgenginn frá matarborðinu í Grindavík þegar blaðamaður náði tali af honum. "Það voru miklar þyngdir í þessu móti núna og í raun held ég að þetta hafi verið erfiðasta mót sumarsins ef undan er skilin keppnin Sterkasti maður Íslands. Það var rosalega góður andi í þessari keppni og margir og skemmtilegir áhorfendur settu svip sinn á hana, auk þess sem við fengum auðvitað ótrúlega gott veður," sagði Boris sem var rispaður og tættur eftir átökin við "Bjargið", sem er hin nýja Húsafellshella í sportinu, en er talsvert mikið þyngri en hellan gamla. "Það var mjög gott fyrir sjálfstraustið að taka þessa keppni svona áður en maður fer út til Kína á Sterkasta mann heims, en ég á nú að vísu eftir að keppa á tveimur mótum í viðbót áður en ég fer þangað," sagði Boris hlæjandi, en hann hefur verið iðinn við kolann á mótum sumarsins."Ég lít fyrst og fremst á þessi mót núna sem æfingu fyrir mig, því mig skortir fyrst og fremst reynslu í þessu sporti. Aflið er nóg hjá mér, en ég verð að öðlast alla þá reynslu sem ég get til að komast í fremstu röð í aflraununum," sagði Boris, sem keppir eins og áður sagði í Sterkasta manni heims í kína í næsta mánuði. Íþróttir Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Sjá meira
Síðasta keppnin á mótaröðinni Sterkasti maður Íslands fór fram um helgina, en keppnin bar heitið Suðurnesjatröllið 2005. Keppnin hófst með látum í Hafnarfirði á föstudaginn, en þaðan lá leiðin í Garðinn og lokaátökin fóru fram í Grindavík. Það var handhafi titilsins Sterkasti maður Íslands, Kristinn "Boris" Haraldsson sem sigraði með nokkrum yfirburðum í keppninni, en hann sigraði í öllum greinunum nema einni. Guðjón Gíslason eða "Gaui Austfjarðatröll" eins og hann er jafnan kallaður, sigraði í lóðakasti yfir rá með kasti upp á 15,5 fet, sem er frábær árangur. Þó sigur Boris hafi verið nokkuð öruggur, var hann ekki á því að hann hafi verið auðveldur. "Það var langt frá því auðvelt að vinna þessa keppni, en mér gekk jú mjög vel," sagði Boris sem var nýgenginn frá matarborðinu í Grindavík þegar blaðamaður náði tali af honum. "Það voru miklar þyngdir í þessu móti núna og í raun held ég að þetta hafi verið erfiðasta mót sumarsins ef undan er skilin keppnin Sterkasti maður Íslands. Það var rosalega góður andi í þessari keppni og margir og skemmtilegir áhorfendur settu svip sinn á hana, auk þess sem við fengum auðvitað ótrúlega gott veður," sagði Boris sem var rispaður og tættur eftir átökin við "Bjargið", sem er hin nýja Húsafellshella í sportinu, en er talsvert mikið þyngri en hellan gamla. "Það var mjög gott fyrir sjálfstraustið að taka þessa keppni svona áður en maður fer út til Kína á Sterkasta mann heims, en ég á nú að vísu eftir að keppa á tveimur mótum í viðbót áður en ég fer þangað," sagði Boris hlæjandi, en hann hefur verið iðinn við kolann á mótum sumarsins."Ég lít fyrst og fremst á þessi mót núna sem æfingu fyrir mig, því mig skortir fyrst og fremst reynslu í þessu sporti. Aflið er nóg hjá mér, en ég verð að öðlast alla þá reynslu sem ég get til að komast í fremstu röð í aflraununum," sagði Boris, sem keppir eins og áður sagði í Sterkasta manni heims í kína í næsta mánuði.
Íþróttir Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Sjá meira