Barinn brýnn á Bókmenntahátíð Bergsteinn Sigurðsson skrifar 13. september 2005 00:01 Kristján Hreinsson, Einar Kárason, Halldór Guðmundsson og Sigurður A. Magnússon voru meðal þeirra sem hlýddu á Mehmed Uzun og Margaret Atwood í Norræna húsinu í gær. Fjöldi manns lagði leið sína í Norræna húsið og hlýddi á Mehmed Uzun og Margaret Atwood ræða um skáldverk sín á Bókmenntahátíð í hádeginu í gær. Alls taka þrjátíu skáld þátt í hátíðinni, þar af kemur 21 frá útlöndum. Þrátt fyrir slagviðri var troðið út úr dyrum í fundarsal Norræna hússins í hádeginu í gær og og ekki auður stóll í sjónmáli. Fjölbreyttur hópur fyllti salinn, en til dæmis mátti sjá glitta í Vigdísi Finnbogadóttur, Sigurð A. Magnússon, nafna hans Pálsson og Þorgrím Þráinsson. Þórarinn Eldjárn spjallaði við Uzun um verk hans en Árni Bergmann ræddi við Atwood. Góður rómur var gerður að þeim báðum, sérstaklega Atwood sem hreinlega vafði áheyrendum um fingur sér, jafn hnyttin í frásögn og hún var prúð í fasi. Bókmenntahátíð setur nokkurn svip á menningarlíf borgarinnar um þessar mundir og í flestum bókabúðum er verkum þeirra sem taka þátt í henni gert hátt undir höfði. Það mæðir líka mikið á gestunum því upplestrar, viðtöl og kokkteilboð eru daglegt brauð. En skáldin þurfa líka sínar tómstundir eins og aðrir og það veit Susan Thorpe, verkefnisstjóri hátíðarinnar. Hún hefur skipulagt dagskrá til að hafa ofan af fyrir gestunum milli anna. "Flestir rithöfundarnir eru ánægðir með dagskrána, en það er alltaf einn og einn sem gerir aðeins meiri kröfur," segir hún en ljóstrar engum nöfnum upp. Á morgun verða sagnameistararnir lóðsaðir um Þingvelli, Gullfoss og Geysi, en í farvatninu er meðal annars knattspyrnumót og ferð í Bláa lónið. Bókmenntahátíð er ekki síst hugsuð til að mynda tengsl milli rithöfunda og útgefenda og til þess kemur kráin ekki síst að góðu gagni. "Á hverju kvöldi er bar hátíðarinnar opinn í Iðnó," segir Susanne. "Það hefur sýnt sig að hann gegnir jafnan mikilvægu hlutverki til að fólk kynnist. Það myndast strax afslappað andrúmsloft, ég tala nú ekki um eftir að menn hafa fengið sér drykk og eru orðnir góðglaðir." Susanne segir stemninguna á barnum afar skemmtilega og umræðuna langt því frá að vera bundna við bækur. "Fólk talar um allt milli himins og jarðar, hvort sem það er heimalandið, veðrið, pólitík eða fótbolti." Bókmenntahátíð Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira
Fjöldi manns lagði leið sína í Norræna húsið og hlýddi á Mehmed Uzun og Margaret Atwood ræða um skáldverk sín á Bókmenntahátíð í hádeginu í gær. Alls taka þrjátíu skáld þátt í hátíðinni, þar af kemur 21 frá útlöndum. Þrátt fyrir slagviðri var troðið út úr dyrum í fundarsal Norræna hússins í hádeginu í gær og og ekki auður stóll í sjónmáli. Fjölbreyttur hópur fyllti salinn, en til dæmis mátti sjá glitta í Vigdísi Finnbogadóttur, Sigurð A. Magnússon, nafna hans Pálsson og Þorgrím Þráinsson. Þórarinn Eldjárn spjallaði við Uzun um verk hans en Árni Bergmann ræddi við Atwood. Góður rómur var gerður að þeim báðum, sérstaklega Atwood sem hreinlega vafði áheyrendum um fingur sér, jafn hnyttin í frásögn og hún var prúð í fasi. Bókmenntahátíð setur nokkurn svip á menningarlíf borgarinnar um þessar mundir og í flestum bókabúðum er verkum þeirra sem taka þátt í henni gert hátt undir höfði. Það mæðir líka mikið á gestunum því upplestrar, viðtöl og kokkteilboð eru daglegt brauð. En skáldin þurfa líka sínar tómstundir eins og aðrir og það veit Susan Thorpe, verkefnisstjóri hátíðarinnar. Hún hefur skipulagt dagskrá til að hafa ofan af fyrir gestunum milli anna. "Flestir rithöfundarnir eru ánægðir með dagskrána, en það er alltaf einn og einn sem gerir aðeins meiri kröfur," segir hún en ljóstrar engum nöfnum upp. Á morgun verða sagnameistararnir lóðsaðir um Þingvelli, Gullfoss og Geysi, en í farvatninu er meðal annars knattspyrnumót og ferð í Bláa lónið. Bókmenntahátíð er ekki síst hugsuð til að mynda tengsl milli rithöfunda og útgefenda og til þess kemur kráin ekki síst að góðu gagni. "Á hverju kvöldi er bar hátíðarinnar opinn í Iðnó," segir Susanne. "Það hefur sýnt sig að hann gegnir jafnan mikilvægu hlutverki til að fólk kynnist. Það myndast strax afslappað andrúmsloft, ég tala nú ekki um eftir að menn hafa fengið sér drykk og eru orðnir góðglaðir." Susanne segir stemninguna á barnum afar skemmtilega og umræðuna langt því frá að vera bundna við bækur. "Fólk talar um allt milli himins og jarðar, hvort sem það er heimalandið, veðrið, pólitík eða fótbolti."
Bókmenntahátíð Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira