Meðvirkt þjóðfélag 29. september 2005 00:01 Þegar þrír dagar voru liðnir frá uppljóstrun Fréttablaðsins á laugardaginn, sem margir telja að setji Baugsmálið allt í nýtt ljós, óháð stöðu þess í réttarsölunum, mátti greina það á umræðum manna á meðal að þjóðin væri orðin þreytt á hamaganginum og orðasennunum og þyldi vart fleiri fréttir í þessum dúr. Einn helsti álitsgjafi landsmanna andvarpaði og skrifaði í pistli á netinu að málið liti út eins og "léleg sápa". Samt var það grafalvarlegt og fréttirnar í rauninni ískyggilegar. Úti um allan bæ sögðu menn: "Getum við ekki talað um eitthvað annað?" Við Íslendingar erum að ýmsu leyti einstök þjóð. Það vita engir betur en við sjálfir. Við erum eins og ein stór fjölskylda. Við erum ríkastir og hamingjusamastir allra manna, búum að einstæðum menningararfi, tölum merkilegasta tungumálið, eigum sterkasta karlinn og fegurstu konuna, víkingasveitir kaupsýslumanna okkar hafa gert rómuð strandhögg utan landsteinanna og ekki er útilokað að við eigum með réttu skilið að vera kölluð gáfaðasta og skemmtilegasta þjóð veraldar. Um þetta allt getum við lesið í greinum í erlendum blöðum og tímaritum sem stöðugt eru þýddar á okkar ástkæra, ylhýra mál. Það hafa meira að segja verið gerðir um okkur sjónvarpsþættir í útlöndum. Einn skugga ber þó á. Sálfræðingar sem horfa á íslenskt þjóðfélag utan frá þykjast geta merkt í fari okkar algeng fjölskyldueinkenni sem þeir kenna við óheilbrigði. Þeir kalla þetta "meðvirkni". Við erum svo fámenn og svo nátengd hvert öðru að við höfum tilhneigingu til að skoða öll málefni í persónulegu ljósi frændsemi eða kunningsskapar. Í flestum fjölskyldum eru einhverjir brestir sem fólki gengur misjafnlega vel að takast á við; áráttuhegðun, drykkjuskapur, framhjáhald, óyndi, skapbrestir eða eitthvað í þeim dúr. En eitt er flestum slíkum viðureignum sameiginlegt; viðleitnin til að "halda andlitinu", loka dyrum og gluggum svo nágranninn heyri ekki rifrildið, frétti ekki af hneykslinu, og þráin eftir friði og sáttum eftir erfiðar uppákomur. Þetta hvort tveggja, feluleikurinn og sáttarþráin, er svo sterkt og inngróið að oftar en ekki leiðir það til bælingar og kemur í veg fyrir að vandamálin, sem nauðsynlega þarfnast úrlausnar, rati í réttan farveg. Hinir mörgu þættir Baugsmálsins og ýmissa annarra stórmála á undanförnum árum sýna að þó að íslenskt samfélag kunni að vera nútíminn holdi klæddur í okkar eigin augum fer því fjarri að við séum nútímaleg eða upplýst í daglegri glímu okkar við breyskleikana í hinu opinbera lífi þjóðarinnar. Í stað þess að horfast í augu við vandamálin og takast á við við þau af þekkingu og hugrekki hneigjumst við til að sópa þeim undir teppi, loka dyrum og gluggum og sussa á aðra í fjölskyldunni. Þessi hneigð er svo rótgróin í fjölskyldusál þjóðarinnar að við gerum okkur sjaldnast grein fyrir því í hvaða fari við erum föst, hvað þá að við áttum okkur á að meðvirkni er óheilbrigt ástand. En út úr þessum vítahring verðum við að brjótast ef við viljum raunverulega ganga nútímanum á hönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Þegar þrír dagar voru liðnir frá uppljóstrun Fréttablaðsins á laugardaginn, sem margir telja að setji Baugsmálið allt í nýtt ljós, óháð stöðu þess í réttarsölunum, mátti greina það á umræðum manna á meðal að þjóðin væri orðin þreytt á hamaganginum og orðasennunum og þyldi vart fleiri fréttir í þessum dúr. Einn helsti álitsgjafi landsmanna andvarpaði og skrifaði í pistli á netinu að málið liti út eins og "léleg sápa". Samt var það grafalvarlegt og fréttirnar í rauninni ískyggilegar. Úti um allan bæ sögðu menn: "Getum við ekki talað um eitthvað annað?" Við Íslendingar erum að ýmsu leyti einstök þjóð. Það vita engir betur en við sjálfir. Við erum eins og ein stór fjölskylda. Við erum ríkastir og hamingjusamastir allra manna, búum að einstæðum menningararfi, tölum merkilegasta tungumálið, eigum sterkasta karlinn og fegurstu konuna, víkingasveitir kaupsýslumanna okkar hafa gert rómuð strandhögg utan landsteinanna og ekki er útilokað að við eigum með réttu skilið að vera kölluð gáfaðasta og skemmtilegasta þjóð veraldar. Um þetta allt getum við lesið í greinum í erlendum blöðum og tímaritum sem stöðugt eru þýddar á okkar ástkæra, ylhýra mál. Það hafa meira að segja verið gerðir um okkur sjónvarpsþættir í útlöndum. Einn skugga ber þó á. Sálfræðingar sem horfa á íslenskt þjóðfélag utan frá þykjast geta merkt í fari okkar algeng fjölskyldueinkenni sem þeir kenna við óheilbrigði. Þeir kalla þetta "meðvirkni". Við erum svo fámenn og svo nátengd hvert öðru að við höfum tilhneigingu til að skoða öll málefni í persónulegu ljósi frændsemi eða kunningsskapar. Í flestum fjölskyldum eru einhverjir brestir sem fólki gengur misjafnlega vel að takast á við; áráttuhegðun, drykkjuskapur, framhjáhald, óyndi, skapbrestir eða eitthvað í þeim dúr. En eitt er flestum slíkum viðureignum sameiginlegt; viðleitnin til að "halda andlitinu", loka dyrum og gluggum svo nágranninn heyri ekki rifrildið, frétti ekki af hneykslinu, og þráin eftir friði og sáttum eftir erfiðar uppákomur. Þetta hvort tveggja, feluleikurinn og sáttarþráin, er svo sterkt og inngróið að oftar en ekki leiðir það til bælingar og kemur í veg fyrir að vandamálin, sem nauðsynlega þarfnast úrlausnar, rati í réttan farveg. Hinir mörgu þættir Baugsmálsins og ýmissa annarra stórmála á undanförnum árum sýna að þó að íslenskt samfélag kunni að vera nútíminn holdi klæddur í okkar eigin augum fer því fjarri að við séum nútímaleg eða upplýst í daglegri glímu okkar við breyskleikana í hinu opinbera lífi þjóðarinnar. Í stað þess að horfast í augu við vandamálin og takast á við við þau af þekkingu og hugrekki hneigjumst við til að sópa þeim undir teppi, loka dyrum og gluggum og sussa á aðra í fjölskyldunni. Þessi hneigð er svo rótgróin í fjölskyldusál þjóðarinnar að við gerum okkur sjaldnast grein fyrir því í hvaða fari við erum föst, hvað þá að við áttum okkur á að meðvirkni er óheilbrigt ástand. En út úr þessum vítahring verðum við að brjótast ef við viljum raunverulega ganga nútímanum á hönd.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun