Nýtt samskiptatæki fyrir farsíma 5. september 2005 00:01 Og Vodafone og Research in Motion (RIM) hafa ákveðið að bjóða farsímanotendum Og Vodafone á Íslandi samskiptatækið BlackBerry frá Vodafone. Og Vodafone, sem er samstarfsaðili Vodafone Group Plc., hefur einkarétt á Blackberry Vodafone vörumerkinu hér á landi og mun bjóða viðskiptavinum sínum BlackBerry 7290 og BlackBerry 7100v. BlackBerry er fremsta þráðlausa lausnin á markaðnum og miðar að því að tryggja aðgang að upplýsingum á skilvirkan og þægilegan hátt. Og Vodafone getur með BlackBerry viðskiptalausn sinni (BlackBerry Enterprise Solution) boðið viðskiptavinum aðgang að tölvupósti (þ.m.t. viðhengjum) sem er öruggur, stöðugur, þráðlaus og byggir á snertilausn. Þá getur tækið samþætt þjónustu fyrir síma, vafra, dagbók og aðrar upplýsingar. „Samningur okkar við RIM færir þessa heimsþekktu samskiptalausn til viðskiptavina Og Vodafone,” segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Og Vodafone. „BlackBerry tæknin frá Vodafone hefur þótt heppnast óhemju vel þar sem henni hefur verið hleypt af stokkunum og bæði fyrirtækin hlakka til að bjóða þessa lausn á Íslandi.” Mark Guilbert, varaformaður, markaðsdeildar Research in Motion segir að BlackBerry sé þrautreynd og eftirsótt lausn sem bjóði upp á þá allra bestu upplifun sem völ sé á fyrir notendur sem vilja hafa aðgang að talþjónustu, tölvupósti og upplýsingaþjónustu um eitt þráðlaust tæki. „Okkur er mikil ánægja að því að auka samstarf okkar við Vodafone og færa þessa alþjóðlegu og árangursríku lausn til viðskiptavina Og Vodafone á Íslandi,” segir Guilbert. BlackBerry Enterprise Server hugbúnaðurinn fléttar saman Microsoft Exchange, IBM Lotus Domino og Novell GroupWise og vinnur með þeim kerfum fyrirtækja sem fyrir eru. Slíkt tryggir öruggan, þráðlausan aðgang að tölvupósti og öðrum gögnum fyrirtækisins um einn snertiflöt. Hvað viðkemur einstaklingum og minni fyrirtækjum þá veitir BlackBerry Internet Service notendum aðgang að allt að 10 áskriftum að tölvupósti (fyrir fyrirtæki og/eða einstaklinga) með fullri þjónustu (þ.m.t. Microsoft Exchange, IBM Lotus Domino og margar vinsælar netþjónustur). BlackBerry 7290 og BlackBerry 7100v, sem RIM hefur þróað, eru bæði „quad band“ farsímatæki (850, 900, 1800 og 1900 MHz sem samræma allar helstu GSM tíðnir og net) og veita þráðlaust aðgengi að tölvupósti, síma, dagbók, internet vafra, SMS skilaboðum og öðrum upplýsingum sem tengjast fyrirtækinu. Bæði tækin byggja á þráðlausri blátannartækni (Bluetooth) með heyrnartólum eða bílaútbúnaði. BlackBerry 7290 notar QWERTY lyklaborð en BlackBerry 7100v byggir á SureType lyklaborði sem sameinar á áhrifaríkan hátt talnaborð og QWERTY lyklaborð svo það hæfi hefðbundinni hönnun á farsímum. Í báðum tækjunum er lögð áhersla á einfaldleika svo öll notkun sé auðveld og notendavæn. Innlent Tækni Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Og Vodafone og Research in Motion (RIM) hafa ákveðið að bjóða farsímanotendum Og Vodafone á Íslandi samskiptatækið BlackBerry frá Vodafone. Og Vodafone, sem er samstarfsaðili Vodafone Group Plc., hefur einkarétt á Blackberry Vodafone vörumerkinu hér á landi og mun bjóða viðskiptavinum sínum BlackBerry 7290 og BlackBerry 7100v. BlackBerry er fremsta þráðlausa lausnin á markaðnum og miðar að því að tryggja aðgang að upplýsingum á skilvirkan og þægilegan hátt. Og Vodafone getur með BlackBerry viðskiptalausn sinni (BlackBerry Enterprise Solution) boðið viðskiptavinum aðgang að tölvupósti (þ.m.t. viðhengjum) sem er öruggur, stöðugur, þráðlaus og byggir á snertilausn. Þá getur tækið samþætt þjónustu fyrir síma, vafra, dagbók og aðrar upplýsingar. „Samningur okkar við RIM færir þessa heimsþekktu samskiptalausn til viðskiptavina Og Vodafone,” segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Og Vodafone. „BlackBerry tæknin frá Vodafone hefur þótt heppnast óhemju vel þar sem henni hefur verið hleypt af stokkunum og bæði fyrirtækin hlakka til að bjóða þessa lausn á Íslandi.” Mark Guilbert, varaformaður, markaðsdeildar Research in Motion segir að BlackBerry sé þrautreynd og eftirsótt lausn sem bjóði upp á þá allra bestu upplifun sem völ sé á fyrir notendur sem vilja hafa aðgang að talþjónustu, tölvupósti og upplýsingaþjónustu um eitt þráðlaust tæki. „Okkur er mikil ánægja að því að auka samstarf okkar við Vodafone og færa þessa alþjóðlegu og árangursríku lausn til viðskiptavina Og Vodafone á Íslandi,” segir Guilbert. BlackBerry Enterprise Server hugbúnaðurinn fléttar saman Microsoft Exchange, IBM Lotus Domino og Novell GroupWise og vinnur með þeim kerfum fyrirtækja sem fyrir eru. Slíkt tryggir öruggan, þráðlausan aðgang að tölvupósti og öðrum gögnum fyrirtækisins um einn snertiflöt. Hvað viðkemur einstaklingum og minni fyrirtækjum þá veitir BlackBerry Internet Service notendum aðgang að allt að 10 áskriftum að tölvupósti (fyrir fyrirtæki og/eða einstaklinga) með fullri þjónustu (þ.m.t. Microsoft Exchange, IBM Lotus Domino og margar vinsælar netþjónustur). BlackBerry 7290 og BlackBerry 7100v, sem RIM hefur þróað, eru bæði „quad band“ farsímatæki (850, 900, 1800 og 1900 MHz sem samræma allar helstu GSM tíðnir og net) og veita þráðlaust aðgengi að tölvupósti, síma, dagbók, internet vafra, SMS skilaboðum og öðrum upplýsingum sem tengjast fyrirtækinu. Bæði tækin byggja á þráðlausri blátannartækni (Bluetooth) með heyrnartólum eða bílaútbúnaði. BlackBerry 7290 notar QWERTY lyklaborð en BlackBerry 7100v byggir á SureType lyklaborði sem sameinar á áhrifaríkan hátt talnaborð og QWERTY lyklaborð svo það hæfi hefðbundinni hönnun á farsímum. Í báðum tækjunum er lögð áhersla á einfaldleika svo öll notkun sé auðveld og notendavæn.
Innlent Tækni Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira