Vinstri aftur í tísku 12. september 2005 00:01 Fyrir rúmum fimmtán árum var Oskar Lafontaine mikil hetja vinstri manna, meðal annars margs fólks sem nú er í Samfylkingunni. Það myndi tæplega vilja kannast við Oscar lengur, enda hefur það síðan þá verið á stöðugri hraðferð til hægri, en Oskari var mikið hampað í félagsskap sem kallaðist Birting og var þá deild í Alþýðubandalaginu. Hann var talinn fulltrúi nýrra hátta á vinstri vængnum, maður nýrra tíma – Mörður og fleiri hrifust mjög. Nú þykir þessu fólki Oskar væntanlega mesti forneskjukommi. Hann varð stutta hríð fjármálaráðherra Þýskalands á fyrstu dögum stjórnar Gerhards Schröders, þá kallaði eitt íhaldsblaðið hann "hættulegasta mann í Evrópu". Stuttu síðar sagði hann af sér og var lengi utanveltu í pólitík. Flestir héldu að hann væri búinn að vera. --- --- --- En nú hefur Oskar gegið í endurnýjun lífdaga. Hann lentur með PDS, leifunum af gamla kommúnistaflokknum í Austur-Þýskalandi og búinn að stofna flokk sem heitir einfaldlega "Die Linkspartei" - Vinstri flokkurinn. Margir segja að þetta sé ekki annað en sambland af gömlum vinstri lummum og pópúlisma, blöndnu útlendingahatri, en flokkurinn á sér furðu mikinn hljómgrunn. Í skoðanakönnunum er honum spáð 8-9 prósenta fylgi sem myndi þýða að hann yrði þriðji stærsti flokkur í Þýskalandi, stærri en Græningjar og Frjálsir demókratar, samstarfsflokkar krata og kristilegra demókrata í ríkisstjórn --- --- --- Í evrópskum blöðum les maður að það sé aftur í tísku að vera til vinstri. Íraksstríðið hefur haft róttæknivæðingu í för með sér, ásamt með baráttunni gegn hnattvæðingu og að því er virðist mótstöðulausri framrás kapítalismans. Sjálfur Karl Marx var á forsíðu Der Spiegel fyrir viku. Blaðið segir að hann neiti að deyja og veltir fyrir sér hvort hann hafi ekki ýmis svör sem séu gagnleg á tíma þegar alþjóðlegt kapítal flæðir um allar gáttir. Samt er það dálítið mótsagnakennt að helstu leiðtogar ungs fólks sem snýst nú til vinstri séu gamlir karlar á borð við Lafontaine og Gregor Gysi. Og á Íslandi Steingrímur og Ögmundur. --- --- --- Sósíaldemókratar eru hins vegar í kreppu. Það er ekki í tísku að vera krati. Fyrir rúmum hálfum áratug virtist sigur sósíaldemókrata blasa við um öll Vesturlönd. Þeir ráðslöguðu um kratíska hugmyndafræði Clinton, Blair, Schröder og Jospin. Ener Schröder á leiðinni út eftir nokkra daga og varla neinn eftir nema Blair sem núorðið telst víst heldur lakur jafnaðarmaður. Aðalspurningin er auðvitað hvað sósíaldemókratar hafa upp á að bjóða sem er ekki gömul stefna hægriflokka – hafa þeir einhvern raunverulegan valkost við óhefta markaðshyggju? --- --- --- Fleiri vinstri menn komnir á stúfana. Jane Fonda, Hanoi Jane eins og hún var kölluð einu sinni, er vöknuð úr dvala, hætt að gera líkamsræktarmyndbönd, skilin við Ted Turner og komin aftur í tengsl við sína fornu innri róttækni. Nú ætlar hún að ferðast um Bandaríkin og halda fundi með George Galloway, breska þingmanninum sem er orðinn frægur í Bandaríkjunum eftir að hann kjaftaði bandaríska þingnefnd í kaf fyrr á þessu ári. Þetta er að sönnu skrautlegur félagsskapur og mun ábyggilega vekja heiftarleg ofnæmisviðbrögð á hægri vængnum. Í Sunday Times um helgina var Galloway að raupa um hvað hann væri mikill kvennamaður svo honum ætti ekki að leiðast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Fyrir rúmum fimmtán árum var Oskar Lafontaine mikil hetja vinstri manna, meðal annars margs fólks sem nú er í Samfylkingunni. Það myndi tæplega vilja kannast við Oscar lengur, enda hefur það síðan þá verið á stöðugri hraðferð til hægri, en Oskari var mikið hampað í félagsskap sem kallaðist Birting og var þá deild í Alþýðubandalaginu. Hann var talinn fulltrúi nýrra hátta á vinstri vængnum, maður nýrra tíma – Mörður og fleiri hrifust mjög. Nú þykir þessu fólki Oskar væntanlega mesti forneskjukommi. Hann varð stutta hríð fjármálaráðherra Þýskalands á fyrstu dögum stjórnar Gerhards Schröders, þá kallaði eitt íhaldsblaðið hann "hættulegasta mann í Evrópu". Stuttu síðar sagði hann af sér og var lengi utanveltu í pólitík. Flestir héldu að hann væri búinn að vera. --- --- --- En nú hefur Oskar gegið í endurnýjun lífdaga. Hann lentur með PDS, leifunum af gamla kommúnistaflokknum í Austur-Þýskalandi og búinn að stofna flokk sem heitir einfaldlega "Die Linkspartei" - Vinstri flokkurinn. Margir segja að þetta sé ekki annað en sambland af gömlum vinstri lummum og pópúlisma, blöndnu útlendingahatri, en flokkurinn á sér furðu mikinn hljómgrunn. Í skoðanakönnunum er honum spáð 8-9 prósenta fylgi sem myndi þýða að hann yrði þriðji stærsti flokkur í Þýskalandi, stærri en Græningjar og Frjálsir demókratar, samstarfsflokkar krata og kristilegra demókrata í ríkisstjórn --- --- --- Í evrópskum blöðum les maður að það sé aftur í tísku að vera til vinstri. Íraksstríðið hefur haft róttæknivæðingu í för með sér, ásamt með baráttunni gegn hnattvæðingu og að því er virðist mótstöðulausri framrás kapítalismans. Sjálfur Karl Marx var á forsíðu Der Spiegel fyrir viku. Blaðið segir að hann neiti að deyja og veltir fyrir sér hvort hann hafi ekki ýmis svör sem séu gagnleg á tíma þegar alþjóðlegt kapítal flæðir um allar gáttir. Samt er það dálítið mótsagnakennt að helstu leiðtogar ungs fólks sem snýst nú til vinstri séu gamlir karlar á borð við Lafontaine og Gregor Gysi. Og á Íslandi Steingrímur og Ögmundur. --- --- --- Sósíaldemókratar eru hins vegar í kreppu. Það er ekki í tísku að vera krati. Fyrir rúmum hálfum áratug virtist sigur sósíaldemókrata blasa við um öll Vesturlönd. Þeir ráðslöguðu um kratíska hugmyndafræði Clinton, Blair, Schröder og Jospin. Ener Schröder á leiðinni út eftir nokkra daga og varla neinn eftir nema Blair sem núorðið telst víst heldur lakur jafnaðarmaður. Aðalspurningin er auðvitað hvað sósíaldemókratar hafa upp á að bjóða sem er ekki gömul stefna hægriflokka – hafa þeir einhvern raunverulegan valkost við óhefta markaðshyggju? --- --- --- Fleiri vinstri menn komnir á stúfana. Jane Fonda, Hanoi Jane eins og hún var kölluð einu sinni, er vöknuð úr dvala, hætt að gera líkamsræktarmyndbönd, skilin við Ted Turner og komin aftur í tengsl við sína fornu innri róttækni. Nú ætlar hún að ferðast um Bandaríkin og halda fundi með George Galloway, breska þingmanninum sem er orðinn frægur í Bandaríkjunum eftir að hann kjaftaði bandaríska þingnefnd í kaf fyrr á þessu ári. Þetta er að sönnu skrautlegur félagsskapur og mun ábyggilega vekja heiftarleg ofnæmisviðbrögð á hægri vængnum. Í Sunday Times um helgina var Galloway að raupa um hvað hann væri mikill kvennamaður svo honum ætti ekki að leiðast.