Vodafone býður nú Mobile Connect 29. september 2005 00:01 Og Vodafone hefur hafið sölu á Vodafone Mobile Connect, gagnaflutningskorti, fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Gagnaflutningskortið býr yfir SIM korti sem gerir fartölvunotendum mögulegt að tengjast Netinu þráðlaust, óháð stað og stund. Með þessum hætti getur fólk ávallt haft aðgang að þeim gögnum og hugbúnaði sem á þarf að halda. Kortið notar GPRS/EDGE til þess að tengjast Netinu en Og Vodafone ætlar að ljúka innleiðingu á EDGE á höfuðborgarsvæðinu fyrir árslok. Erlendis notar Mobile Connect annað hvort GPRS eða EDGE og velur sjálfkrafa EDGE ef það býst. Flutningshraði í GSM kerfi Og Vodafone margfaldast með EDGE (Enhanced Data Rates for Global Evolution), en tæknin er frá 120 kb/s til 238 kb/s. Til samanburðar er flutningshraði með GPRS (General Packet Radio Service) allt að því 52 kb/s í GSM kerfinu. GSM kerfi með GPRS hafa verið nefnd kynslóð 2,5 en kerfi með EDGE styrkingu er gjarnan nefnt kynslóð 2,75. Með Vodafone Mobile Connect er auðvelt að skoða tölvupóst, tengjast VPN vinnuhliði eða vafra á Netinu. Vodafone Mobile Connect nýtist einkum þeim sem eru á ferðalagi eða í viðskiptaferðum og vilja eiga þess kost að tengjast óháð stað og stund. "Enginn kostnaður er vegna notkunar á kortinu í formi mínútugjalda heldur einungis þegar póstur eða gögn eru sótt. Kortið er því lítill kostnaðarauki fyrir notendur," segir Kolbeinn Einarsson, deildarstjóri Vörumótunar hjá Og Vodafone. Hann segir að tæknin komi mörgum að góðum notum, svo sem fólki á ferðalögum. Kolbeinn segir ennfremur að sambandið náist víða og lítil fyrirstaða fyrir notendur að fara á Netið. Vodafone Mobile Connect er afurð Vodafone Group í Bretlandi en flest önnur Vodafone félög erlendis hafa tekið eða eru að taka kortið í notkun. Gert er ráð fyrir að kortið verði staðalbúnaður í fartölvum þegar fram líða stundir. Kolbeinn segir að kortið hafi slegið í gegn hjá viðskiptavinum Vodafone erlendis og hann sé sannfærður um að það eigi eftir að verða mikið notað hjá viðskiptavinum Og Vodafone hér á landi. Vodafone Mobile Connect virkar fyrir Mac-fartölvur sem aðrar tegundir fartölva sem keyra á Windows stýrikerfi. Innlent Tækni Viðskipti Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Sjá meira
Og Vodafone hefur hafið sölu á Vodafone Mobile Connect, gagnaflutningskorti, fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Gagnaflutningskortið býr yfir SIM korti sem gerir fartölvunotendum mögulegt að tengjast Netinu þráðlaust, óháð stað og stund. Með þessum hætti getur fólk ávallt haft aðgang að þeim gögnum og hugbúnaði sem á þarf að halda. Kortið notar GPRS/EDGE til þess að tengjast Netinu en Og Vodafone ætlar að ljúka innleiðingu á EDGE á höfuðborgarsvæðinu fyrir árslok. Erlendis notar Mobile Connect annað hvort GPRS eða EDGE og velur sjálfkrafa EDGE ef það býst. Flutningshraði í GSM kerfi Og Vodafone margfaldast með EDGE (Enhanced Data Rates for Global Evolution), en tæknin er frá 120 kb/s til 238 kb/s. Til samanburðar er flutningshraði með GPRS (General Packet Radio Service) allt að því 52 kb/s í GSM kerfinu. GSM kerfi með GPRS hafa verið nefnd kynslóð 2,5 en kerfi með EDGE styrkingu er gjarnan nefnt kynslóð 2,75. Með Vodafone Mobile Connect er auðvelt að skoða tölvupóst, tengjast VPN vinnuhliði eða vafra á Netinu. Vodafone Mobile Connect nýtist einkum þeim sem eru á ferðalagi eða í viðskiptaferðum og vilja eiga þess kost að tengjast óháð stað og stund. "Enginn kostnaður er vegna notkunar á kortinu í formi mínútugjalda heldur einungis þegar póstur eða gögn eru sótt. Kortið er því lítill kostnaðarauki fyrir notendur," segir Kolbeinn Einarsson, deildarstjóri Vörumótunar hjá Og Vodafone. Hann segir að tæknin komi mörgum að góðum notum, svo sem fólki á ferðalögum. Kolbeinn segir ennfremur að sambandið náist víða og lítil fyrirstaða fyrir notendur að fara á Netið. Vodafone Mobile Connect er afurð Vodafone Group í Bretlandi en flest önnur Vodafone félög erlendis hafa tekið eða eru að taka kortið í notkun. Gert er ráð fyrir að kortið verði staðalbúnaður í fartölvum þegar fram líða stundir. Kolbeinn segir að kortið hafi slegið í gegn hjá viðskiptavinum Vodafone erlendis og hann sé sannfærður um að það eigi eftir að verða mikið notað hjá viðskiptavinum Og Vodafone hér á landi. Vodafone Mobile Connect virkar fyrir Mac-fartölvur sem aðrar tegundir fartölva sem keyra á Windows stýrikerfi.
Innlent Tækni Viðskipti Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent