Áherslan verður lögð á varnarleik 27. ágúst 2005 00:01 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir í dag því sænska á Nobelstadion í Karlskoga í Svíþjóð, en leikurinn er hluti af undankeppni heimsmeistaramótsins. Lið Svíþjóðar er eitt það allra besta í heiminum og hefur margsinnis leikið til úrslita á stórmótum á síðustu árum. Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, vonast til þess að íslenska liðið geti komið á óvart. "Þetta verður erfiður leikur og varnarleikur okkar verður að vera virkilega góður. Sænska liðið er eitt það besta í heiminum og í svona leikjum er ekki hægt að leyfa sér neitt kæruleysi. Það mun því verða okkar verkefni að nýta skyndisóknirnar og sýna samstöðu í varnarleiknum. "Íslenska liðið er búið að keppa einn leik til þessa og var það gegn landsliði Hvíta-Rússlands. Íslenska liðið vann þann leik nokkuð örugglega, 3-0, en Jörundur hefði viljað vinna hann með meiri mun. "Auðvitað hefði verið gott að vinna með meiri mun en það er líka gott veganesti fyrir þennan leik gegn Svíþjóð að halda markinu hreinu og það verður útgangspunktur okkar í leiknum gegn sænska liðinu." Þrír leikmenn íslenska liðsins eiga við smávægileg meiðsl að stríða en það eru Laufey Ólafsdóttir, Greta Mjöll Samúelsdóttir og Guðlaug Jónsdóttir. Jörundur vonast til þess að þær verði með í leiknum í dag. "Vonandi verða þær klárar í slaginn en ég geri nú ekkert ráð fyrir því að þær verði allar orðnar leikhæfar."Mikið mun mæða á Eddu Garðarsdóttur, leikmanni Breiðabliks, en hún verður líklega í stöðu aftasta miðjumanns eða í vörninni. "Leikurinn leggst vel í okkur enda er Svíþjóð eitt besta landslið í heiminum. Við þurfum allar að leika vel ef stig á að nást út úr þessari viðureign. Við erum með góða sóknarmenn eins og Margréti Láru Viðarsdóttur og Ásthildi Helgadóttur og þær þurfa ekki að fá mörg færi til þess að skora. Ef varnleikurinn gengur vel þá fáum við örugglega einhver marktækifæri og vonandi tekst okkur að nýta þau." Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir í dag því sænska á Nobelstadion í Karlskoga í Svíþjóð, en leikurinn er hluti af undankeppni heimsmeistaramótsins. Lið Svíþjóðar er eitt það allra besta í heiminum og hefur margsinnis leikið til úrslita á stórmótum á síðustu árum. Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, vonast til þess að íslenska liðið geti komið á óvart. "Þetta verður erfiður leikur og varnarleikur okkar verður að vera virkilega góður. Sænska liðið er eitt það besta í heiminum og í svona leikjum er ekki hægt að leyfa sér neitt kæruleysi. Það mun því verða okkar verkefni að nýta skyndisóknirnar og sýna samstöðu í varnarleiknum. "Íslenska liðið er búið að keppa einn leik til þessa og var það gegn landsliði Hvíta-Rússlands. Íslenska liðið vann þann leik nokkuð örugglega, 3-0, en Jörundur hefði viljað vinna hann með meiri mun. "Auðvitað hefði verið gott að vinna með meiri mun en það er líka gott veganesti fyrir þennan leik gegn Svíþjóð að halda markinu hreinu og það verður útgangspunktur okkar í leiknum gegn sænska liðinu." Þrír leikmenn íslenska liðsins eiga við smávægileg meiðsl að stríða en það eru Laufey Ólafsdóttir, Greta Mjöll Samúelsdóttir og Guðlaug Jónsdóttir. Jörundur vonast til þess að þær verði með í leiknum í dag. "Vonandi verða þær klárar í slaginn en ég geri nú ekkert ráð fyrir því að þær verði allar orðnar leikhæfar."Mikið mun mæða á Eddu Garðarsdóttur, leikmanni Breiðabliks, en hún verður líklega í stöðu aftasta miðjumanns eða í vörninni. "Leikurinn leggst vel í okkur enda er Svíþjóð eitt besta landslið í heiminum. Við þurfum allar að leika vel ef stig á að nást út úr þessari viðureign. Við erum með góða sóknarmenn eins og Margréti Láru Viðarsdóttur og Ásthildi Helgadóttur og þær þurfa ekki að fá mörg færi til þess að skora. Ef varnleikurinn gengur vel þá fáum við örugglega einhver marktækifæri og vonandi tekst okkur að nýta þau."
Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Sjá meira