Ákæruskjalið ónýtt 20. september 2005 00:01 "Ég fagna náttúrulega þessari niðurstöðu og hún er í samræmi við það sem við höfum haldið fram. Þetta er jafnframt mikill áfellisdómur fyrir ákæruvaldið," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sem staddur er í Bandaríkjunum. Jón Ásgeir segir ljóst að málatilbúnaðurinn hafi verið stórgallaður og tekinn hafi verið af allur vafi um það. "Starfsumhverfi okkar verður auðveldara í kjölfar þessa úrskurðar." Jón Ásgeir hefur haldið því fram að ákærurnar væru í ætt við ofsóknir gegn sér og eigendum Baugs. "Þessi niðurstaða styður það að þeir glæpir hafi ekki verið framdir sem ákærandinn lýsir. Og þá spyr maður af hverju er hægt að láta svona viðgangast. Hvernig stendur á því að hægt er að rannsaka málið í þrjú ár og koma svo með skjal sem er svo haldlítið og ónýtt að það kemst ekki einu sinni fyrir dóm?" Jón Ásgeir segir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í gær hafi ekki komið sér á óvart. "Eins og fram kemur í úrskurðinum eru einnig gallar á öðrum atriðum í ákærunni en þeim átján liðum sem áður höfðu verið taldir ófullnægjandi. Þetta mál er allt hið furðulegasta. Fyrirtækið hefur sagt að ekki hafi verið brotið á því og endurskoðendur og lögfræðingar hafa komist að sömu niðurstöðu. Samt er haldið áfram. Hvað býr að baki og hversu langt má ganga? Þetta hlýtur að kalla á umfangsmikla skoðun á embætti Ríkislögreglustjóra," segir Jón Ásgeir. Baugsmálið Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Sjá meira
"Ég fagna náttúrulega þessari niðurstöðu og hún er í samræmi við það sem við höfum haldið fram. Þetta er jafnframt mikill áfellisdómur fyrir ákæruvaldið," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sem staddur er í Bandaríkjunum. Jón Ásgeir segir ljóst að málatilbúnaðurinn hafi verið stórgallaður og tekinn hafi verið af allur vafi um það. "Starfsumhverfi okkar verður auðveldara í kjölfar þessa úrskurðar." Jón Ásgeir hefur haldið því fram að ákærurnar væru í ætt við ofsóknir gegn sér og eigendum Baugs. "Þessi niðurstaða styður það að þeir glæpir hafi ekki verið framdir sem ákærandinn lýsir. Og þá spyr maður af hverju er hægt að láta svona viðgangast. Hvernig stendur á því að hægt er að rannsaka málið í þrjú ár og koma svo með skjal sem er svo haldlítið og ónýtt að það kemst ekki einu sinni fyrir dóm?" Jón Ásgeir segir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í gær hafi ekki komið sér á óvart. "Eins og fram kemur í úrskurðinum eru einnig gallar á öðrum atriðum í ákærunni en þeim átján liðum sem áður höfðu verið taldir ófullnægjandi. Þetta mál er allt hið furðulegasta. Fyrirtækið hefur sagt að ekki hafi verið brotið á því og endurskoðendur og lögfræðingar hafa komist að sömu niðurstöðu. Samt er haldið áfram. Hvað býr að baki og hversu langt má ganga? Þetta hlýtur að kalla á umfangsmikla skoðun á embætti Ríkislögreglustjóra," segir Jón Ásgeir.
Baugsmálið Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Sjá meira